Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.09.1984, Síða 9

Víkurfréttir - 06.09.1984, Síða 9
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 6. september 1984 9 Jafnréttisráð tók ekki afstöðu - varðandi ráðningu í stöðu skólastjóra við Tónlistarskóla Njarðvíkur ( vor sem leið kom upp mikið deiluefni varðandi ráðningu skólastjóra við Tónlistarskóla Njarðvíkur og var úr mikill blaðamat- ur. Deilt var um hvort það væri brot á jafnréttislögum að ganga framhjá Gróu Hreinsdóttur, er Haraldur Á. Haraldsson var ráðinn. Vísaði Gróa málinu til jafn- réttisráðs. Nú hefur komið úrskurður frá ráðinu og þar kemur fram að það hafi fengið i hendur umsóknir Gróu Hreinsdótturog HaraldarÁ. Haraldssonar ásamt fylgi- skjölum. Samkvæmt þeim upplýsingum er menntun Kinnaberg - Ný hafbeitarstöð í Hafnahreppi Stofnað hefur verið nýtt hlutafélag í Hafnahreppi með þeim tilgangi að koma upp eldi og hafbeit hvers konar nytjadýra er lifa I sjó eða vatni, fóðurframleiðslu, líf- efnaiðnaði og úrvinnslu af- urða og sölu þeirra. Stofnendur eru 15 einstakl- ingar víða að af landinu svo og 4 fyrirtæki í Njarðvík, Höfnum og Hafnarfirði. Stjórnarformaður er Svav- arSkúlason I Njarðvík. - epj. Njarðvíkurbær kaupir land í Innri-Njarðvík [ sumar hefur bæjarstjóri Njarðvíkur átt I viðræðum f.h. Njarðvíkurbæjar við eig- endur Stapakots í Innri- Njarðvík um kaup á spildum úr landi jarðarinnar. Og hafa kaupsamningar nú verið undirritaðir. - epj. Næsta blaö kemur út . 13. september. NORRÆNA SUNDKEPPNIN 1984 Hefurðu synt 200 metrana? og starfsreynsla umsækj- enda svo svipuð, að jafn- réttisráð treystir sér ekki til að gera upp á milli umsækj- enda um stöðuna. Síðan segir: „Jafnréttis- ráð getur þ.a.l. ekki tekið af- stöðu til hvort um brot á lögum nr. 78/1976 um jafnrétti kvenna og karla sé að ræða í þessu tilfelli". epj. Matareitrun hjá ÍAV Aðafaranótt sl. föstudags og á föstudagsmorgun fór að bera á því hjá þó nokkr- um fjölda starfsmanna ís- lenskra Aðalverktaka sf., að þeir væru með einkenni af matareitrun. Var hér um að ræða starfsmenn sem borð- að höfðu mat frá mötuneyti fyrirtækisins að kvöldi fimmtudags, og virðist svo af viðtölum við starfsmenn, að þeir sem fengu þetta hafi borðað svokallaðar belgja- baunir, en þeir sem létu það ógert sluppu við öll ein- kenni. Var hér um að ræða starfsmenn sem starfa í mal- bikunar- og múraraflokk- um, ásamt starfsmönnum er starfa við Flugskýlin og úti í Helguvík, svo dæmi séu tekin. Höfðu sumir þeirra samband við lækni til að fá ráðleggingar. Hins vegar var enginn sem hafði samband við heilbrigðisfulltrúa Suður- nesja og vissi hann þviel.k- ert af þessu þegar blaðið hafði samband við hann sl. mánudag. Er því óvíst að tekin hafi verið sýni af matn- um til að ganga úr skugga um skaðvaldinn. - epj. Byggingaval: Timbur 26% ódýrara en í Reykjavík I nýlegri könnun Verð- lagsstofnunar, sem náði yfir byggingavöruverslanir á Stór-Reykjavíkursvæðinu og Suðurnesjum, kom fram að verð var æði mismun- andi á byggingavörum, en ódýrastar voru þær hjá Byggingaval í Keflavík. Frá þessu er greint í Morgun- blaðinu 28. ágúst sl. Sama blað hefur það einnig eftir Sigurði Eiríks- syni hjá Byggingaval, að mótatimbur væri alltað26% ódýrara en annars staðar á svæðinu og spónaplötur væru allt að 18% ódýrari. Væri ástæðan sú að vör- urnar væru keyptar frá Portúgal, en í flestum tilfell- um væru þessar vörur keyptar frá Sovétríkjunum eða Svíþjóð. Þá kom einnig fram í sama blaði að þeir hefðu á boðstólum innihurðir, einnig ódýrari en aðrir, sem þannig eru úr garði gerðar, að aðeins hálfa klukku- stund tekur að setja þær upp, og fylgir allt sem til- heyrir. - epj. Fjölbreytt úrval bifreiða á skrá og á staðnum. BÍLASALA BRYNLEIFS Vatnsnesvegi 29a - Keflavik - Sími 1081 Sjóefnavinnslan hf. - Hlutafjárútboð Sjóefnavinnslan hf. auglýsirhérmeð hluta- fjárútboð að nafnverði kr. 15 milljónir með útboðsgengi 2,47. Hluthafar hafa forkaupsrétt að öllum aukn- ingarhlutum í hlutfalli við hlutafjáreign sína til 31. október 1984. Eftir þann tíma eru kaup hlutabréta heimil öllum innlendum aðilum, en útboðið stendur til 28. febrúar 1985. Nánari upplýsingar og gögn eru til staðará skrifstofu félagsins, Vatnsnesvegi 14, Keflavík, sími 92-3885. Stjórn Sjóefnavinnslunnar hf. Krakkaólæti og rúðubrot við Hafnargötu Eitthvað virðist góða veðr- ið hafa hlaupið illa I þá krakka sem voru með ólæti á Hafnargötunni um kl. 2 að- faranótt sl. föstudags. Brutu þeir rúður I Kaupfélaginu, Hafnargötu 30 og í Stapafelli. Auk þess sem nokkur órói var I krökkum og unglingum þarna, og þurfti að taka einn ungling úr umferð. - epj. Keflvíkingar Suðurnesjamenn Við höfum bæjarins mesta úrval af INNANHÚSSKÓM Einnig mikið úrval af stuttbuxum, bolum og sokkum fyrir leikfimi og innanhússæfingar. Sími 2006 Hringbraut 92 - Keflavik

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.