Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.03.1988, Page 7

Víkurfréttir - 03.03.1988, Page 7
MiKun jUOU Línumaður skýtur línu yfir i strandaða skipið. Ljósm.: hbb. Fluglínu- námskeið I Garði A sunnudaginn hélt Slysa- varnasveitin Ægir í Garði námskeið í notkun fluglínu- tækja. Var námskeiðið haldið i samráði við Þór Magnússon, erindreka hjá Slysavarnafélagi Islands. Hófst námskeiðið á bókleg- um þætti í björgunarstöð kl. 10 en eftir hádegið var haldið inn af Gufuskálum í Leiru, þar sem verklegur þátturfórfram. Við skulum láta myndirnar, sem ljósmyndari Víkurfrétta, Hilmar Bragi Bárðarson, tók, tala sínu máli. Fimmtudagur 3. mars 1988 7 „Brimmenn" taka á móti vélstjóra skipsins, sem náði sér Iljót- lega eftir volkið. Ljósm.: hbb. 32 útköll hjá lögreglu Um síðustu helgi, þ.e. frá föstudegi til mánudags- morguns, var lögreglan í Keflavík kölluð út þrjátíu og tvisvar, auk útkalla vegna bruna, árekstra og innbrota sem sagt er frá annars staðar i blaðinu. A sama tíma var hinsvegar fremur rólegt hjá lögregl- unni í Grindavík. Frakklandsfarar 9. bekkjar: Maraþon- sund og pennasala Nú um helgina standa 9. bekkingar Holtaskóla fyrir maraþonsundi til fjáröflunar fyrir Frakklandsferðina. Munu þau synda frá kl. 18 á laugardag og fram til kl. 18 á sunnudag. Taka þau á móti áheitum í Sundhöll Keflavíkur og er þar opið hús fyrir alla meðan sundið stendur yfir. Er fólk hvatt til að lita þar við. Þá stendur enn yfir penna- salan sem þau tóku að sér til fjáröflunar í sama tilgangi og til stuðnings við Styrktarfélag- ið Vog. Eru pennar þessirseld- ir á kr. 50 hvert stykki. Orðsend- ing til safnara Þau leiðu mistök áttu sér stað við merkingu síðasta tölu- blaðs, að það var sagt vera hið 9. í röðinni, en átti að vera hið 8. Verður þetta tölublað því merkt sem hið 9., svo rétt tala komi næst og koll af kolli. Eru safnarar beðnir að taka þetta til athugunar. dline m ■■ ■ u m _ _ m s mmm aav v m TRÉ-X BYGGINGAVÖRUR s smm % msmm^m —m ^ P Iðavöllum 7 - Keflavík n TRÉ-X Sími 14700 TRÉ-X SPARRING - sterkt og smekklegt. Hilluberar - sem henta alls staðar. Stærðir við allra hæfi. Auðvelt í upp- setningu. húnar, höldur, slár, hankar, lamir og baðvörur úr ryðfríu stáli og kopar. Vönduð og falleg vara.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.