Víkurfréttir - 05.04.1984, Síða 14
14 Fimmtudagur 5. apríl 1984
VÍKUR-fréttir
Eðvarð með fimm Islandsmet
á innanhússmeistaramóti íslands
Eðvarð Þ. Eðvarðsson
sundmaðurinn ungi úr
Njarðvík u m var hetja
Innanhússmeistaramóts
Islands í sundi er fram fór í
Sundhöll Reykjavikur um
sl. helgi. Eðvarð setti alls 5
Islandsmet, í þremurgrein-
um og tvíbætti metiö í
tveimur. A laugardeginum
setti hann met í 200 metra
baksundi, 2:10,69 mín, en
gamla metið átti hann sjálf-
ur 2:12,49 mín. I úrslitum
sama dag bætti Eðvarð
metið enn, synti þá á
Sundsveit Njarðvikinga ásamt þjálfara sinum, Friðriki Ól-
afssyni.
Komið verði á dagvistun-
araðstoð fyrir aldraða
Á fundi bæjarstjórnar
Keflavíkur þriðjudaginn 20.
mars sl. var borin upp fund-
argerð félagsmálaráðs og
flutti Sólveig Þórðardóttir
þá eftirfarandi tillögu:
,,Um leið og ég fagna því
að aukin hefur verið aðstoð
við aldraða hér í bæ, vil ég
beina þeirri tillögu til bæjar-
stjórnar Keflavíkur, að léit-
að verði eftir samvinnu við
Rauðakrossdeild Keflavík-
ur, þjónustuhóps aldraðra
og Styrktarfélags aldraðra á
Suðurnesjum, um að komið
verði á dagvistunaraðstoð
fyrir aldraða hið allra
fyrsta."
Tillaga um að vísa tillögu
Sólveigar til bæjarráðs, var
samþykkt 9:0. - pket.
2:09,90 (2:00,80) og setti
síðan (slandsmet i 50 metra
baksundi er hann synti
fyrstasprettinn í boðsundi á
28,25, fyrra metið átti Ingi
Þór Jóns (A, 28,85. ( sama
sundi bætti Eðvarð einnig
(slandsmetið í 100 m
baksundi, synti á 59,97,
fyrra metið átti hann sjálfur,
1:00,71 mín. Á sunnudag
bætti Eðvarð metið enn í
100 m baksundinu, synti þá
á 59.53 sek. Eðvarð hlaut
því alls 2 gullverðlaun og
ein silfurverðlaun. Þess má
geta að Eðvarð er fyrsti og
eini (slendingurinn sem
synt hefur 100 m baksund
undir einni mínútu.
I 100 m bringusundi varð
Þórður Óskarsson, Njarvík,
fjórði á sínum besta tíma
1:10,67 mín., átti best áður
1:12,3 mín. ( 200 m bringu-
sundi stórbætti hann árang
ur sinn, synti á 2:36,65 mín.
og náði 3ja sæti, besti tími
hans áður var 2:42,3 mín.
( 200 m flugsundi varð
Jóhann Björnsson UMFN í
3ja sæti á tímanum 2:23,63
mín. og í 100 m flugsundi
synti hann glæsilegt sund,
náði öðru sæti á 1:01,59
mín. en átti best áður
1:03,40 min.
Alls voru sett 18 íslands-
met í karla- og kvennaflokki
á þessu (slandsmeistara-
móti. Þetta sýnir og sannar
að mikill uppgangur er í
sundíþróttinni hér á landi
og vonandi verður þessi
aukni uppgangurtil þessað
auka áhugann hér á Suður-
nesjum.
Nú er stefnan tekin á
Landsmót UMF( og ermikill
hugur í sundfólkinu að
standa sig vel, en að baki
góðum árangri liggur mikil
vinna og mikill kostnaður.
Sundfólkið leggur á sig
mikið fjáröflunarstarf, þar
sem tekjumöguleikar þeirra
eru litlir sem engir. Þess
vegna eruð þið Suðurnesja-
búar góðir, beðnir að taka
vel á móti sundfólkinu í
þeirra fjáröflunarstarfi. Þið
getið lagtykkarað mörkum,
til að betri árangur náist.
pket/þm.
Frá Sjálfsbjörgu á
Suðurnesjum
Eins og fram kemur í
auglýsingu annars staðar í
blaðinu, heldur Sjálfsbjörg
á Suðurnesjum aðalfund
sinn í húsi aldraðraviðSuð-
urgötu, sunnudaginn
8.apríl n.k.
Rætt verður meðal
annars um væntanlega
leikhúsferð félagsins. Einn-
ig má geta þess að félags-
málafulltrúi frá Landssamb-
andi fatlaðra mun mæta á
fundinn og svara fyrirspurn
um. Heitt verðurá könnunni
og meðlæti að vanda.
Annars staðar i blaðinu er sagt frá sigrum ÍBK ikörfubolta,
og hér koma myndir r'
Aö ofan: 3. flokkur kvenna.
Að neðan: 2. flokkur kvenna.
Diskómeistarar sýndu „brake“-dans
Um siðustu helgi fengu Suóurnesjamenn sem lögðu leið
sina á Glóðina að sjá hinn nýtisku ,,brake"-dans, sem vin-
sæll er orðinn viða erlendis. Islandsmeistarinn i diskó-
dansi og sá er varð i 2. sæti komu og sýndu „breikiö" á
Glóðinni við góðar undirtektir áhorfenda. Voru meðfylgj-
andi myndir teknar við það tækifæri. - pket.
félagsb/'ó
OFTHEYEAK' .
“Ferfect”
“Masterwork”
“Stunning”
“Mesinerizing-”
“InspiredH
“Incredible”
ROBERT DE NIRO
“RAGING BULL”
Fimmtudagur:
Kl. 21:
Raging Bull
THE BEST AMERICAN MOVIE
OFTHE YEAR!________________
“Ferfect”
“Masterwork”
“Stunningf’
“Mesiuerizing”
"InspiredT
“Incredible”
ROBERT DE NIRO
“RAGING BULL”
Laugardagur:
Kl. 17:
Raging Bull
Sunnudagur:
Kl. 14.30:
Superman II
Ókeypis aðgangur
Kl. 17:
Raging Bull
All Of America Is Taking
THE HlGH ROADlt) China
■'Go to 'HIGH ROAD TO CHINA' tor a good escape-
an entertainmg Saturday matmee Kind o( movie
Tom Selleck is in top torm!‘ .. ....
TOM 5EL1.ECK BESS ARMSTRONG in
High Road 1b China
Kl. 21:
Svaðilför til Kína
fÉLAGSB/O
sirni IVOU