Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.09.1984, Side 17

Víkurfréttir - 06.09.1984, Side 17
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 6. september 1984 17 Skýrsla Heilbrigðisfulltrúa Suðurnesja: Vinsæll á veisluborð- um gerlavinafélagsins - Ýidustappan úr Fiskiðjunni olli ógeði hjá Sandgerðingum Ein af þeim skýrslum sem menn bíða oft spenntir eftir að fá að lesa, er skýrsla Heilbrigðisfulltrúa Suður- nesja, Ekki er það vegna þess hve ítarleg hún er, heldur fremur vegna þess orðalags sem hann notar til að lýsa atburðum. í síðustu viku barst okkur í hendur skýrsla hans fyrir fyrstu þrjá mánuði þessa árs, og fylgir hún orðrétt hér á eftir: „Sú nýbreytni var tekin upp hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja í byrjun árs, að öll gjöld af hundum ásvæð-' inu eru innheimt í einu lagi með gíró, en þar er um að ræða leyfis-, hreinsunar- og tryggingagjöld með gjald- daga 1. mars. Ætti það að auðvelda aðilum fram- kvæmd hundamála nokk- uð. Heildargjald af hundi fyrir árið 1984 er kr. 2.400. Fiskimjölsverksmiðja Stranda hf. í landi Hafna- hrepps, hóf tilraunavinnslu um miðjan febrúar og var þar um að ræða feit bein. Þegar fiskifræðilegar stað- reyndir lágu svo fyrir um mikla loðnugengd við gamla landið enn á ný eftir deyfðarárin tvö, þá bjuggu útvegsmenn út vorskip sín til veiða á hinum dýrmæta fiski, og eftir að hafa hrist úr honum mesta gullið, verð- mikil hrognin, var því sem þá varð eftirekiðtil bræðslu í þær verksmiðjur allar sem tekið gátu við hráefni, þ.á.m. Strandir hf., og fékkst þar allgóð reynsla á vantar tilfinnanlega meira getu og hagkvæmni vinnslu búnaðar verksmiðjunnar. Nokkuð bar á að menn rugluðust í hita leiksins þegar loðna hrannaðist upp á vörubílspöllum útgerðar- manna, og varð sumum það á að fara skemmstu leið með hráefnið og hrúguðu þvi í opnar útiþrær við gömlu Fiskiðjuna í Keflavík. Var þarna um bakdyrafram- kvæmdir að ræða án sam- ráðs við heilbrigðisnefnd, sem er umsagnaraðili og veitir eða synjar um slíkt geymsluform. Mikill daunn varð af hrá- efni þessu þegar geymslu- tími þess var kominn nokkuð á annan mánuð. Sandgerðingar fengu svo að finna fyrir ógeðinu þegar brædd var þar ýldustappan úr Fiskiðjuþrónum. Slíkur sóðaskapur ætti að heyra fortíðinni til og getur ekki orðið um endurtekn- ingu á þess háttar vinnu- Gerðaröst, Garði: Samfelld vinna nær allan sólarhringinn að undanförnu Fleira fólk vantar til starfa við niðursuðu á rækju Sl. föstudag heimsótti blaðamaður Víkur-frétta rækjuverksmiðjuna Gerða- röst í Garði, og tók tali Benedikt Jónsson, en hann er verksmiðjustjóri fyrir- tækisins. Sagði Benedikt að und- anfarið hefði verið unnið svo til samfellt allan sólar- hringinn við niðursuðu á rækju og hefði svo verið síðan pessi rækjuvertíð hófst. Væri útlit fyrir að ver- tiðin haldi áfram út septem- ber og jafnvel eitthvað fram í október. En á þeim tíma sem ekki er unnið við niður- suðu á rækju hefur verið soðin niður þorsklifur. Við þessi störf vinna um 50 manns hjá fyrirtækinu, og nú þegar skólarmr byrja