Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.09.1985, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 05.09.1985, Blaðsíða 12
12 Fimmtudagur 5. september 1985 VÍKUR-fréttir Legsteinar granít - marmari Opiö alla daga. GRANÍT sf. einnig kvöld og helgar. Hringlö og fáiö heimsendan baekling. Unnarbraut 19, Seltjarnarnesl Siml 620809 Útboð Tónlistarskóli Keflavíkur Viðbygging 1. áfangi Bæjarsjóður Keflavíkur óskar hér með eftir tilboðum í byggingu 1. áfanga 470 rúmmetra viðbyggingar við Tónlistarskóla Keflavíkur, fokhelt hús frágengið að utan Útboðsgögn eru afhent á Verkfræðistofu Suðurnesja hf., Hafnargötu 32, Keflavík gegn 5000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað fimmtu- daginn 12. september 1985 kl. 11.00. VERKFRÆÐISTOFA SUÐURNESJA HF. HAFNARGÖTU 32 - KEFLAVlK - SÍMI 1035 ÚTBOÐ Hitaveita Suðurnesja óskar hér með eftir tilboðum í innanhússfrágang á skrifstofu- og lagerhúsnæði hitaveitunnar, Brekkustíg 32-34, Njarðvík. Verkið felst í lagningu frárennslis-, hita-, vatns- og raflagna, hleðslu milliveggja, ein- angrun og múrhúðun, gólflögn, klæðningu lofta o.fl. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Hita- veitu Suðurnesja, Brekkustíg 36, Njarðvík, og á Verkfræðistofu Suðurnesja hf., Hafn- argötu 32, Keflavík, frá og með föstudeg- inum 6. september 1985, gegn 2000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja föstudaginn 13. september 1985 kl. 11.00. HITAVEITA SUÐURNESJA Tónlistarskólinn í Keflavík: Innritun hafín og ný hljóðfæri bætast í hópinn Skólagjald óbreytt frá í fyrra Tónlistarskólinn í Kefla- vík hefur nú hafið innritun fyrir skólaárið sem nú er að hefjast, og stendur innrit- unin til miðvikudagsins 11. sept. Skólasetning verður svo föstudaginn 13. sept. í skólanum og hefst hún kl. 17.r Akveðið hefur verið að hækka skólagjöldin ekki í ár og er það gert til að gera fleirum kleift að stunda nám í skólanum en ella. Vonandi sjá Keflvíkingar sér hag í því. Það má segja að skólinn standi á tímamótum nú þegar er hann tæplega þrí- tugur. Nú starfa við skól- ann alls 10 kennarar og þar af eru 5 fyrrverandi nem- endur skólans. Því má segja að ný kynslóð hafi tekið við skólanum og vonandi tekst að halda merki skólans eins hátt og jafnvel enn hærra en áður. í vetur verður kennt á selló, en það hefur ekki verið gert í nokkur ár. Til þeirra starfa hefur verið ráðinn ungur sellóleikari úr Reykjavík, Bryndís Björgv- insdóttir, og vonandi fær hún nóg að gera í selló- kennslunni í vetur. Björn R. Einarsson hefur verið ráðinn sem annar blásara- kennari skólans, en hinn er Jónas Þ. Dagbjartsson, sem kennt hefur við skól- ann nú í nokkur ár. Jónas verður áfram með Ungl- ingalúðrasveitina eins og undanfarin ár. Söngkennsla var við skólann í fyrra og er stefnt að því að svo verði einnig í ár. Þó er víst að Guðrún S. Friðbjarnardóttir, sem kenndi við skólann í fyrra, mun ekki kenna hér í vetur, en fenginn verður kennari í hennar stað. Tónlistarskólinn í Kefla- vík og Tónlistarfélagið í Keflavík verða 30 ára árið 1987. Skólinn hefur ávallt notið vinsælda og verið Vel sóttur. Aldrei hefur hann þó verið alveg fullur og er því pláss fyrir fleiri. Tón- listarnám er bæði hollt og skemmtilegt og þegar ekki HÚSMÆÐUR Þær konur sem hafa starfað hjá okkur og ætla að vinna í vetur, vinsamlega hafið samband við verkstjóra. Njarðvík - Sími 1444 er boðið upp á lögboðna tónmenntakennslu ígrunn- skólunum hér, erenn meiri ástæða fyrir foreldra að senda börnin sín í Tónlist- arskólann, þar sem þeim gefst kostur á að læra nótnalestur og hljóðfæra- leik. Sumir stoppa stutt við í skólanum en aðrir lengur, en allir eiga nemendur skól- ans það sameiginlegt að þykja gaman í skólanum og til þess er leikurinn gerður. Er það von okkar sem að skólanum stöndum, að bæjarbúar kynni sér starf- semi skólans og notfæri sér hana svo fremi sem áhugi er fyrir hendi. Fullorðið fólk hefur undanfarin ár hafið nám í skólanum og fer sá hópur stækkandi. I ráði er að stofna einhvers konar öldungadeild við skólann, þar sem kennt yrði á hljóð- færi og nótnalestur. Þessi kennsla færi fram utan venjulegs vinnutíma, þannig að þeir sem eru í starfi á daginn ættu auðvelt með að sækja skólann. Þetta er enn á undirbún- ingsstigi, en þeir sem hugs- anlega vildu stunda nám í deildinni eru beðnir að hafa samband við skólann. Kjartan Már Kjartansson skólastjóri Þorbjörn hf., Grindavík: Ný rækjuverksmiðja að hefja rekstur Þorbjörn hf. í Grinda- vík er að hefja rekstur rækjuverksmiðju, að sögn Fiskifrétta. Er verksmiðjan búin tveimur vélum og skapar 10 manns atvinnu í senn, en ætlunin er að vinna á tveimur vöktum ef nægi- legt hráefni fæst. Hug- myndin er sú að vinna þarna bæði Eldeyjarrækju og úthafsrækju. Verður verksmiðjan staðsett í einu af eldri hús- um fyrirtækisins, en það er nýbúið að byggja hús fyrir saltfiskverkun. Munu tveir Grindavíkurbátar, Olafur og Kári, veiða Eldeyjar- rækjuna, en óvíst er hvaða batur mun fara á úthafs- rækjuveiðarnar. Er þessi rekstur góð viðbót í atvinnulíf staðar- ins, en fiskvinnsla liggur yfirleitt niðri að miklu leyti í Grindavík frá því í júlí að humarveiðum lýkur, og fram á haust, er síldar- verkun hefst. - epj. AUGLÝSING til greiðenda fasteignagjalda í Vatnsleysustrandaitireppi Hér með er skorað á eigendur fasteigna í Vatnsleysustrandarhreppi, sem enn skulda fasteignagjöld, að greiða skuld sína fyrir 28. september 1985. Að þeim tíma liðnum verða ógreiddar skuldir innheimtar með uppboðsaðgerð- um, sbr. heimild í lögum um sölu lögveða án undangenginna lögtaka nr. 49/1951. Oddviti Vatnsleysustrandarhrepps

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.