Víkurfréttir

Eksemplar

Víkurfréttir - 26.11.1987, Side 13

Víkurfréttir - 26.11.1987, Side 13
\fmun MiKurt 12 Fimmtudagur 26. nóvember 1987 Fimmtudagur 26. nóvember 1987 13 Pétur Jóhannson, formaður Ferðamálasamtaka Suður- nesja, flytur skýrslu stjórnar á aðalfundi samtakanna. Næst honum er Gunnþórunn Gunnarsdóttir ritari, Drífa Sigfúsdóttir fundarstjóri, og loks Steindór Sigurðsson meðstjórnandi. A innfelldu myndinni er Oli J. Olason ferðamálafulltrúi. Ljósm.: pket. Aðalfundur Ferð^málasamtaka Suðurnesja: Suðurnesin hafa upp á marga möguleika að bjóða „Suðurnesin hafa margt upp á að bjóða og marga mögu- leika í ferðaþjónustu og ég sé miklu fleiri kosti en galla við að auka ferðamannastraum um Suðurnes", sagði Oli Jón Ola- son, ferðamálafulltrúi, m.a. er hann kynnti nýja skýrslu sína um úttekt á ferðamálum á Suðurnesjum, á aðalfundi Ferða- málasamtaka Suðurnesja á Hótel Kristínu sl. sunnudag. Skýrsla Óla var mjögfróð- leg og í henni er greint ítar- lega frá möguleikum hvernig standa megi að uppbyggingu ferðaþjónustu á svæðinu. Ferðamálasamtökin leituðu til Óla fyrr á árinu til að vinna úttektina, sem hann hefur nýlokið við, sem hafin og kynnti á fundinum. I henni kemur fram að Suður- nesin eru vel í sveit sett til að taka á móti ferðamönnum, hvort sem er frá útlöndum eða innanlands frá. Telur Óli að svæðið hafi margt upp á að bjóða, hvort sem er til að sjá og skoða svo og alla nauð- synlega þjónustu, hvort sem er í gistirými, veitingasölu, verslun og ýmsu fleiru. Loks að Suðurnesin eru að mörgu leyti öðruvísi. Helstu ókost- ina telur Óli vera að Suður- nesin séu óþekkt svæði í ferðaþjónustunni, gera þurfi svæðið aðgengilegra fyrir ferðamenn og sameina þurfi menn til átaka í markaðs- málum svo og að kanna þurfí betur ýmsar hliðargreinar ferðaþjónustunnar. í byrjun fundarins flutti Pétur Jóhannsson, formaður samtakanna, skýrslu stjórn- ar. Kom hann m.a. inn á það að ferðamálasamtök úti á landi fengju mun meira fjár- magn frá viðkomandi sveit- arfélögum, víðast væri greitt eftir höfðatölureglunni, 5 kr. á íbúa. Hér greiddu sveitar- félögin aðeins 4000 kr. i árs- gjald, sama og fyrirtæki sem eiga aðild að samtökunum gera. Samtökin hefðu því nánast engar fastar tekjur og gerði það starfseminni erfitt fyrir. Auk Óla J. Ólasonar kynnti Aslaug Alfreðsdóttir starfsemi nýstofnaðrar upp- lýsingamiðstöðvar ferða- mála á Islandi, sem Ferða- málasamtök Suðurnesja eiga aðild að. Stefnt er að því að þessi upplýsingamiðstöð verði móðurstöð fyrir aðrar sem komi út um landsbyggð- ina^í framtíðinni. A fundinum urðu all nokkrar umræður um fram- tíð ferðamála og þjónustu á Suðurnesjum. Fjölmenntu sveitarstjórnarmenn frá flest - um byggðarlögum Suður- nesja á fundinn, en lítil sem engin mæting var frá hags- munaaðilum sem tengjast ferðaþjónustu. Eitt af verk- efnum ferðamálasamtak- anna á næsta ári verður að gefa út ferðabæklingum Suð- urnes á íslensku og ensku. Einnig að efla kynningu í fjölmiðlum á þeirri aðstöðu sem hér er fyrir hendi í ferða- málum, með þaðfyriraugum að auka umferð til Suður- nesja og félagatölu samtak- anna. Eitt af þeim málum sem umræður spunnust um var léleg eða engin tjaldstæða- aðstaða á Suðurnesjum. Kom fram að með góðum tjaldstæðum myndi án efa ferðamönnum sem ferðast á þann veg fjölga sem áhuga hefðu á að dvelja hérna. As- laug Alfreðsdóttir hjá Upp- lýsingamiðstöð ferðamála, sagði að