Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.09.1984, Page 15

Víkurfréttir - 06.09.1984, Page 15
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 6. september 1984 15 Video-Bubbi - Video-Bubbi: Er JR kominn í spilið? Nú virðist sem nýr fram- haldsgreinaflokkur sé að hefja göngu sína hér á síð- um Víkur-frétta. Mér varð það á í næst síðasta blaði að varpa þvi fram, að í stað samkeppni þá ríkti sam- trygging hjá videoleigunum hér í Keflavík. ( þessum greinarstúf mínum lagði ég fram nokkrar spurningar og fór þess einnig á leit við videoleigu-eigendur, að þeir kæmu sér saman um svar við þeim. Ekki varð mér að ósk minni, þvi ekki kom sameiginlegt svar, þeirvirð- ast ekki hafa bein samráð um neitt nema verðlagn- inguna. Ég taldi mig hafa skrifað mjög málefnalega og taldi því víst að ég fengi málefnalegt svar, en svo var ekki. Þess í stað fékk ég persónulegt skitkast og fyrirtæki mitt og börn dreg- in inn í málið. VIDEO-BUBBI SVARAR í svari Bubba kemur það fram, að videoleigu-eigend- ur hafi komið sér saman um að samkeppni þeirra eigi ekki að koma fram í verð- lagningu, heldureingöngu í myndaúrvali, og ef það er ekki samtrygging, þá er hún ekki til. Þá kemur Bubbi aðeins inn á Grágás, en hvað hún kemur verðlagningu á videospólum við, veit ég ekki og mun því ekki ræða það nánar. VIDEO-BUBBI OG MYNDBANDAKERFIN Video-Bubbi minnist lítil- lega á myndbandakerfin í sinni grein, en eins og flest- um er kunnugt, sem horfa á video, þá er texti fremst á flestum ef ekki öllum video- spólum, sem bannarað þær séu sýndar í myndbanda- kerfum. Þetta sýnir það vel að hann horfir ekki mikið á þær spólur sem hann er að leigja. Bágt á ég með að trúa þvi að Video-Bubbi sé að játa að hann leigi spólur til myndbandakerfa og játi þannig lögbrot á opinber- um vettvangi. UM LÉLEGAR OG GÓÐAR MYNDIR Video-Bubbi minnistáað það sé misjafnt hvað mönnum finnist gott og lélegt, og er það rétt, því hugtökin „gott“ og „lélegt" eru víst nokkuð teygjanleg, en engu að síður held ég að Bubbi sé sammála mér í því að þær myndir sém hér eru á leigunum séu misgóðar. Nýjung í hársnyrtivörum Hárgreiðslustofa Helgu og Þel-hárhús hafa nú tekið upp nýjungar í hársnyrti- vörum. Vörur þessar heita Kerastase og eru frá L'ORÉAL í Paris. Hafa þær reynst mjög vel erlendis, eins í Reykjavík þar sem þær hafa verið á boðstólun- um í 1 ár. Þetta er því glaðningur fyrir Suðurnesjamenn, því vörurnar bjóða upp á margt sem ekki hefur verið fáan- legt fyrr. Auk sjampó-teg- unda fyrir allar tegundir hárs, gefa KERASTASE vörurnar möguleika á ná- kvæmari meðhöndlun hárs- ins eftir gerðinni sjálfri. Má m.a. nefna djúpnæringar- kúr, meðferð til að losna við flösu og þurrk í hársverði, sjámpó fyrir þunnt og líf- Ný stjórn Sjúkrahússins 1. ágúst sl. tók ný stjórn við rekstri Sjúkrahússins, en rekstur þess hefur verið sam- einaður rekstri Heilsugæslu- stöðvarinnar. Skiptir stjórn- in þannig með sér verkum: Ingólfur Falsson, Keflavík, formaður; Jón K. Ölafsson, Sandgerði, varaformaður; Sigurður Ingvarsson, Garði, ritari; Elísa B. Magnúsdóttir, fulltrúi