Morgunblaðið - 27.10.2015, Page 2

Morgunblaðið - 27.10.2015, Page 2
2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 2015 Undankeppni EM kvenna 1. riðill: Slóvenía – Ísland .......................................0:6 Staðan: Ísland 3 3 0 0 12:0 9 Skotland 2 2 0 0 10:0 6 Slóvenía 3 1 0 2 3:9 3 Makedónía 1 0 0 1 0:4 0 H-Rússland 3 0 0 3 0:12 0  Sigurlið riðlanna og sex bestu lið í öðru sæti fara beint á EM 2017. England B-deild: Cardiff – Bristol City ...............................0:0  Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn fyrir Cardiff. Staðan: Brighton 13 8 5 0 18:10 29 Hull 13 7 4 2 19:8 25 Burnley 13 7 4 2 18:12 25 Middlesbrough 13 7 3 3 20:9 24 Derby 13 6 6 1 18:10 24 Birmingham 13 7 3 3 19:13 24 Reading 13 6 4 3 20:12 22 Cardiff 13 5 6 2 15:11 21 Sheffield Wed. 13 5 5 3 18:16 20 QPR 13 5 4 4 22:22 19 Fulham 13 4 5 4 22:19 17 Brentford 13 5 2 6 19:20 17 Ipswich 13 4 5 4 16:21 17 Wolves 13 4 3 6 18:20 15 Huddersfield 13 3 5 5 13:16 14 Nottingham F. 13 3 5 5 11:14 14 Leeds 13 2 7 4 12:17 13 Blackburn 13 2 6 5 12:14 12 Preston 13 2 6 5 10:13 12 Bristol City 13 2 5 6 15:22 11 MK Dons 13 3 2 8 12:19 11 Charlton 13 2 4 7 11:21 10 Rotherham 13 2 3 8 15:24 9 Bolton 13 1 6 6 10:20 9 Svíþjóð Åtvidaberg – Örebro................................2:3  Eiður Aron Sigurbjörnsson og Hjörtur Logi Valgarðsson léku allan leikinn með Örebro. AIK – Gautaborg ......................................1:2  Haukur Heiðar Hauksson lék allan leik- inn fyrir AIK.  Hjálmar Jónsson lék allan leikinn fyrir Gautaborgarliðið. Staðan: Norrköping 29 19 6 4 58:33 63 Gautaborg 29 18 8 3 50:20 62 AIK 29 18 6 5 53:33 60 Malmö 29 15 9 5 54:32 54 Elfsborg 29 15 7 7 55:40 52 Djurgården 29 13 9 7 48:35 48 Häcken 29 12 6 11 43:38 42 Helsingborg 29 11 4 14 42:43 37 Örebro 29 9 9 11 35:49 36 Hammarby 29 8 9 12 34:37 33 Gefle 29 9 6 14 33:49 33 Sundsvall 29 9 5 15 32:48 32 Kalmar 29 8 6 15 29:40 30 Falkenberg 29 7 4 18 36:52 25 Halmstad 29 3 9 17 19:43 18 Åtvidaberg 29 2 9 18 24:53 15 Danmörk Randers – OB ............................................1:1  Hallgrímur Jónasson og Ari Freyr Skúlason léku allan leikinn fyrir OB. Staðan: København 13 8 3 2 22:11 27 Midtjylland 13 8 3 2 17:6 27 SønderjyskE 13 7 0 6 22:17 21 Brøndby 13 6 3 4 19:15 21 Randers 13 6 2 5 20:18 20 AaB 13 6 1 6 24:20 19 Nordsjælland 13 6 1 6 15:20 19 OB 13 5 2 6 22:24 17 AGF 13 4 4 5 19:19 16 Viborg 13 4 2 7 10:18 14 Esbjerg 13 2 5 6 16:24 11 Hobro 13 2 2 9 11:25 8 KNATTSPYRNA Bikarkeppni karla 32-liða úrslit: Þróttur – Stjarnan ................................26:45 Mílan – Fjölnir.......................................22:27 Svíþjóð Drott – Ricoh ........................................22:29  Magnús Óli Magnússon skoraði 2 mörk fyrir Ricoh en Tandri Már Konráðsson var ekki í leikmannahópnum. Hammarby – Redbergslid...................25:25  Örn Ingi Bjarkason skoraði 1 mark fyrir Hammarby. Sävehof – Skövde .................................26:23  Atli Ævar Ingólfsson skoraði 5 mörk fyr- ir Sävehof. HANDBOLTI HANDKNATTLEIKUR Olís-deild kvenna: Selfoss: Selfoss – Valur.........................19.30 Digranes: HK – Fylkir......................... 