Morgunblaðið - 06.10.2015, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.10.2015, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 2015 4 BÍLAR S jöunda kynslóð VW Golf er bíll sem hefur unnið til fjölda verðlauna og nýj- asta viðbótin þar er lang- bakur með fjórhjóladrifi sem kall- ast Alltrack. Sá bíll er eins og hefðbundinn langbakur með 20 mm meiri veghæð og er hannaður fyrir Norður-Evrópu og þá auðvit- að Ísland líka. VW dísilbílar eru ekki hátt skrifaðir þessa stundina og því var það ákveðinn léttir fyrir blaðamann Morgunblaðsins að prófunarbíllinn var með bensínvél, 180 hestafla rokki og DSG sjálf- skiptingu. Eða var það reyndin? Rúmgóður og vel búinn Að innan er VW Golf Alltrack nánast alveg eins og Golf Variant og búnaðarlistinn því sá sami. Má þar nefna tvískipta miðstöð og Xenon aðalljós. Að utan lítur hann aðeins öðruvísi út með aðeins meiri veghæð sinni, og auk þess er búið að setja á hann meiri plasthlífar við hjólboga, stuðara og sílsa. Golf Variant þykir rúm- góður bíll fyrir sinn flokk og ekkert sem kemur á óvart þegar innra rými Golf Alltrack er skoðað. Sæt- in eru mátulega rúmgóð þótt set- an mætti vera aðeins lengri í fram- sætum, en aftursæti eru vel ásættanleg fyrir þrjá fullorðna og sem bónus er gott höfuðrými sem kemur þeim hávaxnari á óvart. Farangursrýmið er með besta móti eða 605 lítrar og er stækk- anlegt í 1.620 lítra og rúmar þess vegna tvö golfsett án þess að fella niður sæti. Skemmtilega rásfastur Í akstri virkar bíllinn mjög skemmtilegur og munar þar mest um öfluga vél og fjórhjóladrifið. Þegar vélin er komin á snúning er hann fljótur að éta upp kílómetra- tölurnar og upptakið er alveg með ágætum eða 7,8 sekúndur í hundraðið. Gallinn er hins vegar sá að DSG skiptingin er gjörn á að hika aðeins þegar stigið er snöggt á gjöfina, og það er eins og það ágerist með öflugri vélum og verði greinilegra eins og í þessum bíl. Veggrip er allgott í öllum eðlileg- um akstri en undirstýring verður áberandi þegar lagt er mikið á stýrið. Golf Alltrack notar Haldex kúplingu til að stjórna átaki fjór- hjóladrifsins en venjulega keyrir bíllinn bara í framdrifinu til að halda niðri eyðslu. Þegar kerfið skynjar að bíllinn sé að fara að missa grip á einhverju hjóli tekur fjórhjóladrifið við. Hægt er að stilla bílinn á sérstakt Off Road Mode en það endurstillir bæði bensíngjöf og ABS hemlalæsivörn fyrir akstur á lausu undirlagi. Sem hluti af því er brekkuviðnám sem hjálpar bílnum niður erfiðari brekkur. Fjöðrunin ásamt aukinni veghæð gerir sitt fyrir góðan og öruggan akstur á mölinni. Eyðsla í engu samræmi við uppgefið Eins og fjallað hefur verið all- ítarlega um er mengunarsvindl VW nú á allra vitorði. Þar snerist svindlið um að ná niður meng- unartölum en ásamt því hafði svindlið áhrif á eyðslutölur bílanna. Þeir sem skrifa reglulega um bíla og aðrir sem fylgjast vel með hafa tekið eftir að uppgefnar eyðslutölur nýrra bíla eru í engu samræmi við rauneyðslu og mun- ar það oft ansi miklu. Þess vegna hefur þá grunað lengi að prófin sem eiga að reikna út mengun og eyðslu bílanna séu út úr kú og alls ekki nógu góð í að líkja eftir eðlilegum akstri. Sú er bersýnilega raunin í Golf Allrad sem á að eyða 6,5 lítrum á hundr- aðið samkvæmt þessum opinberu tölum, en raunin var að eyðslan hékk í kringum 13 lítra á hundr- aðið í innanbæjarakstri þar sem uppgefin eyðsla á að vera 8,1 lítri. Breytti það litlu þótt reynt væri að keyra bílinn sparlega í Eco- stillingu. Mun líklegra er að hægt sé að ná niður eyðslunni í Alltrack með tveggja lítra dísilvélinni. Dýr miðað við jeppling Beinir keppinautar VW Golf Allt- rack eru fáir ef einhverjir hér á landi og er það helst Skoda Ok- tavia Scout sem keppir við hann þótt stærri sé. Sá bíll kostar 6.110.000 kr sem er ekki mikið yf- ir grunnverði Golf Alltrack sem byrjar í 5.490.000 kr. Reyndar er þetta sama grunnverð og á jepp- lingnum Hyundai Tucson sem dæmi en Morgunblaðið reynsluók honum fyrir skömmu. Líklegt má því telja að þótt Golf Alltrack sé að mörgu leyti hinn skemmtilegasti bíll muni verðið þýða að hann eigi erfitt uppdráttar hérlendis. njall@mbl.is Njáll Gunnlaugsson reynsluekur VW Golf Alltrack VW Golf Alltrack er rennilegasti vagn eins og sjá má og skemmtilegur í akstri. Hann hefur meiri veghæð en hefðbundinn Golf langbakur og meiri plasthlífar á ytra byrði. Góður vagn en geldur fyrir eyðsluna VWGolf Alltrack Árgerð 2016 • 1,8 lítrabensínvél • 180hestöfl/280Nm •6þr.DSGsjálfskipting • 17 tommuálfelgur • Eiginþyngdkg: 1.540 • Farangursrými: 605 lítrar • 0-100km/sek: 7,8 ssk •Hámark: 217km/klst • fjórhjóladrif •Verð frá: 5.490.000kr • 6,5L/100km íbl akstri • Umboð:Hekla •Mengunargildi: 153gCO2/km Kostir: Öflug vél, rúmgott skott, rásfesta Gallar: Eyðsla, verð Að innan er Alltrack útgáfan alveg eins og venjulegur Variant en mun- urinn á þeim eru stillingar fyrir fjórhjóladrif og þess háttar. Rými í aftursætum er allgott og munar talsvert um gott höfuðrými fyrir þá hávaxnari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.