Morgunblaðið - 06.10.2015, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.10.2015, Blaðsíða 1
ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 2015 BÍLAR Reynsluakstur VW Golf Alltrack er rennilegasti vagn, rásfastur og með öfluga vél og rúmgott farangursrými. Eyðslutölurnar eru þó heldur í hærri kant- inum og verðið er sömuleiðis nokk- uð hátt. »4 Alpine margmiðlunartæki með leiðsögukerfi fyrir þá sem víða rata Reykjavík - Raufarhöfn - Róm Síðumúla 19 • Sími 581 1118 • nesradio.is Í síðustu viku var tilkynnt um val á Bíl ársins á Ís- landi þetta árið en þetta er í þrettánda sinn sem tilkynnt er um valið hér á landi. Bíllinn sem hlaut Stálstýrið að þessu sinni var Volvo XC90 og var hann vel að sigrinum kominn að mati Bandalags ís- lenskra bílablaðamanna, eða BÍBB sem stendur að valinu. Að vísu var keppnin mjög spennandi að þessu sinni og stutt á eftir komu þrír Heklubílar, sem voru Golf GTE, Audi Q7 og VW Passat. Einnig var bryddað upp á þeirri nýbreytni að þessu sinni að velja bíl árs- ins í flokki umhverfisvænna en til úrslita kepptu 15 bílar í alls fimm flokkum, flokki minni og stærri fólks- bíla, flokki jeppa og jepplinga auk flokks umhverf- isvænna bíla. Stóð sig vel yfir heildina Bílablaðamenn BÍBB reyndu úrslitabílana í heilan dag á endurbyggðri Kvartmílubrautinni sem státar nú af hringakstursbraut. Bílunum eru gefin stig eftir frammistöðu þeirra auk upplýsinga um verð, eyðslu, búnaðar og fjölda annarra þátta. Vinningsbíllinn Volvo XC90 þótti standa sig vel á allflestum sviðum og þar með talið í verði þegar horft er til samkeppn- isaðila. Einnig státar hann af nýrri nálgun í innri hönnun og umhverfi bílstjórans. Það sama má segja um vinningshafann í flokki minni fólksbíla en það var Citroën C4 Cactus. VW Passat sem var hlutskarp- astur í flokki stærri fólksbíla, og Mazda CX-3 sem vann jepplingaflokkinn þóttu framúrskarandi akst- ursbílar. Athygli vakti einnig að bíllinn sem varð í öðru sæti yfir heildina kom úr flokki umhverfisvænna, en VW Golf GTE vann þann flokk með nokkrum yf- irburðum. Annars var röðin eins og hér segir: Flokkur minni fólksbíla: Citroën C4 Cactus Mazda2 Skoda Fabia Flokkur stærri fólksbíla: VW Passat Skoda Superb Ford Mondeo Flokkur jepplinga: Mazda CX-3 Renault Kadjar Nissan X-Trail Flokkur jeppa: Volvo XC90 Audi Q7 Land Rover Discovery Sport Flokkur umhverfisvænnra bíla: VW Golf GTE Tesla Model S P85D VW e-Golf njall@mbl.is Stálstýrið veitt í þrettánda sinn Volvo XC90 bíll ársins á Íslandi 2016 Volvo XC90 var kynntur til sögunnar á Spáni snemma á þessu ári og vakti strax verðskuldaða athygli. Morgunblaðið/Tryggvi Þormóð Bílarnir fimmtán ásamt þeim sem prófuðu þá að þessu sinni en það voru frá vinstri: Róbert Róbertsson, Njáll Gunnlaugsson, Jóhannes Reykdal, Ingvar Örn Ingvarsson, Róbert Runólfsson, Finnur Thorlacius, Guðjón Guðmundsson og Stefán Ásgrímsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.