hún hefði fundið mikið fyrir áhuga hjá fólki sem vildi dvelja síðustu 1-2 dagana á Suðurnesjum, en ýmsir agnúar, m.a. rútuferð- ir á milli byggðarlaga á Suð- urnesjum hefðu staðið í vegi fyrir þessu. Hér væri einung- is spurning um skipulagn- ingu. Kom einnig fram að vinna þyrfti meira í því að fá ferðamenn til að stoppa við á Suðurnesjum til og frá flug- stöð og m.a. með því að auka kynningu í Leifsstöð fyrir ferðamennina. Nýtt árgjald var samþykkt, kr. 5000 á fyrirtæki og 750 kr. fyrir einstaklinga. Ný stjórn var kosin, níu manns, fjórir til 2ja ára og fimm til eins árs. Hin nýja stjórn er þannig skipuð: Til 2ja ára: Elsa Kristjánsdóttir, Gunn- þórunn Gunnarsdóttir, Jón Stígsson og Steinþór Jóns- son. Til eins árs: Halldór Ingvarsson, Páll Ketilsson, Guðrún Eyjólfsdóttir, Pétur Jóhannsson og einn fulltrúi frá SSS. I varastjórn voru kosnir: Ragnar Örn Péturs- son, Aðalbergur Þórarins- son, Bjarni Ólason, Axel Jónsson, Steindór Sigurðs- son og einn frá SSS. Margt fleira bar á góma á fundinum, svo sem að ef vinna ætti marvisst að ferða- málum á Suðurnesjum væri nauðsynlegt að ráða starfs- mann til reynslu. Pílu- kastari sýndi í Golf- skálanum Barry Twomolow, l'yrrum heimsmeistari í pílukasti, sýndi listir sínar í Goll'skálanum, Leiru, ekki alls fyrir löngu. Sýndi liann hvernig nota á rétt handtök og lct mönnum í té ýmsan fróðleik um pilukastið. Suðurnesjamenn fjölmcnntu í Leiruna þetta kvöld, en heimsóknin var á vegum Reið- hjólaverkstæðis M.J. A myndinni er Barry að munda píluna, - áhorfendur fylgjast spcnntir með. Ljósm.: pket. 6 ára deild í heimsókn Þeir nemendur sex ára deildar Grunnskóla Keflavíkur, sem einnig eru í dagvistun í skólanum, komu í heimsókn til Grágásar og Víkurfréttadag einnfyrir skemmstu ásamt kennurumsínum. Sést hér hluti hópsins hlýða á Sigurjón R. Vikarsson í Grágás er hann sýndi þeim hvernig blaðið er sett. Ljósm.: epj. Jóla- föndur í Myllu- bakka- skóla Hinn árlegi jólaföndur- dagur verður laugardaginn 28. nóvember n.k. 6 og 7 ára nemendur mæti kl.: 10-12. 8, 9, 10 og 11 ára nemend- ur mæti kl: 13-15. Þeir sem eiga börn í báð- um hópum geta valið um tíma. Ætlast er til að börnin séu í fylgd með fullorðnum. Foreldrar, afar og ömm- ur! Komið með börnum ykk- ar og eigið skemmtilega dag- stund saman við jólaföndur og hlustið á hugljúf jólalög. Takið jólaskapið með. Foreldra- og kennarafélag Myllubakkaskóla Konur úr stjórn Lionessuklúbbs Keflavikur asamt framkvæmdastjora og formanni stjórnar Dvalarheimila aldraðra Suðurnesjum. Liósm.: epj. Lionessuklúbbur Keflavíkur Gaf Hlé- vangi hæginda stóla Lionessuklúbbur Kefla- víkur hefur gefið elliheimil- inu Hlévangi í Keflavik 12 hægindastóla. Af því tilefni var stjórn klúbbsins boðuð á Hlévang á sunnudag þarsem þeim var veitt viðurkenning fyrir gjöf þessa. í máli Lionessa kom fram að þær hefðu álitið að heimil- ið Hlévangur væri vanbúið ýmsum búnaði, en við skoð- un hefði kornið í ljós að svo var sannarlega ekki, heldur væri um að ræða vinarlegt og hlýlegt dvalarheimiii fyrir aldraða. SJÓN ER SÖGU RÍKARI ATOMIC svig- og gönguskíði SALOMON bindingar og skór Skíðahanskar - Skíðapokar - Skótöskur Stretch-buxur - og auðvitað skíðagallar í miklu úrvali. Full búð af splunkunýjum góðum vörum. SPORTBÚÐ ÓSKARS Hafnargötu 23 - Keflavík - betri búð á nýjum stað. NYIR GALLAR FRA DON CANO

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.