Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.09.1984, Side 5

Víkurfréttir - 06.09.1984, Side 5
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 6. september 1984 5 NESBÓK - Ný ritfanga- og bókaverslun í Keflavík NESBÓK er nafn á nýrri ritfanga- og bókaverslun, sem hefur opnað að Hafn- argötu 54, þar sem Ritval var áður til húsa. Er versl- unin í eigu hjónanna Eygló- ar Þorsteinsdóttur og Geirs Reynissonar, en á boðstól- um verða öll almenn ritföng, skólavörur og von bráðará verslunin von á bóksölu- leyfi. Fengu þau Guðrúnu Guðmundsdóttur innan- hússarkitekt, til að hanna nýjar innréttingar í búðina og sá Elli Jóns um smíði á þeim. Er verslunin mjög björt og vistleg á eftir. Sagð- ist Eygló vera bjartsýn á framtíðina, því verð á rit- föngum væri mjög hagstætt þessa stundina og þóksala ætti eflaust eftir að aukast á ný. - epj. Gólfslípun - Steypuvinna Tökum aö okkur að leggja steypu og gólf- slípun. Önnumst alla undirbúningsvinnu. - Föst tilboð. - GÓLFSLÍPUN SF., sími 3708 og 1945 Einar Torfi Eygló Þorsteinsdóttir með þær Huldu Geirsdóttur á hægri hönd, og Hildi Hákonardóttur á vinstri hönd, i Nesbók. Skrifborðs- lampar Mikið úrval. R.Ó. RAFBÚÐ Hafnargötu 44 - Keflavik Simi 3337 Bygginganefnd Njarðvíkur: Ramma úthlutað lóð við Reykjanesbraut - og Coax-kerfi fær leyfi tii byggingar stjórnstöðvar Á fundi bygginga- nefndar Njarðvíkur 30. ág. sl., var tekin fyrir umsókn Ramma hf. um lóð fyrir verksmiðjuhús við Reykja- nesbraut í Innri-Njarðvík. Samþykkti bygginganefnd fyrir sitt leyti að Ramma hf. verði gefinn kostur á þess- um stað og bendir á að verði úthlutun til Ramma hf. sam- þykkt, verði nú þegar að hefjast handa við hönnun svæðisins á grundvelli skipulagstillögu frá 1976 og framkvæmdaundirbún- ing. 1-X-2 1-x-2 „Ég hef fengið engan réttan“ „Tippari" þriöju umferöarer Björn G. Ólafsson, útgeröar- tæknir og bilabraskari. Björn er alvanur getraunamaður og spilar meira að segja lika í happdrætti. Hvað varðar enska boltann sagði Björn: „Ég er gamall Leeds-ari, en eftir að þeir féllu í 2. deild þá hefur Arsenal komið í staðinn. Ég tippaði mikið í fyrra en þetta er fyrsti seðillinn í ár“. Hvað veldur? „Ja, maður er þara að sjá línurnar skýrast í þessu áður en maður fer i gang“. Um það hverjir myndu verma toppsætið í deildinni sagði Björn að það væri enginn vafi á því að „liðið með stóru nöfnin", Arsenal, yrði það. „Það er kominn tími á þá“, sagði Björn. „Man. Utd. verður í öðru og Liverpool í þriðja, þósvo að þeir hafi gert jafntefli á móti KR þá er það enginn mæli- kvarði". Á seðilinn notar Björn Kerfið 6-3-3, sem hann segir pott- þétt kerfi sem gefi allt að 11 rétta, en geti þó skeikað tveimur til eða frá. Björn er einn þeirra fjölmörgu sem unnið hafa til verðlauna, hann hefurtvisvarfengið 11 rétta. Hann tilheyrir aftur á móti einnig öðrum hópi, þeim sem hafafengiðengan réttan. Skyldu engin verðlaun vera fyrir það? Spá Björns: Leikir 8. sept.: Arsenal - Liverpool .. Everton - Coventry .. Leicester - Ipswich .. Luton - Southampton Man. Utd. - Newcastle Norwich - Stoke .... Q.P.R. - Nott. For. .. Sheff Wedn. - Tottenh Sunderland W.B.A. .. West Ham - Watford Cardiff - Brighton ... Carlisle - Manch. City STEINAR STENDUR VIÐ SITT enda ekki þekktur fyrir annað. Hann sagðist hafa þetta 4-8 rétta og hafði 6. Það þýðir helmingur réttur og helmingur vitlaus. Þessi árangur gæti jafnvel fleytt Steinari i úrslitakeppnina, en siöasta tímabil nægöi sexiö í hana. 1-X-2 1-X-2 Á sama fundi var tekin fyrir umsókn frá Coax-kerfi hf., um leyfi til byggingar stjórnstöðvar fyrir kapal- kerfi. Voru teikningar sam- þykktar með fyrirvara um sampykki eldvarnaeftirlits. epj. Prjónakonur Kaupum nú aftur lopapeysur, heilar, í extra large, svartar og gráar. Hnepptar herrapeysur í small, alla liti. Medium gráar og mórauöar, extra large, alla liti. Hnepptar dömupeysur: Medium svartar og gráar, large alla liti. Móttaka aö Iðavöllum 14b, Keflavík, eropin miðvikudagana 12. og 26. sept. n.k. frá kl. 10-12. mm [SLENZKUR MARKADUR HF. usmmi

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.