Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.10.1982, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 21.10.1982, Blaðsíða 14
Míkur fCETTIC Fimmtudagur 21. október 1982 SPARISJÓÐURINN er lánastofnun allra Suðurnesjamanna. Sorpeyðingarstöð Suðurnesja: Varðskýlinu lokað Nýlega lokaði Vinnueftir- lit ríkisins varöskýli því er Sorpeyðingarstöð Suður- nesja lagði lögreglunni til við hlið stöðvarinnar inn á flugvöllinn. Var ástæðan sú að sögn Haralds Gíslason- ar hjá SSS, aö lofthæö var of litil. Var síðan fenginn annar skúr, fremur óhrjálegur, enda var honum algjörlega hafnað af lögreglunni. Hef- ur Sorpeyðingarstöðin nú látið hefja smíði á full- komnu varðskýli sem fullnægja mun öllum kröf- um af hálfu lögreglunnarog vinnueftirlitsins, og á meðan smíði stendur yfir munu lögreglumenn sitja í lögreglubíl við hliðið. Hins vegar vaknar sú spurning hvort gæsla lög- reglunnar þjónar einhverj- um tilgangi. Ástæðan fyrir veru lögreglunnar við hliðið er sú, að annars væri opin leið út af flugvellinum með smygl, en að sögn lögreglu- manns sem var á vakt þarna er við Víkur-fréttamenn vorum á staðnum á dögun- um, ersú leið opin þrátt fyrir allt, því ekkert er auðveld- ara en að koma smygli meö bílum af vellinum að stöð- |m t it j i 25 ■. L‘; L | 0 ! * ) ' 11 Til vinstri er skýliö sem Vinnueftirlitiö lokaði, en til hægri er „nýja skýlið" sem lögreglumenn höfnuðu, af illskiljanlegum ástæðumlll Verður læknabústaðurinn tekinn undir langlegudeild? Þegar gengið er um ganga Sjúkrahúss Kefla- víkurlæknishéraös verður mönnum starsýnt á það hve mikill hluti sjúkrahússins er tepptur undir langlegu- sjúklinga. Þess vegnahefur mönnum verið tíðrætt um hvernig nýta megi sjúkra- húsið betur. Heyrst hafa hugmyndir eins og þær, aö taka læknis- bústaöinn undir langlegu- deild, en þar ætti að vera hægt að koma fyrir um 12 rúmum. Er viö bárum þessa hug- mynd undir Eyjólf Eysteins- son, forstöðumann sjúkra- hússins, sagði hann að sér litist illa á hana, þvi hún væri bæði of dýr varðandi breyt- ingar og í alla staði óhag- kvæm. Ný deild mætti ekki vera minni en fyrir 20 rúm, og alls ekki úti í bæ. Hann benti hins vegar á að í 3. áfanga stækkunar sjúkra- hússins mætti koma 60 rúmum, en vonast væri til að sú bygging yrði hönnuð á næsta ári. Síðan mætti flýta byggingunni t.d. með því að leggja áherslu fyrst á eina hæð og fullgera hana áður en hafist yrði handa með aðrar hæðir. - epj. Læknisbústaöurinn að Sólvallagötu 8. Verður hann tekinn undir langlegu- og öldrunardeild? Frágangur til sóma Eins og áður hefur verið sagt frá hér í blaöinu hafa staöiö yfir framkvæmdiraf hálfu Keflavíkurbæjar við innakstur í bæinn frá Njarðvík. Búið er aö breikka Hafnargötuna og lagasvæðið milli götu og sjáv- ar, setja gangstíg, tyrfa og sá í svæðið, til mikils sóma fyrir bæjaryfirvöld og starfsmenn bæjarins. Á meðfylgjandi mynd sést umrætt svæði, með leifar Fiskiöjunnar í baksýn. - epj./stgr. inni og umskipa því síðan þar yfir f aðra bíla sem eru á leið frá stöðinni um hitt hliðið, sem almenningur notar. Varðandi opnunartíma Sorepyðingarstöðvarinnar, þá hefur hann mælst mjög illa fyrir og i raun er jáað furöulegt aö ekki skuli vera hægt að losna við sorp á morgnana og á sunnudög- um, nema varðandi sorp frá vellinum, við það er alltaf hægt að losna. Ef það er ástæðan, að Sorpeyðingarstöðin tími ekki að borga gæslu lög- reglunnar á morgnana, þá er það heldur léleg ástæða, því auðvitað á herinn að greiða þá gæslu sem er í hans þágu, en hinn almenni borgari á að fá þá þjónustu óskerta, sem stöðin getur boðið upp á. - epj./stgr. Athyglisverð hugmynd Umræður þær sem verið hafa um neyðarmiðstöð hér í blaðinu hafa skapað nokk- urt umtal og því lék okkur forvitni á að fá sjónarmið fram hjá ýmsum aðilum sem málið er tengt, og fara svör þeirra hér á eftir: Arnbjörn Ólafsson lækn- Ir, sagðist vera sammála því sem fram hefði komið, þetta væri nauðsynjamál sem koma þyrfti í kring sem fyrst. Þetta væri alveg hárrétt, auk þess sem það sparaði peninga og yki jafn- framt þjónustuna. Yrði ein- göngu um sameiginlega símaþjónustu aö ræða taldi hann að fólk með skerta starfsorku ætti að ganga fyrir þeim störfum. Ástvaldur Eirfksson, for- maður Brunavarna Suður- nesja sagöi hugmyndina mjög athyglisverða, þó líta þyrfti nánar á kostnaðar- hliöina, en hann myndi sjá til þess að þetta mál yrði tekið til umræðu á næsta fundi í stjórn Brunavarna Suðurnesja. Ingiþór Gelrsson slökkvi- llösstjóri, taldi aöal máliö í hugmyndinni byggjast upp á snöggum viðbrögðum varðandi öryggi bæjarbúa og það væri mikill plús viö núverandi kerfi. Varðandi aðra liði svo sem fjármálin og varalið þyrfti að kanna nánar út í æsar. Gfsli Vlöar Harðarson sjúkrabflstjóri, sagðist telja hugmyndina mjög góða fyrir sitt leyti, og yrðu mál framkvæmd eitthvaö að viti eöa í líkingu viö það sem er í Hafnarfirði, greiddi hann þessu atkvæði sitt. Á ofanrituðum viðbrögð- um aðilasést að þeirsemvit hafa á málum telja þaö til góðs og vilja skoða það nánar. Spurt í Sandgerði: Tókstu slátur nú í haust? Marla Ármannsdóttir: Nei, þvi það er lítiö boröað hjá mér og viö erum fá í heimili. Á afgang síðan í fyrra. Bergþóra Jóhannsdóttir: Já ég tók 15 slátur, enda ekki annað hægt. Eydls Guðbjarnadóttir: Ég er ekki búin að þvi ennþá, en ætla mér að taka 15 slátur. Þórunn Gfsladóttir: Nei, og ætla ekki að taka neitt. AUGLÝSINGASÍMINN ER 1760

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.