Fréttablaðið - 05.12.2016, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 05.12.2016, Blaðsíða 6
Saga tónlistarinnar eftir Árna Heimi Ingólfs- son tónlistarfræðing er fyrsta yfirlitsritið um tónlistarsögu eftir íslenskan höfund og hentar jafnt tónlistarfólki, tónlistarunnendum og tónlistarnemum, sem og öllu áhugafólki um listir og menningu. ÍSLENSKU BÓKMENNTAVERÐLAUNIN T I L N E F N I N G A R 2 0 1 6 Bruno Rangel, leikmaður brasilíska knattspyrnuliðsins Chapecoense, var borinn til grafar í gær. Rangel er einn þeirra sem létust í flugslysi í Brasilíu hinn 28. nóvember síðastliðinn. Alls dó 71 í flugslysinu. Rangel hefði orðið 35 ára gamall þann 12. desember. Fréttablaðið/EPa Knattspyrnumaður borinn til grafar DANMÖRK Fyrr á þessu ári ákvað danska þingið að hækka greiðslu til kvenna sem vilja gefa egg til tæknifrjóvgunar úr 2.400 dönskum krónum í 7.000. Fleiri konur hafa þess vegna snúið sér til tæknifrjóvg­ unarstofanna í því skyni að gefa egg, að því er segir í frétt danska ríkis­ útvarpsins. Stofurnar hafa hins vegar ekki fengið aukna fjárveitingu frá hinu opinbera vegna hærri greiðslna og þess vegna hefur þurft að vísa konum frá sem vilja gefa egg. – ibs Þurfa að vísa eggjagjöfum frá Hærri greiðslur til eggjagjafa bitna á frjóvgunarstofum. NOrDiCPHOtOS/GEttY feRðAþjóNustA Það má segja að ferðaþjónustan heyri undir þrjú fagráðuneyti, hið minnsta, og því vantar allan fókus innan stjórnkerf­ isins varðandi málefni ferðaþjónust­ unnar. Heilt yfir býr greinin við stór­ gallaða umgjörð og veikt regluverk. Ábyrgð nýrrar ríkisstjórnar er mikil í að tryggja einfalda og skilvirka umgjörð fyrir eins hratt vaxandi atvinnugrein og ferðaþjónustan er. Þetta er mat Helgu Árnadóttur, formanns Samtaka ferðaþjónust­ unnar (SAF). Í leiðara í nýjasta frétta­ bréfi SAF beinir hún orðum sínum til forsvarsmanna stjórnmálaflokk­ anna vegna fyrirheita um aukið fjármagn til uppbyggingar innviða, velferðar­ og menntamála. Það hljóti að þýða að forgangsverkefnið sé að tryggja samkeppnishæft og stöðugt rekstrarumhverfi fyrirtækjanna í landinu. „Hvað ferðaþjónustuna varðar þá hafa fyrirtækin tekist á við miklar launahækkanir síðustu misserin, neikvæð áhrif styrkingar íslensku krónunnar, stórgallaða umgjörð og veikt regluverk. Eftirliti með ólög­ legri og svartri starfsemi er verulega ábótavant og ólíðandi að fyrirtæki í ferðaþjónustu skuli þurfa að eiga í samkeppni við þá sem ekki skila sköttum og skyldum í ríkissjóð. Ríkið verður á sama tíma að axla ábyrgð gagnvart öryggi ferðamanns­ ins, t.a.m. er áætlað að um 30% allra gistinátta séu í leyfislausu húsnæði þar sem öryggismál eru ekki tryggð,“ skrifar Helga. Spurð til hvers hún vísar með orð­ unum „stórgölluð umgjörð og veikt regluverk“, segir Helga af nægu að taka en nefnir sem dæmi að ferða­ þjónustan heyri nú í raun undir þrjú ráðuneyti hið minnsta. Atvinnu­ og nýsköpunarráðuneytið, innanríkis­ ráðuneytið vegna samgangna og umhverfisráðuneytið vitaskuld. „Svo varðar þetta leyfisveitingar – um allt kerfið; eftirliti er verulega ábótavant til dæmis gagnvart heima­ gistingu, ferðum upp á jökla og þess háttar. Heildstæðar upplýsingar og tölfræðigögn vantar og stofnanaum­ gjörðin er flókin og ferðaþjónustan oftar en ekki veikburða innan henn­ ar,“ segir Helga og nefnir sem enn eitt dæmið að þrír þjóðgarðar eru undir þremur stofnunum með þrenn mis­ munandi lög. Lög um skipan ferðamála eru barn síns tíma, og ekki í takt við þá þróun sem orðið hefur í greininni. Hlutverk Stjórnstöðvar ferðamála er að rýna þessi verkefni sem er að sjálfsögðu afar aðkallandi fyrir hratt vaxandi og afar mikilvæga atvinnugrein. Ný ríkisstjórn verður að taka á þessum málum af fullum þunga á næsta kjör­ tímabili og tryggja einfalda umgjörð um greinina sem og regluverk,“ segir Helga. svavar@frettabladid.is Stórgölluð umgjörð og veikt regluverk Helga Árnadóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, telur að öll umgjörð stjórnkerfisins hvað greinina varðar sé stórgölluð. Þrjú ráðuneyti hafa umsjón með ólíkum verkefnum. Ný ríkisstjórn verði að taka á ágöllum kerfisins með fullum þunga og styrkja innviði. Gjaldeyristekjur 460 milljarðar l 450 til 460 milljarðar verða gjaldeyristekjur ferðaþjónust- unnar á þessu ári, áætla Samtök ferðaþjónustunnar. l 70 milljarðar verða skatttekjur ríkisins af ferðaþjónustunni í það minnsta. l 1,8 milljónir erlendra ferða- manna koma til landsins í ár eða rösklega 40% fleiri en í fyrra. Eftirliti með ólög- legri og svartri starfsemi er verulega ábóta- vant og ólíðandi að fyrirtæki í ferðaþjónustu skuli þurfa að eiga í samkeppni við þá sem ekki skila sköttum og skyldum. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF 7.000 krónur danskar eru greiddar konum sem gefa egg. 5 . D e s e M b e R 2 0 1 6 M Á N u D A G u R6 f R é t t i R ∙ f R é t t A b L A ð i ð 0 5 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :4 6 F B 0 4 0 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 8 C -E A 3 C 1 B 8 C -E 9 0 0 1 B 8 C -E 7 C 4 1 B 8 C -E 6 8 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 0 s _ 4 _ 1 2 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.