Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.12.2016, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 05.12.2016, Qupperneq 12
5 . d e s e m b e r 2 0 1 6 m Á N U d A G U r12 s p o r t ∙ F r É t t A b L A ð i ð Leikmaður helgarinnar Alexis Sánchez, leikmaður Arsenal, lék á als oddi í 1-5 sigri liðsins á West Ham á útivelli á laugardaginn. Þegar dómari leiksins flautaði til leiksloka var Sílemaðurinn búinn að skora þrennu og leggja upp eitt mark. Sánchez, kantmaður að upplagi, hefur haldið Oliver Giroud úr framlínu liðsins og þar virðist Arsené Wenger, stjóri Arsenal, heldur betur hafa hitt í mark líkt og Sánchez hefur gert ellefu sinnum í deildinni. Er hann marka- hæsti leikmaður deildarinnar ásamt Diego Costa hjá Chelsea. Í gegnum tíðina hefur það oft reynst Arse- nal erfitt að skora gegn liðum sem leggjast í vörn líkt og West Ham gerði um helgina. Með Sanchez hefur það snarbreyst, enda gefur hann Arsen al-liðinu sprengikraft og baráttu- anda sem ef til vill hefur skort á í fremstu víglínu hjá Arsenal. Gott dæmi um þetta eru fyrstu mörk Arsenal í leiknum sem urðu til nánast úr engu, þökk sé útsjónarsemi og krafti Sánchez. Ef einhver mun skjóta Arsenal leið að titlinum er það hann. Stóru málin eftir helgina í enska boltanum Stærstu úrslitin Ekkert virðist geta stöðvað ótrúlega framgöngu Chelsea í deildinni. Liðið var afar þrautseigt í 1-3 sigri á útivelli gegn Manchester City, annar sigurinn í röð á andstæð- ingum í toppbaráttunni. Liðið er í átta leikja sigurhrinu og er á hraðri leið að titlinum. Hvað kom á óvart? Fátt virðist benda til annars en auðvelds sigurs Liverpool gegn Bournemouth á Vital- ity-vellinum í gær. Staðan var 1-3 þegar lítið var eftir en ótrúlegur baráttuandi skilaði heimamönnum þremur mörkum á síðasta korteri leiksins. Áfall fyrir Liverpool sem sýnir að enn er mikið verk að vinna fyrir Jürgen Klopp. Mestu vonbrigðin Margir voru spennt- ir fyrir endurkomu Gylfa Sigurðssonar á White Hart Lane um helgina þar sem hann spilaði gegn sínum gömlu félögum í Tottenham. Swansea-liðið átti því miður eina verstu frammi- stöðu tímabilsins og sá Gylfi, líkt og liðsfélagar hans, aldrei til sólar í 5-0 tapi. Enska úrvalsdeildin Staðan Úrslit 13. umferðar 2016-17 Man City - Chelsea 1-3 Sjálfsmark - Diego Costa, Willian, Eden Hazard Tottenham - Swansea 5-0 Harry Kane 2, Christian Eriksen 2, Son Heung-Min. C. Palace - Southampton 3-0 Christian Benteke 2, James Tomkins. Stoke - Burnley 2-0 Jonathan Walters, Marc Muniesa. Sunderland - Leicester 2-1 Sjálfsmark, Jermain Defoe - Shinji Okazaki. WBA - Watford 3-1 Jonny Evans, Chris Brunt, Matt Philipps. West Ham - Arsenal 1-5 Andy Carroll - Alexis Sánchez 3, Mesut Özil, Alex Oxlade-Chamberlain. B’mouth - Liverpool 4-3 Callum Wilson, Ryan Fraser, Steve Cook, Nathan Aké - Sadio Mané, Divock Origi, Emre Can. Everton - Man Utd. 1-1 Leighton Baines - Zlatan Ibrahimovic. M’brough - Hull Leikurinn hefst klukkan 20.00 í kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. FÉLAG L U J T MÖRK S Chelsea 14 11 1 2 32-11 34 Arsenal 14 9 4 1 33-14 31 Liverpool 14 9 3 2 35-18 30 Man City 14 9 2 2 30-15 30 Tottenham 14 7 6 1 24-10 27 Man Utd. 14 5 6 3 19-16 21 WBA 14 5 5 4 20-17 20 Everton 14 5 5 4 17-16 20 Stoke 14 5 4 5 16-19 19 B’mouth 14 5 3 6 19-22 18 Watford 14 5 3 6 18-24 18 S’oton 14 4 5 5 13-15 17 Crystal P 14 4 2 8 24-26 14 Burnley 14 4 2 8 12-23 14 Leicester 14 3 4 7 17-24 13 M’brough 13 2 6 5 12-15 12 West Ham 14 3 3 8 15-29 12 Sunderland 14 3 2 9 14-24 11 Hull 13 3 2 8 11-28 11 Swansea 14 2 3 9 16-31 9 Okkar menn Íslendingar í efstu tveimur deildunum á Englandi Swansea City Gylfi Þór Sigurðsson Lék allan leikinn þegar Swansea steinlá, 5-0, fyrir Tottenham á hans gamla heimavelli. Swansea er aftur komið í botnsætið. Cardiff City