Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.12.1986, Síða 23

Víkurfréttir - 04.12.1986, Síða 23
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 4. desember 1986 23 Iþróttaráð vill fþrótta- og leikjaskóla allt sumarið íþrótta- og Icikjaskóli fyrir böm og unglinga sem starfræktur yrði þrjá mánuði á ári yfir sumar- tímann í Keflavík, kynni að verða settur á lagg- irnar á komandi sumri. Mál þetta liggur nú hjá bæjarstjórn Keflavíkur. Hafsteinn Guðmunds- son bar fram þessa tillögu á fundi íþróttaráðs 15. nóvember sl. og var hún samþykkt samhljóða. I tillögu Hafsteins er gert ráð fyrir að skólinn standi yfir í júní, júlí og ágúst og kenndar verði undirstöðuatriði sem flestra íþróttagreina. Kennsla fari fram á í- þróttasvæðinu og í íþrótta- húsinu, sem yrði opið allt sumarið vegna þessa. Greinargerð fylgirþess- ari tillögu og segir í henni að á undanförnum sumr- um hafi verið haldin leikjanámskeið fyrir börn á vegum íþróttabanda- lagsins. Þau hefðu verið alltof stutt og nær ein- göngu miðuð við knatt- spyrnu. íþróttaráð vill gerbreyta fyrirkomulagi þessara námskeiða, láta þau standa yfir allan sum- artímann og kenna á þeim undirstöðuatriði sem flestra íþróttagreina, m.a. knattspyrnu, handbolta, körfubolta, blak, frjálsar íþróttir og hina ýmsu inni- og útileiki. Sundi yrði síðan bætt við á stundaskrána þegar sundmiðstöðin yrði tekin í notkun. Ennfremur segir í grein- argerðinni: „Ekki þarf að fara mörgum orðum um gildi þess að vekja snemma áhuga barna á íþróttum, því oft vill það verða svo „að hvað ungur nemur, gamall temur“ og sjaldan hefur verið meiri þörf en nú, að vekja áhuga barna og unglinga á íþróttum og hefja snemma tilsögn í þeim“. íþróttaráð telur að kostnaður við að koma á slíkum skóla sé ekki mik- ill - og þeim fjármunum yrði ábyggilega vel varið. bb. Kirkjudagur Sunnudaginn 7. des. n.k. verður kirkjudagur á veg- um Kvenfélagsins Gefn í Garði, sem hefst með guðs- þjónustu í Útskálakirku kl. 14. Sóknarprestur er sr. Hjörtur Magni Jóhanns- son. Kvenfélagskonur ætla að fjölmenna og taka þátt í guðsþjónustunni. Kaffisala verður 1 sam- komuhúsinu frá kl. 15-17. Þar koma fram barnakór og bjöllukór Tónlistarskól- Við erum á fiullu að undirbúa jólablaðið. Verið tímanlega með auglýsingarnar. \ Garðinum ans í Garði og Kirkjukór Útskálakirkju undir stjórn Jónínu Guðmundsdóttur. Allur ágóði af kaffisölunni mun renna til Útskála- kirkju. Slysavarnadeild kvenna í Keflavík hefur vetrarstarf- ið með sínum árlega jóla- fundi í Iðnsveinafélagshús- inu, þriðjudaginn 9. des. kl. 20, og þar borðað hangi- kjöt. Er vonast til að sem flestar konur sjái sér fært að koma, því sitt hvað verður gert til ánægju. Eru konur minntar á að koma með litla jólapakka. Á sama tíma verður hinn árlegi haustbasar Kvenfé- lagsins Gefn í fundarsal Samkomuhússins. Þar verður að venju margt góðra muna. (Fréttatilkynning) Þessi deild kvenna eru með elstu félögum hér í Keflavík og er ótrúlegt hvað hún safnar á ári hverju, þrátt fyrir litla starf- semi. Er öllum þakkaður góður hugur til Slysavarna- félagsins. Konur eru hvattar til að mæta vel á jólafundinn. Nefndin Slysavarnadeild kvenna, Keflavík: Vetrarstarfiö hafið Beitingamenn vantar á m.b. Akurey sem rærfrá Keflavík. Upplýsingar í síma 3450 og 1069. ÓDÝRU herragallabuxurnar komnar aftur. Verð kr. 895. - Flauelsbuxur kr. 695. - og kr. 950. - Sandgerði OPIÐ fimmtudag kl. 9-20 föstudag kl. 9-18 laugardag kl. 10-18 Sími 1350 Austfirðingar, Suðurnesjum Framhaldsaðalfundur félagsins verður haldinn laugardaginn 6. des. kl. 15 í húsi Iðnsveinafélagsins, Tjarnargötu 7. Áríðandi að allir mæti. Stjómin S er hafin á jólaföndurvörum. Nýkomin sending af LITAVÖRUM. Eitthvað spennandi fyrir alla. - Sjáumst. FÖNDURSTOFAN Hafnargötu 68a - Keflavík - Sfmi 2738 Atvinnurekendur - Launþegar Sjóðurinn vill hér með minna á samkomulag aðila vinnumark- aðarins frá kjarasamningunum í febrúar 1986 um greiðslu ið- gjalda til lífeyrissjóða. f 4. gr. kjarasamningsins segir m.a.: „Frá 1. janúar 1987 aukast iðgjaldagreiðslurtil lífeyrissjóða þannig, að til viðbótar núgild- andi iðgjaldi skal starfsmaður greiða 1 % af yfirvinnu, ákvæðis- vinnu, bónus eða öðrum launum, sem ekki er greitt iðgjald af samkvæmt gildandi reglum. Með sama hætti skal atvinnurek- andi greiða 1.5%. Hinn 1. janúar 1988 aukast framangreindar iðgjaldagreiðslur þannig, að starfsmaður greiðir 2% og atvinnurekandi 3% og frá 1. janúar 1989 greiðir starfsmaður 3% og atvinnurekandi 4.5%. Frá 1. janúar 1990 greiðirstarfsmaður4% iðgjald til lífeyrissjóðs af öllum launum og atvinnurekandi með sama hætti 6%. LÍFEYRISSJÓÐUR VERKALÝÐSFÉLAGA Á SUÐURNESJUM SUÐURGÖTU 7 - 230 KEFLAVÍK - SlMI 92-3803

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.