Morgunblaðið - 27.10.2015, Page 1
ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 2015
ÍÞRÓTTIR
Handbolti Íris Björk Símonardóttir, markvörður Íslands- og bikarmeistara Gróttu, er leikmaður 7.
umferðar í Olís-deildinni. Átti stórleik á milli stanganna í sigrinum gegn Valskonum 3
Íþróttir
mbl.is
„Ég er mjög stolt yfir að ná þeim
áfanga að leika 100 landsleiki,“ sagði
Hólmfríður Magnúsdóttir, landsliðs-
kona í knattspyrnu, sem lék í gær
sinn 100. landsleik þegar íslenska
landsliðið vann landslið Slóveníu,
6:0, í undankeppni Evrópumótsins í
Lendava í Slóveníu.
Hólmfríður er sjötta konan til
þess að leika 100 landsleiki fyrir Ís-
lands hönd. Hinar eru Dóra María
Lárusdóttir, Edda Garðarsdóttir
Katrín Jónsdóttir, Margrét Lára
Viðarsdótir og Þóra Björg Helga-
dóttir.
Hólmfríður hefur verið meidd í
hné um skeið og gat m.a. ekki tekið
þátt í landsleik við Makedóníu í und-
ankeppninni fyrir helgina. Hún náði
að byrja leikinn í gær og leggja upp
fyrsta mark íslenska liðsins í leikn-
um áður en hún meiddist eftir tæp-
lega hálftíma leik.
„Ég var í keppni við tímann að ná
leiknum og með góðri hjálp þá hafð-
ist það en því miður þá entist ég
bara í 30 mínútur,“ sagði Hólmfríður
við Morgunblaðið í gærkvöldi. Hún
rann til á lausum vellinum í Lendava
og fékk högg á hnéð og fór af leik-
velli eftir skoðun hjá lækni íslenska
landsliðsins.
„Það hefur verið leiðinlegt að hafa
ekki getað tekið þátt í æfingum með
landsliðinu af fullum krafti síðustu
vikur vegna meiðslanna,“ sagði
Hólmfríður og bætti við: . „Ég er
ánægð með að hafa fengið að vera
með liðinu síðustu daga og hafa notið
trausts hjá Frey þjálfara sem var
viss um að ég myndi ná þessum leik.
Nú gef ég mér næstu vikur til þess
að jafna mig því ég ætla að taka þátt
í úrslitaleik bikarkeppninnar í Nor-
egi með Avaldsnes gegn Lilleström
21. nóvember,“ sagði Hólmfríður
Magnúsdóttir, landsliðskona í knatt-
spyrnu, galvösk. iben@mbl.is
Stolt yfir þessum áfanga
Hólmfríður komst í 100 landsleikjaklúbbinn og lagði upp mark í stórsigri
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Áfangi Hólmfríður Magnúsdóttir
hefur náð merkum áfagna.
FÓTBOLTI
Guðmundur Hilmarsson
gummih@mbl.is
„Það má segja að það sé búinn að vera stanslaus
fögnuður hjá okkur frá því leiknum við Ströms-
godset lauk,“ sagði Matthías Vilhjálmsson, leik-
maður Rosenborg, við Morgunblaðið í gær en
hann, Hólmar Örn Eyjólfsson og félagar hans í
Rosenborg tryggðu sér norska meistaratitilinn
með því að gera 3:3 jafntefli við Strömsgodset í
fyrradag. Þegar tvær umferðir eru eftir er Ros-
enborg með tíu stiga forskot á Strömsgodset en
Rosenborg var að vinna meistaratitilinn í 23. sinn
og í fyrsta sinn í fimm ár. Þá getur liðið bætt öðr-
um titli í safn sitt í næsta mánuði þegar það mæt-
ir Saarpsborg bikarúrslitaleik á Ullevi-leikvang-
inum í Ósló en Rosenborg hefur ekki unnið
bikarinn síðan árið 2003.
Fínt að bæta þessu á ferilskránna
„Strax eftir leikinn var klukkutíma rútuferð frá
Drammen til Gardemoen-flugvallar. Það er eðli-
lega mikið fjör og við komuna til Þrándheims var
haldið beint á skemmtistað í bænum og þar var
sungið og trallað fram eftir nóttu. Í dag var svo
kökuveisla þar sem við úðuðum í okkur meist-
arakökunni,“ sagði Matthías við Morgunblaðið en
hann fór frá Start á miðju tímabili og samdi við
sigursælasta lið Noregs til loka tímabils 2017.
„Það er ansi ljúf tilfinning að vera orðinn Nor-
egsmeistari. Það er fínt að bæta því á fer-
ilskrána,“ sagði Ísfirðingurinn, sem þrívegis hef-
ur hampað Íslandsmeistaratitlinum með FH og
tveimur bikarmeistaratitlum.
