Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.09.1984, Page 4

Víkurfréttir - 06.09.1984, Page 4
4 Fimmtudagur 6. september 1984 VÍKUR-fréttir OPIÐ alla daga frá kl. 11:30 - 21:00 og föstudaga og laugardagatil ^PUlSUVflGNINNp kl 4 e.m. VERIÐ VELKOMIN. Fasteignasalan Hafnargötu 27 - Keflavík KEFLAVÍK: Einbýlishús og raöhus: Einbýlishús við Aöalgötu, 4 herb. og eldhús, eng- ar skuldir .................................. 1.000.000 Viðlagasjóöshús við Elliðavelli, 126 ferm. m/hita- veitu ........................................ 2.100.000 Raðhús við Greniteig m/bílskúr, í mjög góðu ástandi ...................................... 2.550.000 Einbýlishús við Heiðarbakka, 138ferm.......... 2.750.000 Einbýlishús viö Kirkjuveg, nýstandsett ....... 1.600.000 Einbýlishús við Langholt m/bilskúr, vandað hús 3.500.000 Ibúöir: 5 herb. íbúð við Háaleiti, 160 ferm., m/60 ferm. bílskúr ...................................... 2.500.000 5 herb. íbúð við Austurgötu m/bílskúr ........ 1.600.000 5 herb. íbúð við Faxabraut (haeð og risj, losnar fljótlega .................................... 1.850.000 5 herb. e.h. við Hátún ásamt stórum bílskúr, laus strax ........................................ 1.850.000 3-4ra herb. íbúð við Hringbraut .............. 1.050.000 5 herb. sérhæð við Smáratún, glæsileg eign ., 2.500.000 5 herb. íbúð við Suðurgötu (hæð og ris) ...... 2.000.000 5 herb. íbúð við Suðurgötu m/bílskúr ......... 1.650.000 4ra herb. ibúð við Austurbraut m/bílskúr, laus strax ........................................ 1.600.000 4ra herb. ibúö viö Kirkjuveg, 140 ferm........ 1.650.000 3ja herb. ibúð við Heiðarhvamm, glæsileg ibúð, fullgerð ..................................... 1.500.000 3ja herb. íbúö viö Hringbraut, ný standsett ... 1.250.000 3ja herb. íbúð við Kirkjuveg ................... 850.000 3ja herb. íbúð viö Sunnubraut, igóðu ástandi, ser inngangur .................................... 1.400.000 Fastelgnir i smíöum: 3ja herb. íbúö viö Heiðarholt, tilb. undir tréverk, aðeins ein íbúð óseld (seljandi: Húsagerðin hf.) 1.060.000 Glæsilegt einbýlishús við Háteig m/bílskúr, 210 ferm. Skipti á ódýrari fasteign koma til greina 3.100.000 Parhús og raöhús við Heiðarholt og Norður- velli .......................... 1.580.000-1.810.000 NJARÐVÍK: Einbýlishús við Borgarveg ásamt stórum bílskúr 2.400.000 Einbýlishús viö Holtsgötu m/bílskúr, 198ferm. 3.000.000 SANDGERÐI: Fiskverkunarhús við Strandgötu (stálgrindahús) 2.800.000 Höfum til sölu einbýlishús og raðhús við Ása- braut, Hjallagötu, Suðurgötu og Vallargötu. Nán- ari upplýsingar á skrifstofunni. GARÐUR: Höfum ásöluskráúrval af einbýlishúsum m.a. við Einholt, Garöbraut, Heiðarbraut, Rafnkelsstaða- veg, Sunnubraut, Urðarbraut og víðar. Nánari upplýsingar gefnar á skrifstofunni. GRINDAVÍK: Einbýlishús við Baðsvelli með bílskúr .... 2.100.000 Einbýlishús við Heiðarhraun m/bílskúr, vönduð eign ..................................... 2.700.000 2ja og 3ja herb. íbúðir i smíðum við Heiðar- hraun .......................... 985.000 - 1.150.000 Kirkjuteigur 15, Keflavik: Hús 180 m2, 6 herb. og eld- hús. 2.500.000. Faxabraut 62, Keflavik: Hús 162 m2, bílskúr 33 m2., 6 herb. og eldhús. 