Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.09.1984, Page 10

Víkurfréttir - 06.09.1984, Page 10
10 Fimmtudagur 6. september 1984 VÍKUR-fréttir Reynir Ölversson sækir um vínveitingaieyfi Reynir ölversson hefur sótt um vínveitingaleyfi fyrir hús það sem hann er að reisa við Grófina í Keflavík, eða nánar tiltekið á horni Grófar- innar og vegarins út á Berg. Er umsóknin nú til umfjöll- unarhjá Keflavíkurbæ. - epj. Slökkvitækja- þjónusta Suðurnesja Kolsýruhleðsla - Dufthleðsla Viðhald og viðgerðir á flestum tegundum slökkvitækja Reykskynjarar - Rafhlöður Brunaslöngur - Slökkvitæki Uppsetning ef óskað er. Viðurkennd eftirlitsþjónusta handslökkvitækja í bátum og skipum. Slökkvitækjaþjónusta Suðurnesja Háaleiti 33 - keflavik - Sími 2322 Laus staða Karlmaður óskast við Sundhöll, Keflavíkur. Upplýsingar um starfið gefur sundhallar- stjóri. Umsóknum séskilaðtil undirritaðsfyrir15. september n.k. Bæjarstjórinn í Keflavík Lausar stöður Lausar eru til umsóknar nokkrar stöður lögregluþjóna við embætti bæjarfógetans í Keflavík, Njarðvík, og sýslumannsins í Gullbringusýslu. Umsóknarfrestur er til 16. sept. n.k. Umsóknareyðublöð fást hjá yfirlögreglu- þjóni, sem veitir allar nánari upplýsingar um starfið. Bæjarfógetinn í Keflavík og Njarðvík Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu Jón Eysteinsson Hér á Suðurnesjum er umferðarmenning á hálf- gerðu fornaldarstigi. Sést þetta best á því hvernig ökumenn leggja bifreiðum sinum. Er það oftalveg með ólíkindum hvað ökumenn eru tillitslausir í þessum efnum, eins og sést á mynd- um þeim sem fylgja grein þessari og voru teknar í Keflavík fyrir skömmu. í umferðarlögum eru skýr ákvæði, sem ætluð eru til að greiða fyrir umferð og koma í veg fyrir að slysagildrur myndist, en þrátt fyrir það virðast menn oft á tíðum eiga erfitt með að laða sig að lögunum og því birtum við nú það helsta ásamt um- ræddum myndum. Samkvæmt 51. gr. um- ferðarlaga má ekki stöðva né leggja ökutæki þannig, að það geti valdið hættu fyrir aðraeða ónauðsynleg- um óþægindum fyrir um- ferð. Leggja ber ökutæki utan vegar, ef aðstæður leyfa, en annars við brún akbrautar og samhliða henni, nema annað sé sér- staklega ákveðið. ( þéttbýli má eingöngu stöðva eða leggja ökutæki á vegi við hægri brún ak- brautar. í þessari grein er upptalning í 12 liðum, þar sem tekið er sérstaklega á þeim stöðum þar sem bannað er að stöðva eða leggja ökutæki. En hvað sýna myndirnar? - epj. • i Vatnstankurinn í Keflavík: Bæjarstjóri frestaði útboðinu Þegar Ijóst var að ágrein- ingur var uppi um það, hvort nauðsynlegt væri að ein- angra vatnstank þann sem boðinn hefur verið út fyrir hönd Keflavíkurbæjar og greint var frá í síðasta blaði, tók bæjarstjórinn í Keflavík, Steinþór Júlíusson, þá ákvörðun að fresta útþoði fram yfir 11. sept. n.k. Hafði ákvörðun þessi verið tekin áður en blaðið kom út, þó svo að við höfðum ekki vitneskju um það áður en það blað fór í prentun. Á þessum tíma verður farið ofan í málið og það kannað, til hlítar, áður en ákvörðun verður tekin um það hvort tankurinn verður byggður með þessum hætti eða ekki. epj. ATVINNA - ATVINNA - ATVINNA Okkur bráövantar fólk til frystihússstarfa. Vinnutími getur veriö mjög sveigjanlegur og eftir samkomulagi. Upplýsingar gefur verkstjóri. BALDUR HF. Hrannargötu 4 - Keflavík - Sími 1736 Svona má ekki Þrátt fyrir næg bifreiöastæöi er bifreiö lagt upp á gangstétt. Þrátt fyrir greinilega merkta akrein fyrir bifreiöir sem eiga að aka til hægri, leggja menn bifreiöum sinum á akreinina og láta þær standa þar timunum saman. Malbikun og mikið ryk Eins og eflaust mörgum er kunnugt stóðu yfir í síð- ustu viku malbikunarfram- kvæmdir við Reykjanes- brautina. Var það í sjálfu sér gott framtak hjá Vegagerð- inni, en tfmabært þó. Á meðan framkvæmdir þessar stóðu yfir varð að beina umferð um brautina annað. Þar á meðal í gegn- um Innri-Njarðvík. Þar er eins og flestir vitaeinnaf fá- um ómalbikuðum vegarköfl um hérna á svæðinu. Þar af leiðandi rykast mikið upp á veginum þegar þurrt er i veðri. Vegna þess höfðu margir íbúar sem búa við veginn, samband við blaðið og kvörtuðu undan mikilli um- ferð og gífurlegu ryki. Sagði einn ibúanna a'ð sama væri hversu þrálátlega væri beðið um vökvun á vegin- um, þá væri það aldrei, eða alltof sjaldan gert. Annar íbúi sagði að það væri fullt starf fyrir einn mann að þurrka rykið úr gluggum húsanna. Höfðu þeireinnig á orði að á undanförnum 5 árum hefði alltaf staðið til að malbika þennan kafla, en aldrei orðið af því. Þess má að lokum geta að umferð um vegarspotta þennan er stöðug, og fara til dæmis allir áætlunarbílar SBK þarna um oftsinnis dag hvern. gæi Meðan malbikun Reykjanesbrautar stóð yfir var mikil um- ferö um gamla Keflavikurveginn ofan Seyluhverfis i Innri- Njarövik.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.