vantar tilfinnanlega meira starfsfólk. Eru afköstin um 40 tonn á viku og er síðan megnið af þessu selt til Þýskalands og hluti til Danmerkur. Þá hafa þeir sent prufur til ítalíu og Frakklands og hefur gengið ágætlega að selja rækjuna. epj. Benedikt Jónsson, verksmiðjustjóri Gerðarastar, Garði. brögðum að ræða íframtíð- inni. Sundhöll Keflavíkur var lokað um mánaðamótin jan. - febr. vegna fram- kvæmda við endurnýjun lofts yfir sundlaugarhús- inu. Endurbætur voru gerðar á hundageymslunni að Vesturbraut 10 í febrúar, en þær miða að því að auka á hreinlæti og stuðla að betri líðan þeirra dýra sem geymsluna gista. Matarsýking kom upp á árshátíð lögreglumanna á Reykjanesskaganum, sem haldin var í samkomuhús- inu Stapa 3. febr. sl., og urðu almargir gestanna veikir. Við rannsókn á mataraf- gangi af hátíðarborðinu fannst svonefndur Clostri- dium perfringens sýkill í kjötbollum, en sáyrði vænt- anlega hinn vinsælasti á veisluborðum gerlavina- klúbbsins, ef stofnaður yrði. Svo ber við að einstakar lóðir fyrirtækja fást ekki hreinsaðar þrátt fyrir til- mæli hei I brigðisyfirvalda, og getur þá komið til kasta sveitarstjórna að taka af skarið og láta framkvæma lóðarhreinsun á kostnað eiganda, en samkv. lögum nr. 50/1981 um hollustu- hætti og heilbrigðiseftirlit, er slíkt heimilt. Nýjasta dæmið um slíka framkvæmd er frá í mars sl., er lóðarhreinsun var gerð hjá fyrirtæki einu í Keflavík, en lóð þessi var mikill höf- uðverkur þeirra sem halda eiga sómablæ á byggðum Suðurnesja. Kostnað af slíkum framkvæmdum má innheimta með lögtaki ef með þarf, en lögveð hvílir á húsi eða lóð í tvö ár eftir að greiðslu er krafist. Aðgerðir sem krefjast átaks verða stundum að hefjast með hugarfarslegri snyrtingu viðkomandi aðila svo að árangur náist. Fjórar íbúðaskoðanir voru framkvæmdar á tíma- bilinu. Þrettán bréf voru send af ýmsu tilefni. Fylgst var með neyslu- vatni og matvælum. Njarðvík, 18. júní 1984. Jóhann Sveinsson epj. VÖRULISTI HÚSBYGGJANDANS Nú bjóðum við eftirtaldar vörutegundir af lager: LOFTPLÖTUR undir málningu í stærðum 58x120 cm, 28x120 cm og 28x250 cm. - Verð frá 190 kr. m2. VIÐARÞILJUR full-lakkaðar í stærð- um 28x250 cm og 19x250 cm, í eftirtöldum viðartegundum: Furulamel, perutré, antik-eik, brún-eik, beyki, furu og eik. - Verð frá kr. 390 pr. m2 TRÉ-Í 3 r TRÉ-J Ný >r TRÉ-) AXIS L l TRÉ VEGGKLÆÐNINGAR og MILLIVEGGIR undir málningu, í stærðum 38,5x253 cm og 58,5x253 cm. Verð frá 177 kr. m2. GRENIPANILL Parama Pine panill í miklu úrvali. Verð frá 325 kr. m2 INNIHURÐIR afgreiddar af lager i eftirtöldum viðartegundum: Undir málnmgu: antik-eik, hnotulamel, perutré, brún-eik, furulamel, eik, beyki og ask. - Aðrar tegundir framleiddar eftir pöntunum. Verð frá kr. 2.950. FATASKÁPAR frá Axel Eyjólfssyni í miklu úrvali. GREIÐSLUSKILMÁLAR? Já, við erum sveigjanlegir í samningum. Allt í húsið í einum pakka. TRÉSMIÐJA ÞORVALDAR ÓLAFSSONAR HF. löavöllum 6 - Keflavík - Simi 3320 Opiö frá kl. 8-17 alla virka daga. TRÉ-X ER NÝJA VÖRUMERKIÐ OKKAR.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.