Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.04.1984, Blaðsíða 24

Víkurfréttir - 05.04.1984, Blaðsíða 24
Fimmtudagur 5. apríl 1984 AFGREIÐSLA BLAÐSINS er aö Hafnargötu 32, II. hæö. - Siml 1717. SPARISJÓÐURINN Keflavík Síml 2800 NJarðvík Síml 3800 Garöi Síml 7100 Breytingarnar hjá Hraöfrystihúsi Keflavíkur hf.: „Algjör bylting og manneskjulegri vinnustaður“ - segir Eyjólfur Lárusson, yfirverkstjóri Eins og áður hefur komið fram hér í blaðinu hafa verið gerðar miklar breytingar á Hraðfrystihúsi Keflavikur hf. og er húsið nýkomið aft- ur í gang. Af þessu tilefni heimsótti blaðið fyrirtækið sl. föstudag og tokum við tali Eyjólf Larusson. yfir- verkstjóra. og Elinu Ingolfs- dóttur. sem ser um donus- skrámngar. |afnframt þvi sem húsið var skoðað undir leiðsögn Eyjoifs ,,Hér voru i rauninni á ferðinm byltingarkenndar breytingar, því að fyrst og fremst er húsið alveg nýtt innandyra," sagði Eyjólfur um breytingarnar. ,,Við mokuðum nánast öllu út sem fyrir var þar áður í sam- bandi við vinnslukerfið og búnað allan. Öll borð og vigtar eru horfin og í staðinn er komið nýtt vinnslukerfi meö tölvuvog- um og annarri hagræðingu. Jafnframt þessu var breytt um vinnslukerfi, áður bar hér svokallað fullvinnslu- kerfi, þannig að allt var gert á sama borðinu, þ.e. snyrt- ing, pökkun og frágangurá vörunni. Nú er þessu þann- ig skipt, að snyrting er sér og pökkun sér, og er það stórkostleg breyting út af fyrir sig. En samhliða þessu verður mikil hagræðing á vinnubrögðum, þannig að þetta kerfi er vinnuspar- andi. Þaö er færra fólk nú í aðstoðarstörfum og í kring- um þetta en áður, og því er vinnan nú mun léttari og því er þessi átakavinna sem var áður, t.d. varðandi burð á bökkum, úr sögunni. Gjörbreytir þetta vinnu- staönum þannig, að nú er allt miklu manneskjulegra en áður og því hlýtur þaðað vera miklu meira aðlaðandi fyrir fólkið að vinna. Þá er hagræðing meiri og því skil- ar þetta meiri arði en áður. Þá gefur þetta okkur meiri möguleika áaðfylgjast með Þingmaðurinn sló Karl Olsen yngri Sl. laugardag sýndi Árni Johnsen alþingismaður, á sér nokkuð aðra hlið en þingmanni sæmir, á sýn- ingu í Stýrimannaskólan- um í Reykjavík. Þar rauk hann á Karl Olsen yngri og sló hann í gólfið, eftir að hafa valið honum nokkur vel valin orð, að sögn DV sl. mánudag. Ásýningu þessa var þeim Olsen-feðgum og alnöfnum boðið, til þess að sýna sleþpiútbúnaðinn sem Vélsmiðja 01. Olsen hefur hafið framleiðsu á og er hannaður af Karli Olsen yngri. Árni Johnsen hefur verið mikill baráttumaður fyrir Sigmundsgálganum og í orði hefur hann ekki viljað viðurkenna Olsen-gálgann, en þó menn séu fastir á sinni skoðun má þó öllu of- gera og það ekki síður þegar háttvirtir alþingis- menn eiga í hlut. Þar sem erfitt var að fá nánari fregnir af þessum leiðinda atburði verður frekari umræða að bíða síðari tíma, en málið hefur verið kært til Rannsóknar- lögreglunnar. - epj. Ellert Eiriksson, formaður Þroskahjálpar á Suðurnesjum, þakkar fyrir sig. Ásdís Þorsteinsdóttir: ,,Já, ég spila í happ- drætti". LA._________________ Eyjólfur Lárusson, yfirverkstjóri vinnsluþáttunum og öllu sem er að gerast í vinnsl- unni Getum við nú fylgst með alveg frá því mötun hefst inn á flökunarvélarn- ar og meðan það gengur í Sparisjóðurinn afhendir gjafir gegnum vinnslurásina, og að lokum hvað skilast". Þá kom fram hjá Eyjólfi að nú væri þetta hús orðið tæknilegasta og fullkomn- asta frystihúsið á Suður- nesjum. Þá væru þeir með innvigtunarbúnað í mót- töku sem sparar tvö störf, sem er frumsmíð hér á landi hjá vélsmiðjunni Þór í Vest- mannaeyjum og er þetta fyrsta frystihúsið sem tekur upp slíkan útbúnað. Er útkoman því sú, að nú af- kastar frystihúsið meiru, með færra fólki, auk þess sem betur er hægt að fylgj- ast með vinnubrögðum og nýtingunni í húsinu. Þá er nú hægt að virkja fólkið betur inn í beina framleiðslu en áður, þegar ákveðinn fjölda þurfti í ýmis aðstoð- Framh. á 10. síðu Lára Gylfadóttir: ,,Nei, gerði það fyrir nokkrum árurn". Spurningin: Spilar þú í happdrætti? Ásdís Adólfsdóttir: ,,Já, það geri ég, en hef ekki fengið vinninga nú undanfarið". Jón H. Jónsson, stjórnarformaður Sparisjóðsins, afhendir stjórn Styrktarfélags aldraðra viðurkenninguna. Sl. mánudag fór fram at- höfn í húsakynnum Spari- sjóðsins í Keflavík, þar sem Þroskahjálþ á Suðurnesjum annars vegar og Styrktarfé- lagi aldraðra á Suðurnesj- um hins vegar voru afhent- ar gjafir þær, sem samþykkt var á aðalfundi sjóðsins nú fyrir skemmstu. Hlaut hvort félagið fyrir sig 250.000 kr. að gjöf. Viðstödd þessa athöfn var stjórn Sparisjóðsins ásamt sparisjóðsstjórum, og hluti stjórnar Styrktarfé- lags aldraðra ásamt for- manni og varaformanni Þroskahjálpar. Fyrir hönd Sparisjóðsins kom það í hlut formanns stjórnarinn- ar, Jóns H. Jónssonar, að afhenda gjöfina. Eru með- fylgjandi myndirfrá athöfn- inni. - epj. Kolbrún Þórarinsdóttir: ,,Nei, ég hef aldrei komið því í verk".

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.