Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.09.1984, Page 20

Víkurfréttir - 06.09.1984, Page 20
Fimmtudagur 6. september 1984. AFGREIÐSLA BLAÐSINS er aö Hafnargötu 32, II. hæð. - Sími 1717. SPARISJÓÐURINN ittiit. i I h|| 1^^^* Keflavík Njarðvík Garöi Sími 2800 Sími 3800 Síml 7100 Þroskahjálp á Suðurnesjum: Nýja skammtíma- og dagvist- unarheimilið tekið í notkun Báðum húsum félagsins við Suðurvelli gefið nafnið „Ragnarssel“ Af þessu tilefni barst Þroskahjálp á Suðurnesjum fjöldi gjafa, en félagið hefur Við hátíðlega athöfn und- ir berum himni var hin nýja skammtima- og dagvistun Þroskahjálpar á Suðurnesj- um, að Suðurvöllum 7 i Keflavík, tekin formlega í notkun sl. laugardag. Fjöldi gesta var við athöfnina, þ.á.m. Alexander Stefáns- son félagsmálaráðherra, þingmenn kjördæmisins og ýmsir aðrir. Hið nýja vistheimili er i 200 ferm. húsi frá Húsein- ingum á Siglufirði og er við hlið endurhæfingarstöðvar Þroskahjálpar á Suðurnesj- um. Við opnunina var báð- um húsununum gefið sam- eiginlegt nafn, „Ragnars- sel", í minningu Ragnars Ingiþórssonar, sem lést í fyrravetur. Hann var eins og kunnugt er sonur hjón- anna Laufeyjar Jóhannes- dóttur og Ingaþórs Geirs- sonar, og var hann skjól- stæðingur Þroskahjálpar á Suðurnesjum, sem sér um rekstur heimilanna, eins og áður hefur komið fram hér í blaðinu. Við athöfnina flutti fé- lagsmálaráðherra ávarp, en auk hans töluðu Ellert Ei- ríksson, formaður ÞS, Ás- geir Ingimundarson, for- maður bygginganefndar, og Hjördís Árnadóttir, for- stöðumaður vistheimilisins, og auk þess eftirtaldir gest- ir: Jón Sævar Alfonsson, Kjartan Jóhannsson, Ólafur Erlingsson, Sigurðsson Geirsson. Sigurfinnur og Ingiþór ávallt notið mikillar velvild- ar fjölda aðila, sem stutt hafa það á ýmsan máta. í nýja vistheimilinu er pláss fyrir 5 í skammvistun og 4 til 8 í dagvistun, allt eftir aðstæðum hverju sinni. Mun ríkið og sveitar- félögin á Suðurnesjum standa straum af rekstri þess. - epj. v/'ó Suðurvelli i Keflavik. ,,Ragnarssel Fjöldi gesta var viöstaddur athöfnina, sem fór fram undir berum himni. Lítilli trillu með 2 mönnum bjargað - Sóttir á lóðsbátnum með aðstoð lögreglu Um kl. 20 sl. laugardags- kvöld heyrðist neyðarkall frá trillu, á almennri kallrás FR-félaga, um að báturinn væri bilaður og því á reki út af Vogavita. Var lögreglan í Keflavík þegar látin vita og þar sem ekki fékkst bátur í Vogum var lóðsbáturinn í Keflavik fenginn til að fara hinum nauðstadda bát til hjálpar. Hélt hann þegar af stað undir stjórn Auðuns Karlssonar, en með honum fór einn lögregluþjónn. Jafnframt þessu var reynt að ná sambandi við bátinn, en það tókst ekki þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Var þvi lögreglubíll sendur inn eftir til að leita uppi bátinn. En fljótlega beindist grunur að því að báturinn væri innar á Vatnsleysuströndinni og fann lögreglan hann þar sem hann var nokkuð frá landi, og gátu þeir sem voru á bílnum vísað lóðsbátnum að honum. Kom þá í Ijós að hér var á ferðinni lítil trilla sem ber nafnið Sveinn Jónsson GK Framh. á 8. siðu T/b Sveinn Jónsson GK3 kominn heilu og höldnu til Kefla- vikur. Lóösbáturinn heldur af stað frá Keflavik með þá Auðun Karlsson og Val Gunnarsson lögreglumann innanborös, til hjálpar. Spurningin: Hvernig líst þér á stefnuna í kredit- kortaviðskiptunum? Árni Einarsson: ,,Ja, ég veit ekki hvað skal segja, kaupmenn hafa líklega rétt fyrir sér, þetta er viss fjármagnsbinding hjá Deim“. Brynjólfur Brynjólfsson: ,,Mér finnst hún vera hálf vitlaus, þetta eru engin við- skiþti, sem hægt er að stoppa svona allt i einu upp úr þurru“. Finnur Bergmannsson: „Þetta er eðlilegt, því vöruverðið hækkar með notkun kortanna". Hafsteinn Emilsson: ,,Á ég að svara því? Sko, það væri nær að viðskipta- vinurinn fengi afsláttinn, þ.e. þeir sem staðgreiða".

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.