Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.09.1985, Síða 16

Víkurfréttir - 05.09.1985, Síða 16
16 Fimmtudagur 5. september 1985 VIKUR-fréttir Aðventistar á Suðumesjum: Ganga í hús og safna til hjálparstarfs Á næstu dögum verður gengið í hús á Suðurnesjum með lítið blað sem heitir „Kristileg menning" og peningum safnað um leið í hjálparstarf Aðventista. Er þessi söfnun ein elsta reglu- lega söfnun til hjálparstarfs á Islandi. Á síðastliðnu ári söfnuðust um 2 milljónir króna. Hjálparstarf Aðventista er starfandi í öllum heims- álfum, en hefur einbeitt sér einkum að Afríku. Þar er fólksfjölgun örust en þróun matvælaframleiðslu hæg- ust. Á hverju ári deyja 7 milljónir ungbarna í heim- inum, þar af 5 milljónir í Afríku. í hjálparstarfí leggjum við áherslu á tvennt. í fyrsta lagi neyðarhjálp og sjúkra- hjálp eins og t.d. í Eþíópíu og Súdan, þar sem nú er mikill skortur á matvælum. í öðru lagi höfum við lagt áherslu á fræðslu- og fyrir- byggjandi starf, með skólum, námskeiðum og hagnýtri þjálfun, þ.á.m. iðnað og landbúnað. Þó svo að þessi liður hjálparstarfs- ins sé hægfara, þá ber hann góðan árangur og leiðir til þess að einstaklingurinn getur byggt sína eigin fram- tíð og annarra. Þjónustuauglýsingar BILALEIGAN REYKJANES Leigjum út mjög sparneytn- ar ’84-’85 árgerðir bifreiða. Ein ódýrasta bílaleiga á landinu. BtLALEIGAN REYKJANES Vatnsnesvegi 29a - Keflavik Sími 4888 - Heima: 1767! 2377 Munið gamla góða símanúmerið, 1777 (2 línur) Skrifstofan opin kl. 8-12 Sími 4777. MYNDATÖKUR við allra hæfi nijmynD Hafnargötu 26 - Keflavík - Sími 1016 Gengiö inn frá bílastæði. X KER4SMSE Öll almenn hársnyrting. Pantið tíma. Auglýsið í Sími Víkur-fréttum 4717 GÓLF- SLÍPUN TÖKUM AÐ OKKUR STEYPUVINNU, JÁRNALÖGN OG GÓLFSLlPUN. - Föst tilboö. - Uppl. gefur Einar í sima 3708. Bílaverkstæði Prebens Allar almennar bílaviðgerðir, bremsuborðaálímingar, skiptiborðar fyrirliggjandi í ýmsar gerðir bifreiða. Bilaverkstæði Prebens, Dvergasteini, Bergi, sími 1458 Steinsteypusögun Sögum m.a.: gluggagöt, stiga- og huröagöt, i gólf og inn- keyrslur. Föst verö- tilboö. Uppl. í síma 3894. Margeir Elentínusson Margir spyrja hvort öruggt sé að þessir peningar komist á leiðarenda. Besta tryggingin sem við getum gefið, er áratuga reynsla með góðum árangri í hjálparstarfi. Sjálf sendum við engin matvæli, fatnað né önnur hjálpartæki, nema því aðeins að traustur starfsmaður sé á staðnum til að taka á móti sending- unni, starfsmaður sem þekkir aðstæður, kann á kerfið og getur séð um að hjálpin komist á leiðar- enda. Sem dæmi má nefna að á síðastliðnum vetri var fatnaður sendur frá Islandi (Keflavík) til Póllands og Brasilíu. En áður en nokkur stærri sending fór héðan voru nokkrir litlir bögglar sendir til þess að athuga hvort þetta færi ekki örugglega rétta leið og yrði að góðu gagni sem það og gerði. Við Islendingar búum í góðu landi og þrátt fyrir stöðugt kvart og kvein, þá getum við ekki annað en