Aron Einar Gunnarsson Lék allan tímann þegar Cardiff gerði markalaust jafntefli við sterkt lið Brighton. Wolverhampton Wanderers Jón Daði Böðvarsson Kom inn á sem varamaður þegar Wolves vann kær- kominn sigur á QPR. Fulham Ragnar Sigurðsson Var ekki í leikmannahópi Fulham sem vann 5-0 stór- sigur á Reading á heimavelli. Bristol City Hörður B. Magnússon Stóð vaktina í vörn Bristol City sem bar sigurorð af Ipswich Town, 2-0, á heimavelli. Pep Guardiola var síkvartandi í dómurum leiks Manchester City og Chelsea um helgina. Tveir leikmenn liðsins fengu rautt spjald fyrir gróf brot í leiknum. Pirringurinn virðist vera að stigmagnast á Etihad-vellinum. FRÉTTABLAðið/GETTy Burnley Jóhann Berg Guðm. Lék ekki með Burnley í 2-0 tapi fyrir Stoke City vegna meiðsla. Þetta var þriðja tap Burnley í röð. FótboLti Eftir flugstart í upphafi tímabils þar sem Manchester City- lið Peps Guardiola virtist boða nýja tíma í enska boltanum hefur olíu- veldinu mikla fatast flugið. Liðið var með fullt hús stiga eftir sex leiki en hefur síðan aðeins nælt sér í tólf stig í átta leikjum. Liðið getur ekki unnið leik á heimavelli og mótlæt- ið virðist fara hressilega í taugarnar á leikmönnum og þjálfara liðsins. Fóru á taugum í toppslagnum Þrátt fyrir að haft mikla yfirburði framan af leik City gegn Chelsea um helgina tókst liðinu ekki að næla í sinn fyrsta heimasigur frá 17.  september. Eftir klukku- stundarleik jafnaði Chelsea og leik- menn City virtust hreinlega fara á taugum. Það sama má segja um Guardi- ola sem hafði allt á hornum sér á hliðarlínunni. Reiðin beindist þó síst að hans mönnum, þrátt fyrir slælega frammistöðu. Fjórði dóm- arinn, Mike Dean, vann yfirvinnu við að taka á móti kvörtunum frá Guardiola sem virtist afar ósáttur við frammistöðu dómara leiksins, Anthonys Taylor. Sífellt tuð og pirringur Guardi- ola virðist hafa smitast yfir til leik- mannanna sem gengu af göflunum skömmu fyrir leikslok. Sergio Agu- ero lét reka sig út af vellinum eftir glórulausa tæklingu á David Luiz og Fernandino fór sömu leið eftir að hafa hrint Cesc Fabregas yfir aug- lýsingaskilti. Pressan virðist vera að ná til leikmanna og stjóra City. Pirraður Pep loksins að glíma við mótlæti Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, stendur nú frammi fyrir fyrsta raunverulega mótlæti ferils síns. Liðið tapaði illa í toppslagnum gegn Chelsea á laugardag- inn og hefur ekki unnið heimaleik frá því í september. Varnarleikur Man. City hefur verið slakur en liðið hefur aðeins tvisvar haldið hreinu í fjórtán deildarleikjum. Ekkert pláss fyrir mistök Ferilskrá Peps er glæsileg og skal engan undra að City hafi leitað til hans til þess að koma félaginu á þennan stað. Ef það er þó hægt að gagnrýna hann fyrir eitthvað er það sú staðreynd að hann hefur alltaf tekið við frábærum liðum með yfir- burðastöðu. Aldrei hefur hann glímt við það sem hann stendur nú fyrir frammi fyrir hjá City. Nú tók hann við öldruðu liði sem hafði staðið sig mun verr en efni stóðu til síðustu tvö tímabil. Sókn- arlega séð er liðið vissulega vel skip- að en þegar kemur að vörninni er liðið án afgerandi leiðtoga. Hingað til hefur liðið aðeins haldið hreinu tvisvar i deildinni sem er ekki boð- legt fyrir lið sem ætlar sér að vinna titilinn. Pep þarf að taka til á flestum vígstöðvum á sama tíma og ætlast er til þess að hann vinni titilinn og fari langt í Meistaradeildinni. Hjá fyrri liðum sínum naut Pep þess að stýra algjörum yfirburða- 0 5 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :4 6 F B 0 4 0 s _ P 0 2 9 K _ N Y .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 8 C -C C 9 C 1 B 8 C -C B 6 0 1 B 8 C -C A 2 4 1 B 8 C -C 8 E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 0 s _ 4 _ 1 2 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.