Morgunblaðið - 06.10.2015, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.10.2015, Blaðsíða 7
inn í framtíðina Benz-menn eru að plana með útspilinu? Bíllinn er öflugur plug-in hybrid með 279 hestafla vél sem skilar honum 65 kílómetra á raf- magninu einu saman. Stóra fréttin er í loftmótstöðunni en Benz hefur tek- ist að ná vindstuðlinum í 0.19 sem er að sönnu ótrúlegt. Því nær bíllinn með því að breyta um lögun; það er að segja, með því að styðja á hnapp fer bíllinn í „Aerodynamic Mode“ og þá skjótast út plötur sem lengja aftur- endann á bílnum og „flapsar“ teygjast út úr framstuðaranum, allt í nafni minni loftmótstöðu. Bíllinn er í grunninn fernra dyra coupé, hliðarsvip- urinn ekki ósvipaður Audi A7 og þetta verður hið forvitnilegasta verkefni að skoða í framtíðinni. Tiguan mætir tvíefldur til leiks Það hefur fátt komið skemmtilegra frétta undanfarið frá Volkswagen eftir að stóra útblásturshneykslið skók bílheiminn og hrakti Martin Win- terkorn úr starfi. Ekki sér fyrir endann á þeim skandal en þó verður að hrósa VW fyrir hörkuflottan Tiguan sem kynntur var í Frankfurt. Þessi jepplingur sem venjulega hefur virkað sem feimni litli bróðir Touareg er skyndilega allur að koma til og hefur fullorðnast heil ósköp á milli kyn- slóða. Þó að tekist hafi að létta bílinn um 55 kíló þá er hann bæði lengri og breiðari en núverandi módel, búinn rösklega 12 tommu snertiskjá í mæla- borði og verður fáanlegur með 8 mismunandi vélum – hægt verður að velja úr fjórum bensínvélum, allt að 217 hestafla, og fjórum díselvélum þar sem sú öflugasta verður búin tvöfaldri túrbínu sem skilar 240 hestum til hjólanna. Mest er þó um vert að í útliti er hann hreint frábærlega vel heppnaður, auðþekkjanlega Volkswagen en engu að síður framúrskarandi upplyfting frá síðustu týpu. Við hlökkum til að fá þennan til landsins. Ný dögun hjá Rolls-Royce Á básnum hjá Rolls-Royce var ekki boðið upp á gos eða bjór heldur mátulega kælt Veuve Cliquot Ponsardin. Engar snittur eða snakk heldur nýbakaðar makkarónukökur í öllum regnbogans litum. Engar pappírs- þurrkur heldur tauservíettur í sama skerandi appelsínugula litnum og leðurinnréttingin í Dawn, nýjasta útspili enska lúxusbílaframleiðandans sem á að höfða sterklega til hinna mjög svo sterkefnuðu. Bíllinn er engan veginn hugsaður fyrir þá sem vilja sigla undir radarnum með ríkidæmi sitt heldur gera frammámenn Rolls-Royce ráð fyrir að nú sé aftur í lagi að vera auðugur á útopnu. Dawn tilkynnir líka hverjum sem á vegi hans verður að hann kosti skildinginn. Leðrið er í mergjaðri litasamsetningu – „Mand- arin“-appelsínugulur og biksvartur, á móti æðaberum Canadel-viði sem lagður er í síldarbeinsmynstur á heljarstóra fleti. Of langt mál er að telja hér upp allan aukabúnaðinn en það sem skiptir máli er að vélin er 6,6 lítra V12 með tvöfaldri túrbínu sem býr til afl upp á 563 hestöfl og skilar togi sem nemur 780 nm togi. Dawn urrar upp í hundraðið á 4,9 sekúndum og mun koma rækilega við budduna hjá þeim sem vilja kaupa eintak en verð- ið erlendis mun í nágrenni við 50 milljónir íslenskra króna, án tolla og að- flutningsgjalda sem á hann munu leggjast hingað til lands kominn. Betri tíð með blóm í haga Það blasir við, að Frankfurtarsýningunni lokinni, að helstu framleið- endur heims eru býsna borubrattir fyrir komandi mánuði, misseri og ár. Það einfaldlega skín í gegnum úrvalið sem á sýningunni var. Bílamark- aðurinn ætti því að vera með líflegasta móti í náinni framtíð og veitir ekki af eftir heldur harða tíð í kjölfar bankakreppunnar víða um heim. Það er alltént margt áhugaverðra módela á leiðinni og því ber að fagna. jonagnar@mbl.is Lamborghini Huracán LP610-4 Spyder er búinn 602 hestafla, 5.2 lítra V-10 vél sem knýr hann í hreint óguð- legan hraða - 2,5 sekúndur í 100km/klst. Það er hvorki fyrir hjartveika að aka honum né mæta. Hvað er rosalegra en Ford GT? Hvað með Ford GT Power, sem sýndur var fyrir galopnum munnum í Frankfurt? 630 hestar, grind úr áli og yfirbygging úr koltrefjum – það er alls ekkert víst að þetta klikki. Hugmyndabíllinn Mercedes-Benz Concept IAA vakti mikla athygli enda breytir hann um lögun á ferð til að lágmarka vindstuðulinn. Ný kynslóð Volkswagen Tiguan er tölu- verður forvera- betrungur, ekki síst hvað útlitið varðar. Ekki svo lítill lengur! Sumum þótti Bugatti Veyron held- ur exótískur; þeir hinir sömu fálma væntanlega í sprengitöflurnar þegar þeir sjá Bugatti Vision Gran Turismo. Öngvir fangar teknir hér. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 2015 BÍLAR 7

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.