viðurkennt að miðað við milljónir karlmanna, kvenna og barna, þá höfum við það gott hér. Búum við allsnægtir - lifum í friði. Hér þarf enginn að svelta, hér geta allir leitað læknis þegar þörf krefur. Já, Drottinn hefur blessað pkkur ríkulega hér á Islandi. Það stórkostlega er, að þó við gefum hluta af okkar fjármunum til að hjálpa öðrum, þá eigum við samt nóg eftir, því Guð blessar glaðan gjafara. En sá sem lokar augum sínum fyrir neyð og eymd meðbræðra sinna býr sjálfur við fátækt, hversu ríkur sem hann kann að vera. Hjálparstarf Aðventista þakkar Suðurnesjamönn- um góðan stuðning, með ósk um áframhaldandi blessun Guðs um ókomin ár. (Fréttatilkynning) Aðsetur SSS í Keflavík? Skv. heimildum Mola standa nú yfir viðræður um að aðsetur Sam- bands sveitarfélaga á Suðurnesjum verði flutt í núverandi skrifstofu- húsnæði Rafveitu Kefla- víkur. Er þó ekki um kaup á húsinu að ræða, heldur mun SSS, ef af verður, taka það á leigu. Vegna yfirtöku Hita- veitu Suðurnesja á raf- veitunum á Suðurnesj- um mun HS ekkert veita af öllu því húsnæði sem þeir hafa yfir að ráða við Brekkustíg í Njarðvík Steinþór hættur við Vegna umfjöllunar um arftaka oddamanns á lista Sjálfstæðisflokks- ins í Keflavík í síðustu Molum, hefur Steinþór Júlíusson bæjarstjóri lýst þvi yfir, að hann sé ekki lengur inni í mynd- inni, því hann hafi ekki áhuga á því að hella sér út í pólitíkina. Slagurinn um brauðið að hefjast Prestkosningarnar sem framundan eru í Grindavík voru nýlega teknar fyrir í Helgar- póstinum. Þar kom fram að talið er að ófáir prestar og guðfræðingar verði um hituna í vænt- anlegum prestkosning- um og í góðsemi vegi þar hver annan, enda slag- urinn óvíða harvítugri en í jöfnum og spenn- andi prestkosningum. Umsóknarfrestur er ekki útrunninnm en sagan greinir frá tveim- ur lysthafendum sem þegar eru komnir í gang með kosningapró- grammið á staðnum. Þetta eru þeir Örn Bárður Jónsson, aðstoð- arprestur í Garðabæ, og Baldur Rafn Sigurðs- son, prestur á Bólstað í Húnaþingi. Það ku ekki spilla fyrir brauðinu að í því er ný kirkja og ný- legur prestsbústaður, að sögn blaðsins. Aðferð Reykjanesmanna Þeir eru margir sem undrast aðferðir Reykja- nesmanna við öflun aug- lýsinga, enda ekki að furða, því að í fyrsta lagi er milli 75 og 90% aug- lýsinganna endurbirtur úr Víkur-fréttum, þ.e. hringt er í viðkomandi auglýsendur eftir blaði frá Víkur-fréttum. Hitt vekur þó enn meiri furðu, að þegar sjálf- stæðismenn eiga í hlut er spurt hvort viðkomandi vilji ekki auglýsa í mál- gagninu, en þegar um er að ræða aðila sem ekki auglýsa í pólitískum blöðum, er því neitað að Reykjanesið sé pólitískt. Ef blaðið er ekki póli- tískt, hvers vegna eru þá forystugreinarnar ein- göngu ritaðar af for- ystumönnum í Sjálf- stæðisflokknum, sem byrja flestir á því að lof- sama endurútgáfu sjálf- stæðismanna á Reykja- nesinu, sem málgagni Sjáifstæðisflokksins á Reykjanesi?

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.