starfsfólks á Sjúkra- húsinu, og Þórunn Brynjólfs- dóttir, fulltrúi starfsfólks á Heilsugæslustöðinni, með- stjórnendur. - epj. laust hár þannig að hárið virðist fyrirferðarmeira og líflegra, meðferð við hárlosi og hármaski sem hefur svipuð áhrif á hárið og húð- maski hefur á hörundið. Hárgreiðslustofa Helgu og Þel-hárhús bjóða alla Suðurnesjamenn velkomna og gefa að sjálfsögðu allar nánari upplýsingar um KERASTASE. Fréttatilkynning DALLAS!!! Video-Bubbi klingir út með þvi að ég eigi að fara upp á Torg og fá mér 45 min. Dallas-spólu á 100 kr., og þar virðist hann vera kominn að kjarna málsins. Rök Video-Bubba & Co. fyrir þessari síðustu hækk- un virðast einfaldlega vera þau, að fyrst fólk er tilbúið að greiða 100 kr. fyrir 45 mín. Dallas-spólu, þá sé það ekki of gott til að greiða 100 kr. fyrir Bubba-spólur. Nú bíður maður bara spenntur eftir því að Video- Bubbi & Co. heyri sögu um mann sem er tilbúinn að borga 200 kr. fyrir einhverja spólu, þá veit maður að þeir samkeppnisaðilar verða ekki lengi að koma til móts við þarfir fólksins fyrir hærri leigu, og slái til og hækki. Já, það er ekki einleikið með hann JR, það er sama hvar hann birtist, alls staðar vandræði í kjölfarið. LOKAORÐ (f bili???) Ekki hef ég nokkra löng- un til að blanda fjölskyldu Video-Bubba í þessi skrif, en ef hann langar að skrif- ast á við börn mín, þá heita þau Þórdís, Vikar, Birta og Arnar. Kveðja. Sig. R. Vik. Tækni- teiknarar Starf tækniteiknara á Tæknideild Keflavík- urbæjar er laust til umsóknar. Umsóknum skal skilaö til bæjarritara, Hafnargötu 12, eigi síðar en 10. sept. n.k. Bæjartæknifræðingur HÁRGREIÐSLUSTOFAN Vr j ^ LILJA BRAGA HAFNARGÖTU 34 - KEFLAVÍK Öll almenn hársnyrting. OPIÐ mánud.-föstud. kl. 9 - 17. Opið í hádeginu og á laugardögum. TÍMAPANTANIR í SÍMA 4585. SUÐURNESJAMENN! Smíðum innréttingar í eldhús, böð og svefnherbergi. - Smíðum einnig sólbekki, útihurðir og margt fleira. - Önnumst alls konar byggingaframkvæmdir og viðgerðir. - Seljum saum og allt til glerísetningar. Höfum umboð fyrir GLERBORG. Teiknum. - Gerum tilboð - Verið velkomin. HÚSABYGGING HF. TRÉSMIÐJA - SÍMI 7140 ERUM FLUTTIR AÐ IÐNGÖRÐUM 9, GARÐI Líkamsþjálfun - Leikfimi - Jassballet NJARÐVÍK: Nýtt leikfiminámskeiö hefst 11. september i fþróttahúsi Njarövíkur. Morguntímar - Dagtímar - Kvöldtímar - Tvisvar í viku. Styrkjandi og liðkandi æfingar fyrir dömur á öllum aldri. - Byrjendur og framhaldsflokkar. - Topp aðstaða. - Topp kennsla. „Lausir" tímar fyrir vaktavinnufólk. KEFLAVÍK. Nýtt leikfiminámskeið hefst 17. september í Barnaskóla Keflavikur. Kvöldtímar tvisvar í viku. - Leikfimi fyrir dömur á öllum aldri. Byrjendaflokkar. - Rólegar æfingar við allra hæfi. Framhaldsflokkar. Strangir tímar. Drifðu þig í fjörið, þú finnur flokk við þitt hæfi. Upplýsingar og innritun i sima 6062. JASSBALLETT í íþróttahúsi Njarövíkur 12 vikna námskeið fyrirdömurog herra, 13ára og eldri.Tímartvisvar í viku. Góð aðstaða með speglum. Kennsla hefst 11. september. Innritun í sima 6062. Birna Magnúsdóttir

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.