19.30 Schenker-höll: Haukar – KA/Þór ....... 19.30 Varmá: Afturelding – ÍR ..................... 19.30 Grafarvogur: Fjölnir – FH .................. 20.00 Fram-hús: Fram – Stjarnan................ 20.00 Í KVÖLD! SÁ BESTI Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Hreiðar Levý Guðmundsson mark- vörður er leikmaður 10. umferðar í Ol- ísdeildinni í handknattleik eftir að hafa varið yfir helming skota sem hann fékk á sig í marki Akureyrar, þegar liðið valtaði yfir hans gamla félag ÍR í síð- ustu viku. Hreiðar kom aftur til Akureyrar í fyrrasumar, eftir langa veru í atvinnu- mennsku, en meiðsli settu stórt strik í reikninginn hjá honum síðasta vetur. Nú hefur hann náð sér vel á strik og unnið sér aftur sæti í landsliðinu, en hann á tæplega 150 landsleiki að baki og var í liðinu sem vann silfur á ÓL í Peking 2008, og brons á EM í Aust- urríki 2010. Hann hóf meistaraflokks- ferilinn með ÍR en fór svo til KA 2005, og þaðan í atvinnumennsku 2007. Hann lék í Svíþjóð, Þýskalandi og Noregi, áð- ur en hann kom aftur heim í fyrra. „Hann kom heim meiddur, og því miður gekk endurhæfingin ekki nægi- lega vel, því hann fann alltaf fyrir eymslum í hnénu. Þetta endaði með því að hann lét „krukka“ aðeins frekar í hnéð í sumar,“ sagði Sverre Jakobsson, þjálfari Akureyrar og fyrrverandi liðs- félagi Hreiðars í landsliðinu. „Hann setti sér strax skýr markmið eftir það, og ætlaði að vera tilbúinn í fyrsta leik, sem hann gerði. Endurhæf- ingin var lyginni líkust. Hann æfði hrikalega vel og tók sig allan í gegn; andlega, líkamlega og hvað mataræði snertir. Þetta var risapakki, hann var svakalega einbeittur og það er gaman að sjá hvernig hann hefur verðlaunað sjálfan sig í gegnum eigin fórnfýsi. Þetta er engin tilviljun,“ sagði Sverre. „Landsliðssætið er stærsta við- urkenningin, og heldur honum enn frekar á tánum. Hann er fullur sjálfs- trausts og það er ekki annað hægt en að gefa honum gott klapp á bakið fyrir það hvernig hann hefur tæklað þessi mál,“ bætti hann við. Sverre segir Hreiðar eyða miklum tíma í undirbún- ingsvinnu fyrir leiki, og það skili sér: Horfir mikið á myndbönd „Hann er klókur markmaður og undirbýr sig mjög vel. Hann horfir mikið á myndbönd af andstæðing- unum, gerir greiningar og getur auð- veldlega unnið með vörninni, sér- staklega með Didda [Ingimundi Ingimundarsyni] enda sterk taug á milli þeirra sem náinna vina. Hann er líka hokinn af reynslu, búinn að spila lengi með landsliðinu og í atvinnu- mennsku, og þekkir þetta allt saman. Hann nýtir reynsluna vel inni á vell- inum, og miðlar til ungu strákanna sem hann heldur vel á tánum. Þeir fá ekkert að slaka á. Hann er virkur, og það er alltaf kostur, þó að stundum sé hann bara að tjá sig til þess að skerpa á ein- beitingunni hjá sjálfum sér. Við varn- armennirnir hlustum ekkert alltaf,“ sagði Sverre léttur. Hann segir aðra markverði njóta góðs af Hreiðari: „Hann gefur mikið af sér og ég held að Tomas [Olason] og fleiri hér græði mikið á því að vinna með honum.