Fréttabréf - 01.08.1995, Blaðsíða 2

Fréttabréf - 01.08.1995, Blaðsíða 2
20 ár frá Kvennafrídeginum Þann 24. október verða 20 ár liðin frá upphafi Kvennaáratugar Samein- uðu þjóðanna sem íslenskar konur hófu svo eftirminnilega með því að leggja niður störf í heilan dag. Þetta eru merkileg tímamót og upp á síðkastið hafa konur í ýmsum félagasamtökum komið saman til þess að undirbúa hátíðahöld hér í Reykjavík. Okkar fulltrúi í þessum hópi hefur verið Helga Garðarsdóttir. Hópurinn hefur skipað minni hóp til þess að bera hitann og þungann af skipulagningunni í samstarfi við leikkonur og aðra flytjendur, þær Bryndísi Hlöðversdóttur, Sigríði Kristinsdóttur og Steinunni V. Óskarsdóttur. Að svo stöddu er ekki hægt að gefa út nákvæma dagskrá en um kvöldið verður samkoma í íslensku óperunni með hátíðarræðu, leikþáttum og öðrum skemmtilegum og uppbyggjandi dagskrárliðum. Hátíðahöldin einskorðast ekki við suð-vesturhornið því konur víðar um landið eru að undirbúa daginn einsog t.d. kemur fram í angafréttum þessa tölublaðs. Þingflokksfréttir 120. löggjafarþing íslendinga var sett mánudaginn 2. október. Okkar konur verða áfram í sínum nefndum, Krisu'n Ástgeirs í félagsmálanefnd, sennilega áfram sem formaður, Guðný í allsherjar- og mentamálanefnd- um og Kristín Halldórs í fjáriaga- og umhverfisnefndum. Kristín Ást- geirs hefur haft áheymaraðild að heilbrigðis- og tryggingamálanefhd og efnahags- og viðskiptanefnd, Guðný að utanríkismála- og sjávarútvegs- nefndum og Kristín Halldórs að samgöngu- og iðnaðarnefndum. E.t.v. breytist áheymaraðildin eitthvað þegar ljóst verður hvernig fundaskipu- lagið verður. í framhaldi af þingsetningunni var fyrsti formlegi þing- flokksfundurinn haldinn. Guðný tók við þingflokksformennskunni af Kristínu Ástgeirs og Kristín Halldórs verður varaformaður þetta áríð. Gcngiö var i'rá róðningu starfskonu þingfiokksins. Umsækjendur um starfið voru 22, þar af einn karlmaður, og var úr vöndu að ráða þar sem umsækjendur voru hver öðrum frambærilegri. Stefanía Óskarsdóttir ráðin Stefanía er doktor í stjómmálafræði og meðlimur í Kvennalistanum. Hún tók m.a. þátt í stefnuskrárvinnunni fyrir síðustu kosningar svo hún er ekki með öllu ókunnug Kvennalistakonum. Óskum við henni til hamingju með nýja starfið um leiö og öllum öðrum sem um það sóttu eru færðar þakkir fyrir áhugann. Stefanía verður í 60% starfi en þar sem hún er rétt að koma sér fyrir á skrifstofunni verður ekki hægt að

x

Fréttabréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.