Morgunblaðið - 06.10.2015, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.10.2015, Blaðsíða 6
E ins og komið var að í Bílablaði Morgunblaðsins þann 22. október sl. er heldur meiri völlur á bílaframleiðendum þessi misserin en verið hefur um alllanga hríð. Liðin er sú tíð að framleiðendur keppi einvörðungu á grundvelli verðs, eldsneytiseyðslu og hag- kvæmni og lúxusinn síðan 2007 er snúinn aftur og í þetta sinn með liðs- auka. Vissulega er horft í tölur um t.d. eldsneytiseyðslu og kolefnis- útblástur, nema hvað, en það er ljóst að framleiðendur telja kaupendur í auknum mæli horfa á aðra hluti líka, og þá meinum við hestöfl, tog, auka- búnað og verð; til hvers að aka um á rándýrum bíl ef enginn annar veit hvað bíllinn kostar? Hér skal skautað yfir nokkra í viðbót af þeim glæsivögnum sem fyrir augu bar á sýningunni. Veyron er dauður – lengi lifi Vision Best að byrja bara á því allra geggjaðasta. Franski ofurbílaframleiðand- inn Bugatti svipti nýverið hulunni af Bugatti Veyron Finale og setti þar með punkt við framleiðslu þessa magnaða bíls sem toppað hefur lista hraðskreiðra ofurbíla síðan hann kom á markaðinn árið 2005. Bíla- áhugamenn og vongóðir milljarðamæringar geta jafnað sig á fráhvörf- unum því Bugatti kynnti loks áþreifanlegan hugmyndabíl sem felur í sér einhverja vísbendingu um arftaka Veyron. Hugmyndabíllinn nefnist Bu- gatti Vision Gran Turismo og er í meira lagi óárennilegt skrímsli, alsett vindskeiðum og loftinntökum. Ekki fór mikið fyrir tölfræði varðandi bílinn en þegar hefur kvisast út að arftakinn, kominn á götuna að líkindum árið 2017, muni heita Bugatti Chiron og verða með sömu W-16 vélinni og Vey- ron, og einnig fjórhjóladrifinn eins og forverinn. En hestaflafjöldinn fer úr „aðeins“ 1.000 og upp í 1.500. 2017 verður eitthvað. Rafmagnað útspil frá Benz Eins og venjulega var Mercedes-Benz með talsvert fyrirferðarmikla nærveru á sýningunni og lagði að vanda undir sig Festhalle-bygginguna, nánast eins og hún lagði sig. Þar gat að líta, á þremur hæðum, heilan hell- ing af draumabílum af ýmsum gerðum og rak hver girndargripurinn ann- an. Hvort sem það er G-lander jeppinn, S-Class Coupé eða hinn tæplega 6 metra langi S 600 Maybach Pullmann sem fær fólk til að kikna, þá sáu kynningarstjórar Daimler A.G. til þess að eitthvað var á pöllunum fyrir alla. Það var þó hugmyndabíllinn Mercedes-Benz Concept IAA sem vakti hvað mesta athygli enda afar framúrstefnulegur bíll að sjá en með merkilega „raunverulega innréttingu“ sem fær mann til að hugsa um hversu langt Seinni samantektin frá alþjóðlegu bílasýningunni í Frankfurt Porsche 918 Spyder var til sýnis fyrir góðmennsku Porsche enda ekki bara ótrúlega fallegur heldur líka ófáanlegur því hann er farinn úr framleiðslu. Enn af unaði og munaði í Frankfurt Hugmyndabíll- inn Jaguar C-X75 fer því miður ekki í almenna framleiðslu, um það hefur þegar verið tekin ákvörðun. En hann mun engu að síður sjást í Bond- myndinni SPECTRE sem frum- sýnd verður innan skamms. Bentley Muls- anne Speed var hugsaður fyrir auðjöfra með val- kvíða milli hraða og munaðar – hann skart- ar hvoru tveggja. 530 hestöfl, 6,75 lítra V8 vél með tvöfaldri túrbínu gerir fólki kleift að upp- lifa hvort tveggja í senn. Rolls-Royce Dawn var með tölu- vert af fermetrum í Frankfurt til að njóta sviðsljóssins sem best. Framleiðandinn kallar hann enda kynþokkafyllsta bíl sinn frá upphafi. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 2015 6 BÍLAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.