Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.09.1984, Page 16

Víkurfréttir - 06.09.1984, Page 16
16 Fimmtudagur 6. september 1984 VÍKUR-fréttir 4000 eintök vikulega. mun Frá Tónlistarskóla Sandgerðis Innritun ferfram áskrifstofu Miöneshrepps Tjarnargötu 4, daglega til 7. september. 300 kr. staðfestingargjald greiðist við inn- ritun. Þeir sem enn eiga ógreidd skólagjöld frá síðasta vetri, vinsamlega greiði þau nú þegar. Skólastjóri Tónlistarnám stuðlarað stundvísi og löghlýðni Tónlistarskóli Njarðvíkur Innritun í allar deildir skólans fer fram dag- ana 10., 11. og 12. september n.k. frá kl. 14-18, að Þórustíg 7, Njarðvík. Þeir nemendur Fjölbrautaskóla Suður- nesja, sem hyggjast stunda nám í Tónlist- arskóla Njarðvíkur, afhendi stundatöflu. Skólastjóri Hjá Grikkjum til forna var tónlist talin menntandi og göfgandi, og nauösynleg hugarþjálfun öllu mennt- uðu fólki. 27. starfsárTónlistarskól- ans í Keflavík er aö hefjast. Setningarathöfnin fer fram i skólanum föstudag- inn 14. september n.k. og hefst kl. 17.30, þar sem væntanlegir nemendur eru beðnir að mæta og hafa stundaskrár annarra skóla með sér. Á Islandi eru starfandi um 60 tónlistarskólar með rúm- lega 8000 nemendum. Þetta eru merkilegar tölur í ekki stærra landi og benda þær ótvírætt til þess að almenn- ur áhugi á tónlistarnámi sé mikill og þörf fyrir þessa starfsemi. Víða erlendis fer mest öll undirstöðukennsla fram í einkatímum og þaðer varla fyrr en seinna í nám- inu að tækifæri gefst til að læra hinar svonefndu kjarnagreinar, eins og tón- fræði, hljómfræði o.fl. En þvi miöur taka sumir nem- endur þetta ekki nógu al- varlega. Hjá Grikkjum til forna var „tónfræði" jafn mikilvæg og stærðfræði og bar í sér hug- myndir er samsvöruðu grunnformum allífsins, enda sagði Plato: ,,Svo sem augu okkar eru ætluð SUÐURNESJAMENN! NYJUNG - NÝJUNG - NÝJUNG - NÝJUNG Tökum í umboðssölu ýmis tæki, t.d. myndsegulbönd, hljóm- tæki, tölvur, tölvuforrit, myndavélar, videospólur o.fl. Nú þarf ekki lengur að standa í auglýsingastússi til að selja eða kaupa þessa hluti. Þið einfaldlega lítið inn eða hafið samband í síma 3663. SPORTVEIÐIMAÐURINN SPORTVÖRU- OG UMBOÐSSALA Hafnargötu 26 - Keflavík skölans Skólatöskur, mikið úrval Ritföng Pennaveski, margar gerðir Ritvélar - Vasatölvur Nýjar vörur daglega. Bóka- og ritfangaverslunin NESBÓK Hafnargötu 54 - Keflavfk - Simi 3066 stjörnufræði, eru eyru okkar ætluð tónlist". Þeir iðkuðu og hlustuðu á „rétta tónlist" sem þeir kölluðu „fína" iðju, en með vaxandi vinsældum skemmtitónlist- ar síðar varð „ófínt" að stunda hljóðfæraleik. ( skólanum í vetur verður kennt á öll algengustu hljóðfæri, að ógleymdri harmóniku, en því miður verður vegna kennara- skorts ekki enn hægt að kenna söng í vetur. Nokkrar breytingar eru frá ári til árs á kennaraliðinu, sem er mjög eðlilegt. Við höfum verið svo lánsamir að fá aftur að njóta krafta Þórarins Sigur- bergssonar, gitarkennara. Hann kenndi í skólanum frá 1978-1980, en hefur síðan dvalið á Spáni undanfarin fjögur ár við framhalds- nám. Kennari hans í klass- ískum gítarleik var hinn al- kunni spænski gítarsnill- ingur José Luis Gonsalez í borginni Alcoy, þar sem Þórarinn lauk prófi í júni sl. Undanfarin ár hefur áhugi eldra fólks á tónlistar- námi farið mjög vaxandi og vonum við í skólanum að svo verði einnig nú í ár. Þetta fólk stundar námið ánægjunnar vegna og þarf ekki að gangast undir próf frekar en óskað er. Fjörlegt líf var í forskóla- deildunum þremur sl. vetur og einnig í Unglingalúðra- NL' * % m sveit skólans, sem sá um mestan hluta tónlistar við flest hátíðarhöld bæjarins. Nemendatónleikar verða með svipuðu sniði og að undanförnu og vonum við kennarar að foreldrar og vandamenn mæti á þessa tónleika og fylgist með námsárangri barna sinna. Ennfremur verður spítal- inn og elliheimilið sótt heim og leika nemendur skólans fyrir vistfólk þar. Sinfóni'uhljómsveit ís- lands er væntanleg hingað til Keflavíkur og heldur tón- leika i íþróttahúsinu fimmtu daginn 20. sept. n.k. Ein- söngvari á þessum tónleik- um verður Siglinde Kah- mann, óperusöngkona. Innheimta skólagjalda verður með sama hætti og að undanförnu. Að lokum langar mig til að vitna í orð Jesúítaprests- ins Athanansius Kirchner, sem uppi vará 17. öld. Hann hélt því fram, að með tón- listariðkun opnuðust loft- holur likamans og að hættu- legir andar leituðu út í gegnum þær. Enda þóttvið brosum að þessari kenn- ingu, þá verða samt margir áskynja þeirrar vellíðunar sem tónlistariðkun færir þeim. Megi tónlistarlífið dafna - loftholur líkamans opnast, - og illir andar vera víðs fjarri. Herbert H. Ágústsson, skólastjóri. X' &A Þórarinn Sigurbergsson, gitarkennari Umboðsmaður í Grindavík Frá því skipuleg dreifing Víkur-frétta í Grindavík hófst, hafa viðtökur Grind- víkinga verið mjög góðar, enda hefur blaðið klárast á svipstundu, eins og annars staðar á Suðurnesjum. Dreifingu hefur annast Helga Pétursdóttir, Vestur- braut 10 í Grindavík, en hún er umboðsmaður blaösins á staðnum og muna taka við auglýsingum og greinum frá Grindvíkingum, sem birtast eiga i blaðinu. Þessa dagana er verið að ganga frá ráðningu á frétta- riturum í Grindavík og efla bönd heimamanna við blaðið með ýmsu móti. Eru allir þeir sem áhuga hafa fyrir að gerast fréttaritarar eða skriffinnar bæði í Grindavík og annars staðar beðnir að hafa samband við okkur og ræða málin.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.