Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.09.1984, Page 11

Víkurfréttir - 06.09.1984, Page 11
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 6. september 1984 11 leggja ökutæki Þarna hefur vöruflutningabifreið verið lagt upp á gangstétt og lokað henni algerlega. Hvers á t.d. kona með barna- vagn að gjalda, að þurfa að fara út á mestu umferðargötu bæjarins, til að komast leiðar sinnar? Þarna er bifreiðum lagt þannig, að torvelt er fyrir ökumann vöruflutningabifreiðar að komast leiðar sinnar. Bláa lónið: Skorað á Hitaveituna að koma upp baðaðstöðu Á fundi stjórnar Sam- bands sveitarfélaga á Suð- urnesjumvar fyrir nokkru rædd baðaðstaða við Bláa lónið og kom fram að menn telja hagsmunaaðila ekki hafa sýnt þessu máli nægi- legan áhuga að svo komnu máli. Samþykkti stjórn SSS að skora á stjórn Hitaveitu Suð- urnesja að hún hafi forgöngu um að koma nú þegar upp viðunandi baðaðstöðu og eft- irliti við Bláa lónið. - opj. Verður nafni Sjúkrahússins breytt? Á aðalfundi Sjúkrahúss- ins sem haldinn var nýlega, benti Áki Granz á að tímabært væri að skipta um nafn á Sjúkrahúsi Keflavíkur- læknishéraðs og Heilsu- gæslustöð Suðurnesja og gefa þeim eitt nafn. Áður hef- ur Kristján Sigurðsson flutt tillögu um nafnbreytingu á Sjúkrahúsinu, þ.e. að það verði nefnt Sjúkrahús Suður- neja, og þannig tengt Suður- nesjum eins og heilsugæsl- an. - epj. Enn brotist inn í Bókasafnið Sl. fimmtudag var brotist inn í Bókasafn Keflavíkur við Mánagötu. Er þetta annað innbrotið á sama stað á einni viku. Var eins og í því fyrra litlu stolið, enda er þarna lítið sem ekkert að hafa. - epj. Kreditkortin verða áfram í sérverslunum Kaupfélagsins Sú missögn var í síðasta tbl. varðandi uppsögn fjög- urra stórverlslana á notkun kreditkorta, að sagt var að Kaupfélag Suðurnesja myndi hætta móttöku þeirra í öllum sínum verslunum. Uppsögn þessi gildir aðeins í matvöru- verslunum félagsins. Sér- verslanir félagsins munu áfram taka á móti kredit- kortum, s.s. Járn & Skip, vefnaðarvöruverslunin og Vinnufatabúðin. Kortin munu þó ekki gilda í Samkaup þó verið sé að að kaupa sérvör- ur, þar sem sú verslun fylgir sömu reglum og aðrir stór- markaðir. - epj. Skrifstofustarf Óskum að ráða starfsmann til almennra skrifstofustarfa. Skriflegar umsóknir send- ist undirrituðum fyrir 14, september n.k. Lögmenn Garðar Garðarsson Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Pósthólf 16, Hafnargötu 31, Keflavík Sími 1733 - 1723 Tónlistarskóli Keflavíkur Skemmdir á sumarhúsi á Ströndinni I síðustu viku voru unnar skemmdir á sumarhúsi inni á Vatnsleysuströnd. Var rúða brotin, grindverk skemmt, blóm og kartöflugrös rifin upp. Er málið upplýst og eru skaðvaldarnir taldir vera 4 piltar. - epj. Innritun fer fram í allar deildir skólans á mánudögum, miðvikudögum og föstudög- um milli kl. 14.30 og 17. Vegna takmörkunar á fjölda nemenda er nauðsynlegt að þeir nemendur sem sóttu um skólavist í vor staðfesti umsóknir sínar og gangi frá greiðslufyrirkomulagi skóla- gjalds. Skólasetning verður föstudaginn 14. sept. n.k. kl. 17.30. Skólastjóri KERASTASE-línan er komin

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.