“ Handbolti: Bestur í 10. umferð Tók sig allan í gegn í sumar  Hreiðar frábær eftir að hafa jafnað sig af meiðslum  Kominn aftur í landsliðið Morgunblaðið/Eva Björk Endurkoma Hreiðar Levý Guðmundsson glímdi við meiðsli á síðustu leiktíð en hefur náð sér af meiðslunum og gott betur, því hann er kominn aftur í landsliðið. SÚ BESTA Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Pálína María Gunnlaugsdóttir átti aldeilis flottan leik með Haukum gegn sínum gömlu samherjum í Keflavík þegar liðin áttust við í 4. umferð Dominos-deildarinnar í körfuknattleik á dögunum. Pálína, sem gekk í raðir Haukanna fyrir tímabilið, skoraði 37 stig, tók 6 frá- köst og átti eina stoðsendingu í sigri Hauka, 88:74, á útivelli. Pálína er leikmaður 4. umferð deildarinnar. Morgunblaðið fékk Helenu Sverr- isdóttur, liðsfélaga Pálínu, til að lýsa henni; „Pálína er vítamínsprauta í hvaða liði sem hún er. Það er ótrúlega mik- il orka í henni,“ segir Helena, besta körfuknattleikskona landsins um árabil, um samherja sinn en Helena sneri heim í sumar úr atvinnu- mennsku og samdi við sitt gamla fé- lag. Þær Pálína og Helena voru bún- ar að sammælast um það þegar Helena hélt til Bandaríkjanna á sín- um tíma að þær ætluðu að spila í sama liði síðar meir og nú er það orðið að veruleika. „Pálína er þekkt fyrir sinn góða varnarleik en hún sýndi það í leikn- um á móti Keflavík að hún kann sko ennþá að spila sóknarleikinn. Pálína er þannig leikmaður að hún rífur alla með sér og það er ávallt mikill hasar og læti í henni. Við höfum náð mjög vel saman og gaman að end- urtaka leikinn á ný með því að kasta boltanum á hana langt fram á völl- inn,“ segir Helena en Haukar hafa byrjað tímabilið vel og hafa unnið alla þrjá leiki sína í deildinni á tíma- bilinu. Mikil keppnismanneskja Pálína hefur skorað 19,3 stig að meðaltali í leikjunum þremur, tekið 6,3 fráköst og átt 1,3 stoðsendingar. Spurð um helstu styrkleika Pálínu sem leikmanns segir Helena; „Hún er rosalega mikil keppnis- mannenska og sættir sig ekki við neitt nema að vinna. Hún er mjög dugleg að fá alla leikmenn með sér í baráttu og er sérlega góður varn- armaður. Pálína kann leikinn mjög vel enda ansi reynd í bransanum. Hún er frábær varnarmaður og er yfirleitt látin pirra besta leikmann- inn í liði andstæðinganna. Það er ansi gott að vera með svona leik- mann í sínu liði,“ sagði Helena Sverrisdóttir. Körfubolti: Best í 4. umferð Orkumikil víta- mínsprauta  Pálína María Gunnlaugsdóttir, Haukum Morgunblaðið/Golli Öflug Pálína María Gunnlaugsdóttir fór mikinn í sigri Hauka gegn Keflavík. Hér er hún í leik með íslenska landsliðinu á Smáþjóðaleikunum í sumar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.