Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.10.1982, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 21.10.1982, Blaðsíða 4
Fimmtudagur 21. október 1982 VÍKUR-fréttir •> ❖ <• v v<* v V V •> V •;« •> V •:* •> V V ❖ •> V *> ALHLIÐA INNRÖMMUN ❖ Innnömmun SuDURnesjfl Vatnsnesvegi 12 Keflavik - Sími 3598 OPIÐ 1-6 VIRKA DAGA OG 10-12 LAUGARDAGA * ROSENTHAL Glæsilegar gjafavörur. Aöeins það besta. Málverkasala Mikiö úrval af hinum sívinsælu Blómamál- verkum. MIKIÐ ÚRVAL AF ÁLRÖMMUM. ÁLRAMMA GETUR FÓLK SETT SAMAN SJÁLFT. Trésmiðja Keflavíkur hf. Bolafæti 3, Njarövík Sími 3516 Sérsmíðum ELDHÚSINNRÉTTINGAR, BAÐINNRÉTT- INGAR, FATASKÁPA OG SÓLBEKKI. Föst verðtilboð - Vönduð vinna Hagstætt verð. Aðstöðuleysi smábátaeigenda Hér á Suðurnesjum er starfrækt félag sem ber nafniö Félag smábátaeig- enda á Suðurnesjum, og eru félagsmenn rúmlega 70. Á svæðinu Keflavík-Njarð- vík eru liðlega 50 smábátar, þ.e. smærri fiskibátar af stærðinni 2-12 tonn. Þessir bátar hafa ekki haft neina fasta aðstöðu hér syðra og því hefur félagið unnið að því að undanförnu að þrýsta á gerð smáþáta- hafnar og hefur í því sam- bandi verið bent átvo hugs- anlega staði, þ.e. Grófina í Keflavík og við Sjöstjörn- una i Njarðvík. Eina undantekningu í dag Frumhönnun fyrir smábátahöfn hefur þegar veriö framkvæmd í Grófinni. frá aðstöðuleysi þessara báta má finna í króknum svokallaða, sem liggur milli Sjöstjörnunnar og slipps- ins í Njarðvík, en sá mein- bugur er á aðstöðunni þar, að þar komast aðeins inn þátar undir 3 lestum. Þetta er það öruggt lægi, að ekki þarf að líta eftir þátum þar hvað sem er að veðri. Landshafnarstjórn hefur veitt félaginu leyfi til að koma upp flotbryggju hin- um megin við Sjöstjörnuna, en því ágæta leyfi fylgja ýmsar kvaðir sem ekki er víst að hægt sé að taka á sig. Svæði þetta á í framtíðinni að fylla upp og þar með er sá draumur búinn að hægt sé að koma þarna upp ein- um heppilegasta stað fyrir smábátahöfn sem völ er á. Bæjarstjórn Keflavíkur hefur veitt 20 þús. kr. til könnunar á gerð smáöáta- hafnar í Grófinni og hefur frumhönnun þegar verið framkvæmd. Niðurstöður voru því miður ekki sem bestar, en þó eygja menn þann möguleika að þarna verði byggð smábátahöfn sem leysi vanda smábáta- eigenda í dag. - epj. Gryfjurnar notaðar sem sorphaugar Sandgerði, 10/10 ’82 Fyrir ofan tún jarðarinnar Kolbeinsstaðir í Miðnes- hreppi eru gryfjureftirVega gerð rikisins. Hún lofaði að O afsláttur til félagsmanna Félagsmenn, vitjið kortanna á skrifstofu fé- lagsins, Hafnargötu 62, eða hringið í síma 1500 eða 1507 og fáið þau heimsend. Nýir félagsmenn fá afsláttarkort afhent á skrifstofunni. Kortin gilda til 16. desember 1982. Það borgar sig að versla í Kaupfélaginu. KAUPFÉLAG SUÐURNESJA laga til eftir sig, en vanefnd- ir hafa orðið á því, þrátt fyrir ítrekaðar kvartanir. En það sem verra er; Garðþúar nota þessar gryfjur fyrir sorpgeymslur og það er mörgu ekið í þessar gryfjur. Það sem mest fer í mig í sambandi við þessar 1000 m löngu gryfjur er þetta: Ég sá í blaði hlýlega minning- argrein um fallinn Garðbúa. Nokkru síðar eru persónu- legir munir þess fallna komnir á haugana, svo sem heillaskeyti við merk tíma- mót, bækur, fatnaður o.fl., en aðstandendur virðast sjá í eina eldspýtu til að brenna því sem það er að henda. Friöþjófur Sigfússon Brekkustíg 18 Sandgerói í samtali við blaðið sagði Friðþjófur að hann hafi í fyrra óskað eftir þvi við sveitarstjórann í Gerða- hreppi að þeir létu aka mold yfir sorpið, og hafi hann lofað því, en einu efndirnar hafi verið að setja þarna upp skilti þar sem bannað væri að losa sorp, og væri skilti aðeins við neðri gryfj- urnar en ekki þær efri. Blaðið hafði því samband við núverandi sveitarstjóra, Ellert Eiríksson, og spurði hann hvort þeir myndu ekki standa við loforö fyrirrenn- ara hans í þessu máli. Ellert kvaðst ekki hafa vitað um þessi loforð, en myndi kanna málið og gera það sem hægt væri til að efna þau. - eþj. 49 árekstrar í síðasta mánuði Óvanalega há árekstrar- tíðni var í síðasta mánuði þrátt fyrir góöar aðstæður. Að meðaltali eru árekstrar í umdæminu 30 á mánuði, en í október fóru þeir upp í 49 og var meiri hluti þeirra hér í Keflavík. Að sögn Karls Hermanns- sonar hjá umferðardeild lögreglunnar, er mikið um aftanákeyrslur og ógæti- lega ekið aftur á bak. Aka menn yfirleitt of nálægt bílnum á undan og geta því ekki stöðvað í tíma ef sá fremri þarf að stöðva skyldilega. Vildi Karl koma þeirri ábendingu til öku- manna að hafa nægjanlegt bil á milli bíla til aö standa klárir á því ef næsti bíll á undan þarf að snögghemla, sérstaklega nú þegar fram- undan er hálka og verri akst ursskilyrði, en þessi háa árekstratíðni er þrátt fyrir að aksturskilyrði hafi verið að undanförnu eins og best verður á kosið. - epj.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.