Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.04.1984, Blaðsíða 22

Víkurfréttir - 05.04.1984, Blaðsíða 22
22 Fimmtudagur 5. apríl 1984 VIKUR-ffréttir P. H(IQDE$$OD Bifreiðaverkstæði Fitjabraut 2 Vélastill ingar Rafmagnsviðgerðir Allar almennar viðgerðir Önnumst allar ábyrgðarviðgerðir og uppherslur á Lada og Skoda- bifreiðum. Fljót og góð þjónusta. Njarövík Hjá okkur færðu bílinn • réttan • blettaðan • almálaöan. Önnumst einnig framrúöuskipti. - REYNIÐ VIÐSKIPTIN - BÍLASPRAUTUN FITJAR Njarövik - Simi 1227 þá leitar þú okkar. Við eigum, smiöum og setjum pústkerfi undir biiinn þinn með góðri og fljótri þjónustu. AA-samtökin og Al-Anon halda kynningar-og afmælisfund í Festi, Grindavík, sunnudaginn 8. apríl kl. 14. AA. og Al-Anon samtökin á Suðurnesjum „GÓÐIR LEIKMENN “ Framh. af 21. siöu Hvað vinsældirnar hér á Suðurnesjum varðar, á körfubolta, held ég að ná- lægðin við Völlinn hafi vald- ið því öðru fremur að karf- an varð vinsælli en hand- boltinn. Það var mikið sýnt af körfubolta í Kanasjón- varpinu og þá frá NBA, enda þekkti maöur allt að þvi hvern einasta mann með nafni þar. Síðan var það allt- af keppnin við Varnarliðið sem jók áhugann og einnig það, að húsin hér voru alltof iitil til að spila handbolta. Endapunkturinn á öllu þessu var síðan tilkoma iþróttahússins hér í Njarð- víkum og það var stóra stökkið sem að breytti öllu saman. Velgengni Njarð- víkurliðsins má síðan rekja til ársins 1970, en þá lagði þaö mikla áherslu á minni- boltann, sem sést vel á yngri leikmönnum okkar i dag, og er árangurinn allur að skila sér núna. Helming- ur liðsins núna sem vinnur Islandsmeistaratitlinn eru strákar sem spila í 2. og 3. flokki og sést það vel hversu áherslan á minni-boltann strax í upphafi hefur haft mikið að segja". Hvað finnst þér um þá ákvörðun sem tekin var fyrir þetta keppnistimabil, að úti- loka erlenda leikmenn í lið- unum? ,, Ég held að það hafi verið rétt að útiloka þá, því þeir voru ákaflega misjafnir og sum félögin heppin og önnur óheppin. En þeir voru að sliga körfuboltann fjárhagslega og voru áberandi sterkur aöili í hverju liði, þannig að hinir leikmennirnir fengu ekki að njóta sin. Einnig voru þeirflestir skot- gráðugir og höfðu mikla ánægju af að láta mikið á sér bera, enda voru leikirnir ekki orðnir barátta á milli félaganna heldur innbyrðis barátta milli Kananna. En hvort sem þeir verða leyfðir aftur einhvern tímann seinna, þá held ég að það væri gott að hvíla sig á þeim í 2-3 ár. Sem dæmi um þetta mál, þá var einhven tímann viðtal við einn körfuknattleiks- þjálfara í Iþróttablaðinu eftir að Njarðvíkingar urðu Islandsmeistarar árið 1981 og sagði hann eitthvað í þá áttina að lið gætu keypt sér titilinn og gaf það í skyn að Njarðvíkingar hefðu ekki átt skilið að vinna mótið, því Danny Shouse hefði unnið það fyrir þá. Þess vegna var ég ánægður með það núna að strákarnir sigruðu núna með miklu meiri yfirburðum heldur en þegar Danny var með þeim. En í heildina skildu þeir margt gott eftir sig og hleyptu miklu blóði í þetta en sama sinnis voru margir þeirra vandræða- menn". Nú hefur þú setið i stjórn- um og verið formaður i fleiri ár bæði hjá KKl og UMFN. Einnig hefur þú verið farar- stjóri hjð landsllðinu og far- ið fjölmargar ferðir á vegum körfuboltans. Hvað er þér nú minnistæðast frá þessum árum? ,,Það er nú margs að minnast frá þessum tímum enda hefur maður víða komið við. Vissulega er ógleymanleg fyrsta ferðin mín sem formaður KKl á alþjólega ráðstefnu í Casablanca ‘61 og fleiri skemmtilegar ferðir sem fararstjóri. Svo dæmi séu nefnd eru Þýskaland, Belgía, ítalia, Alsír og Beir- út, lönd þar sem maður hefur farið til á vegum körfu boltans. Þá fór ég einnig með unglingalandsliðinu til Parísar ‘63 og það ár voru það einu landsliðssigrar ísl- endinga gerðir af okkar höndum, unnum Luxem- burg og Englendingaen töp uðum fyrir Frökkum og Sví- um. Einn minnistæðasti leikur sem pg hef stjórnað liði var þegar ég fór með 3. flokk að keppa og unnu mótherjar- nir sem ég man nú ekki hverjir voru, með 69 stigum gegn engu. Ég þekkti leik- mennina sama og ekkert og skipti inná alveg eins og bjáni og var dómarinn farinn að vorkenna okkur svo í lokin að við fengum 6 vitaskot til að skora úrásíð- ustu sekúndunum en samt sem áður tókst okkur ekki að skora úr neinu þeirra og því fór sem fór. Þá er og ein ógleymanleg stund sem mér er alltaf í fersku minni sem kom upp á íslandsmótinu 1960. í þá daga var alltaf siður að setja mótið með pomp og prakt og var það undir mér komið að flytja setningarræðuna. Því fannst mér það neyöar- leg stund þegar ég stundi því út úr mér:„Góðir leik- menn og kæri áhorfandii", en í þá daga var ÍR á toppnum og hreinlega steindrap alla aðsókn vegna þeirra yfirburða sem þeir höfðu. Já, það er af sem áður var og við Ijúkum þessu spjalli við Boga með þökk fyrir ógleymanlega stund og alla þá fróðleiksmola sem vissu- lega voru kærkomnir í garð okkar áhugasömu körfu- knattleiksunnenda. val.- Sl. föstudag opnaði ný bílasala að Fitjum í Njarðvík nefnsist hún Bilanes. Að sögn eigendanna verður lögð áhersla á að veita góða þjónustu. Á bílasölunni er mjög gott malbikaö sýning- arsvæði og einnig góð að- staða til þvottar. Á mynd- inni eru eigendur Bílaness þeir Gylfi Kristinsson tv., Páll Ketilsson og Kjartan Már Kjartansson. epj. NÁTTÚRUBÓT Hafnargötu 20 - Keflavfk - Sfml 3926

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.