„Það er búið að ganga rosalega vel hjá Rosen-
borg í ár og ég var heppinn að fá tækifæri til að
koma til félagsins í sumar og upplifa þetta. Það er
mikil ánægja í bænum enda fólk búið að bíða í
nokkur ár eftir titlinum. Nú er bara að fullkomna
þetta frábæra tímabil með því að vinna bikarinn.
Ég gerði mér góðar vonir þegar ég kom hingað
um mitt tímabil að við yrðum meistarar enda var
liðið í góðri stöðu. Það er sterkt að hafa haldið sjó
og vera búnir að vinna titilinn þegar tvær um-
ferðir eru eftir,“ sagði Matthías, sem hefur komið
við sögu í 10 leikjum Rosenborg í deildinni og
hefur í þeim skorað eitt mark
Matthías hefur leikið flestar stöður á vellinum
með meistaraliðinu og í leiknum í fyrradag lék
hann síðustu mínúturnar með Hólmari Erni í
miðvarðarstöðunni.
„Ég kom inn á fyrir Söderlund en fljótlega
fékk annar miðvörðurinn krampa svo ég beðinn
um að leysa þá stöðu. Ég er búinn að spila sem
fremsti maður, hef verið framliggjandi miðjumað-
ur og einnig aftastur á miðjunni og nú bætti ég
miðverðinum við. Nú á bara eftir að spila á kant-
inum og í bakverðinum. Ég er bara þakklátur að
fá að spila og að vinna leikina. Ég vissi að það
yrði mikil samkeppni um stöður í liðinu en ég leit
á þetta ár sem góða innkeyrslu fyrir næsta tíma-
bil þar sem ég ætla að eigna mér sæti í byrj-
unarliðinu,“ sagði Matthías en um næstu helgi
tekur Rosenborg á móti titlinum eftir heimaleik á
móti Haugasundi.
Ekki er hægt að sleppa Matthíasi án þess að
spyrja hann út í landsliðið og möguleika hans á að
komast í EM hópinn. „Ég held að það sé mark-
mið flestra íslenska fótboltamanna að komast í
hópinn sem fer á EM. Ég er engin undantekning
og ég stefni bara á að gera eins vel og ég get með
mínu félagsliði og vonast svo til að fá kallið.“
Frá því að Matthías yfirgaf Start hefur liðið
ekki unnið leik og er í bullandi fallbaráttu. „Það
eru blendnar tilfinningar hjá mér núna þegar ég
er kominn með titil í hendur en sé svo gömlu fé-
laganna í miklu basli. Það er ekki gaman að sjá
það en vonandi tekst Start að halda sæti sínu.“
Stanslaus fögnuður
Mikið fjör hjá Matthíasi og Hólmari eftir að hafa tryggt sér Noregsmeistaratit-
ilinn með Rosenborg Matthías búinn að spila flestar stöður á vellinum
Ljósmynd/rbk.no
Fögnuður Matthías Vilhjálmsson og Hólmar Örn Eyjólfsson fagna marki með Rosenborg á leiktíðinni.
Marteinn Geirsson lék sinn 67. og
síðasta landsleik á þessum degi árið
1982 þegar Íslendingar töpuðu fyrir
Spánverjum, 1:0, í undankeppni Evr-
ópumótsins en leikið var á Spáni.
Marteinn er fæddur árið 1951. Hann
átti lengi vel landsleikjametið en hann
lék sinn fyrsta landsleik árið 1971. Hann
skoraði átta mörk í leikjunum 67 og var
fyrirliði í 20 leikjum. Hann lék með
Fram á sínum ferli og eitt tímabil með
Víði í Garði og þá lék hann með belgíska
liðinu Royal Union frá 1976-78. Mar-
teinn þjálfaði Víði, Fylki og Fram.
ÍÞRÓTTA-
MAÐUR-
DAGSINS
Guðbjörg Gunn-
arsdóttir, lands-
liðsmarkvörður í
knattspyrnu og
liðsmaður norska
meistaraliðsins
Lilleström, rif-
beinsbrotnaði í
viðureign Slóv-
eníu og Íslands í
undankeppni EM
í gær. Hætt er
við að Guðbjörg verði frá keppni
um tíma af þessum sökum og gæti
orðið af þremur stórum leikjum
sem framundan eru hjá Lilleström.
Lilleström mætir þýska liðinu
Frankfurt í 16-liða úrslitum Meist-
aradeildar Evrópu 11. nóvember og
aftur viku síðar. Þá leikur Lille-
ström til úrslita um norska bik-
arinn 21. nóvember gegn Avalds-
nes.
Guðbjörg fór til skoðunar á
sjúkrahúsi í Lendava í gærkvöldi.
„Við vildum vera viss um að ekki
hafi orðið innvortis blæðingar við
höggið. Það verður allt að vera á
hreinu áður en við höldum áfram
ferð okkar heim,“ sagði Freyr Al-
exandersson landsliðsþjálfari við
Morgunblaðið en hann taldi víst að
Guðbjörg væri brotin. iben@mbl.is
Þrír stórir
leikir í hættu
Guðbjörg
Gunnarsdóttir