2.900.000. FASTEIGNASALAN Hafnargötu 27 - Keflavík - Sími 1420 Tjarnarsel: Mikið um skemmdarverk á leiktækjum - meðan lokað er þ.e. á kvöldin og um helgar Hóll þessi hefur þegar verið skemmdur mikið. Þessi leikgrind hefur oft fengið að finna fyrir skemmdar- vörgunum. Að undanförnu hefur borið mikið á skemmdar- verkum á hinum ýmsu leik- tækjum við Tjarnarsel. Er blaðamaður kom við þar dag einn fyrir stuttu, blasti við honum niðursagað. mark og fleiri skemmdir. ( viðræðum við forstöðu- konu og aðra starfsmenn kom fram, að í vor hefði verið sett upp mark fyrir krakkana, en er starfsfólkið var í sumarfríi frá þvi íjúlí og fram I ágúst, var netið í markinu skorið í sundur og markstengurnar, sem eru úr járni, sagaðar í sundur. Meðan á sumarfríinu stóð var settur upp hóll bæði fyrir krakkana til að leika sér á snjóþotum í tur og leika sér á. Er hann nú allur sundurgrafinn og tættur, því þar hafa eldri krakkar verið á hjólum um helgar. Þá er þarna leikgrind með neti, sem krakkarnir geta klifrað í, þar hefur netið oft verið skorið, síðan var brot- ist inn í leiktækjaskúrinn, brotinn þar gluggi og skúrinn skilinn eftir í rúUog ýmsum leiktækjum stolið, s.s. barna-payloderum. Sögðu konurnar sem þarna starfa, að algengt væri að krakkar um og yfir fermingu væru þarna á kvöldin og um helgar, og mætti jafnvel koma að þeim 10-20 mínútum eftir að lokað er á kvöldin. Þó hliöunum hefði verið lokað með lásum væri oft búið að brjóta þá upp að kvöldi. Hafa mál farið mikið á verri veg nú síðla sumars og er alltaf eitthvað skemmt. ( mörg ár hafa litlir krakk- ar komið þarna inn um helgar til að leika sér, en nú virðist svo vera sem þau þori ekki inn fyrir þeim eldri, sem skemma meira og minna í hvert skipti. Er slæmt til þess að vita að svona staðir skuli ekki geta fengið að vera í friði fyrir þessum skemmdarvörgum. epj. Nýtt fyrirtæki: Öryggisþjónustan GÆSLAN Forráðamenn Öryggisþjónustunnar, þeir bræður Sigur- jón (t.v.) og Jóhann Mariussynir. Nú fyrir skömmu var stofnað nýtt fyrirtæki í Keflavík. Heitir það Örygg- isþjónustan Gæslan. Eig- endur fyrirtækisins eru þeir bræður Sigurjón og Guðni Jóhann Maríussynir. Fyrirtæki þetta er hiö fyrsta sinnar tegundar hér á svæðinu, en sams konar fyrirtæki eru starfandi ann- ars staðar á landinu. í stuttu spjalli við blaðið sögðu þeir bræður að megin tilgang- urinn með fyrirtækinu væri vöktun fyrirtækja, svo kom- ast mætti hjá innbrotum, vatnsskemmdum, eldsvoð- um o.þ.h. Gæsla fyrirtækjanna fer þannig fram, að vaktmenn keyra fram hjá fyrirtækjun- um með talstöðvar, og ef eitthvað er ekki eins og það á að vera, er lögreglan kvödd á staðinn. Vaktmenn athuga alla glugga og hurð- ir, en fara auk þess inn í fyrirtækin, sé þess óskað. Vinnutími starfsmanna er á þeim tíma eftir að fyrir- tækin loka, og er komið við á hverjum stað fimm til tíu sinnum hverja nótt. Af öryggisástæðum er aldrei komið við á fyrirfram ákveðnum tímum, heldur er sá tími breytilegur. Þegar hafa nokkur fyrirtæki nýtt sér þessa þjónustu þeirra bræðra, og vonast þeir til að fleiri bætist í hópinn. - gæi.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.