Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.12.1986, Side 17

Víkurfréttir - 04.12.1986, Side 17
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 4. desember 1986 17 Athugasemdir frá Hagvirki hf. - vegna fráttar um að fyrirtækið fari með rúman milljarð út af svaeðinu, auk annarra skrifa, fimmtudaginn 20. nóv. 1986 Hagvirki hf. var eina fyrirtækið sunnan Reykja- víkur sem bauð í innrétt- ingavinnu í Flugstöð. Við samninga við undirverk- taka var leitast við að fá að- ila af Suðurnesjum til að takast á við verkefnin. Þannig eru rafvirkjar af Suðurnesjum, málarar og nú múrarar, enda þótt Húsanesi hafi tekist tvisvar að klúðra því að þeir tækju að sér múrverk í húsinu. Þá er fjöldi iðnaðarmanna og verkamanna af Suðurnesj- um við vinnu að flugstöðv- arverkefninu. Engir blikksmiðir eða pípulagningamenn af Suð- urnesjum gáfu undirtilboð í verkið. í þjónustubyggingu Flug- leiða var ekkert boð frá Suðurnesjamönnum, nema hvað Hagvirki hf. fékk und- irtilboð frá Húsanesi, sem var óaðgengilegt. I þjónustubyggingunni er jafnframt leitast við að fá aðila af Suðurnesjum til vinnu við húsið. Hvað varðar eldsneytis- birgðastöðina er ekki við Hagvirki að sakast og í henni verða jafnframt nýtt- ir eftir föngum Suðurnesja- menn. Þá er það rangt að Verk- takasambandið hafi for- dæmt „þessar aðgerðir byggingarnefndar“. Rétt er að Verktakasambandið hefur óskað eftir upplýs- ingum varðandi málið. Hagvirki hf. leitaði ekki eftir verkefninu á annan hátt en með tilboðsgerð- inni og var aldrei gefinn kostur á að breyta tilboð- inu. Hagvirki ber skylda til þess að standa við tilboð sitt, sé leitað eftir samningi um verkið. Þess skal getið að Hag- virki hf. annaðist 1. áfanga verksins, þ.e. jarðvinnu á mjög skömmum tíma og tók að sér viðbótarjarð- vinnu í síðara samningi. I Helguvík er Hagvirki hf. 17.5% aðili að Núp sf. Þar eru í vinnu 6-7 vélar og starfsmenn nærallir afSuð- urnesjum. Þess skal jafn- framt getið, að allt frá stofnun Hagvirkis hf. hefur stór hópur starfsmanna fyrirtækisins verið af Suð- urnesjum og þeir unnið á vegum fyrirtækisins um allt land og hvergi verið amast við þeim. Ohætt er að fullyrða að ekki hefur ann- að fyrirtæki á líftíma Hag- virkis veitt fleiri Suður- nesjamönnum vinnu utan heimasveitar en einmitt Hagvirki hf. Það er skoðun Hagvirkis hf., og Verktakasam- bandið hefur lagt á þá skoð- un áherslu, að Island sé einn markaður og varhuga- vert fyrir einstaka svæði að reyna að girða sig af, þótt stundarhagsmunir sýnist þannig. I .grein í blaðinu kemur fram sú fullyrðing að fyrir- tækið sé sérhæft í jarðvegs- framkvæmdum, og er það út af fyrir sig rétt, en fyrir- tækið er jafnframt stærsta byggingafyrirtæki landsins í dag (skv. könnun Verk- takasambandsins um mán- aðamótin sept.-okt. sl.) og 90% af veltu þess er vegna byggingaframkvæmda en ekki jarðvinnu. Loks vill Hagvirki hf. nota þetta tækifæri til þess að þakka Suðurnesjamönn- um ánægjulegt samstarf, allt frá stofnun fyrirtækis- ins. Hafnarfirði, 25/11 ’86. Jóhann G. Bergþórsson Biskup íslands, herra Pétur Sigurgeirsson, og sóknarpresturinn, séra Þorvaldur Karl Helgason, ásamt fermingarbörnum, gengu fylktu liði inn kirkjugólfið í upphafi messunnar. m = Ytri-Njarðvík: ===== Biskup íslands heim- sótti söfnuöinn Síðasta sunnudag, sem var fyrsti sunnudagur í að- ventu, heimsótti biskup Is- lands, herra Pétur Sigur- geirsson, Ytri-Njarðvíkur- kirkju. Flutti hann þar hug- leiðingar um aðventuna við aðventusamkomu. Kór Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi, sem í eru 40 söngfélagar, söng undir stjórn Jóns Inga Sig- urmundssonar. Gróa Hreinsdóttir, organisti kirkj- unnar stjórnaði almennum söng og Kjartan Már Kjart- ansson lék einleik á fiðlu. I upphafi messu gengu biskup og sóknarprestur- inn, séra Þorvaldur Karl Helgason, ásamt ferming- arbörnum fylktu liði inn kirkjugólfið, en fermingar- börnin ásamt sóknarpresti lásu ritningartexta, en sóknarpresturinn stjórn- aði aðventusamkomunni. Að messu lokinni var öllum viðstöddum boðið að þiggja veitingar í safnaðar- sal kirkjunnar í boði kirkju- kórsins og sóknarnefndar. epj- BREYTT símanúmer Frá og með morgundeginum (föstudeginum 5. nóvember) er ©4411 símanúmerið áskrifstofu okkar. Bæjarfógetinn í Keflavík, Njarðvík og Grindavík Sýslumaöurinn í Gullbringusýslu PARKET NÝTT NÝTT Einu sinni enn er Tarkett-parket í farar broddi í parket-framleiöslu. • Á markaðinn er nú komið parket með nýrri lakkáferð, sem er þrisvar sinnum endingarbetri en venjulegt lakk. • Veitir helmingi betri endingu gegn rispum en venjulegt lakk. • Gefur skýrari og fallegri áferð. • Betra í öllu viðhaldi. • Komið og kynnið ykkur þessa nýju og glæsilegu framleiðslu frá Tarkett. • Alger bylting á íslenska parket- markaðinum. Járn & Skip V/VlKURBRAUT - 230 KEFLAVÍK - SÍMI 92-1505

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.