Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.03.1988, Qupperneq 17

Víkurfréttir - 03.03.1988, Qupperneq 17
V/KUR jutUt Fimmtudagur 3. mars 1988 17 EIGA AFMÆLI A ADEINS FJÖGURRA ÁRA FRESTI Fimm Suðurnesjabúar Hvað skyldi hafa verið merkilegt við síðasta mánudag? Jú, hann var hlaupársdagur, þ.e. 29. febrúar, og þeir sem eru fæddir þann dag eiga því afmæli aðeins fjórða hvert ár. En skyldu margir Suðurnesjabúar vera fæddir þann dag? Við skoðun á íbúaskrám byggðarlaganna sjö á Suðurnesjum fundust fimm manns, þaraf aðeins einn karlmaður. I Keflavík eru tvær konur sem fæddar eru þennan dag og urðu því á mánudag 76 og 36 ára en höfðu þó ekki átt nema 19 og níu afmælisdaga. I Njarðvíkerein kona sem er 52 ára og hefur aðeins átt 13 afmælisdaga. Grindavík getur státað af eina karlmanninum í þessum hópi sem hefur átt 5 afmælisdaga og telst því vera tvítugur og Garðmenn eiga eina 16 ára sem þó hefur aðeins átt 4 afmælisdaga. Af þessu tilefni heimsóttum við aldursforsetann í hópnum og þá yngstu og eina karlmanninn í hópnum. Þau tvö sem ekki voru hcimsótt eru Bryndís Haraldsdóttir í Keflavík, fædd 1952, og Erla Kristín Jónsdóttir í Njarðvik, fædd 1936. „Ágætt að vera fædd á hlaup- ársdag" Aldursforsetinn i hópnum heitir Þórhildur Ingibjörg Sölvadóttir og býr að Tjarnar- götu 6 í Keflavík. Samkvæmt Árni Björn Björnsson. Ljós- mynd: hpé. „Þetta var töff“ Eini karlmaðurinn í hópn- um er Arni Björn Björnsson, Borgarhrauni 20 í Grindavík. Var hann mjög fámáll um mál- ið er haft var við hann sam- band en hann hélt á mánudag upp á 20 ára afmæli sitt en hefði alveg eins getað verið 5 ára afmælið, því hann hefur aðeins átt 5 afmælisdaga um ævina. Fyrsta spurningin sem lögð var fyrir hann var þessi: Hvernig var að eiga afmœli fjórða hvert ár? „Það var töff að eiga afmæli þennan dag.“ Hvaða dag hélstu upp á af- mæli þitt í tesku? „Þegar foreldrunum hent- aði,“ og þar með var hann þot- inn. manntali er hún sögð vera 76 ára enda fædd 1912. En sam- kvæmt okkar tali hefur hún aðeins átt 19 afmælisdaga og því var fyrsta spurningin sem lögð var fyrir hana þessi: Hvernig finnst þér að vera aðeins 19 ára? „Náttúrulega bara alveg ágætt,“ sagði hún og hló við. En hvernig fannst þér í œsku Þórhildur Ingibjörg Sölvadótt- ir. Ljósm.: epj. að eiga aðeins afmœli fjórða hvert ár? „Eg fann ekki til þess. Ef það var ekki hlaupár, sagðist ég eiga afmæli þann 28. febrú- ar og hélt upp á þann dag.“ Krakkarnir hafa ekkert gert grín að þér í œsku fyrir að eiga gervi afmœlisdag? „Nei, það man ég aldrei eft- ir. Held ég bara að þeim hafi þótt þetta ágætt." Er þá ekkert verra að vera fœdd á hlaupársdag en einhverj- um öðrum degi? „Nei, mér fannst það bara ágætt,“ sagði sú gamla og hressa að lokum. „Skiptir ekki máli núna“ „Það er allt í lagi“ varsvarið sem blaðamaður Víkurfrétta fékk, er hann spurði viðmæl- anda sinn að því hvernig það væri að eiga afmæli fjórða hvert ár. Umræddur viðmælandi býr í Garðinum og er einn af fimm Suðurnesjamönnum sem fæddir eru á hlaupársdeginum 29. febrúar og sá yngsti. Hún heitir Þóra Kristrún Haf- steinsdóttir til heimilis að Mel- braut 23. Hún hélt á mánudaginn upp á sinn 4. raunverulega afmæl- isdag en aðspurð segist hún halda upp á afmælið þann 28. Eins og fram kemur í grein- arllokknum hér á undan eiga aðeins fimm Suðurnesjabúar afmæli á hlaupársdag þrátt fyrir að hér búi um 15 þúsund rnanns. Samt er þetta gott hlutfall miðað við landið allt því aðeins 22 eiga afmæli á þessum degi. febrúar þegar 29. er ekki fyrir hendi. „Það var leiðinlegt að eiga afmæli 29. febrúar þegar ég var yngri og í skólanum skrif- aði ég að ég ætti afmæli 28.,“ sagði Þóra Kristrún er blaða- maður spurði hvort henni hafi verið strítt með afmælisdegin- um, „en þetta skiptir ekki máli núna“. Um framtíðaráform sagði Þóra Kristrún Hafsteinsdóttir: „Ég ætla bara að halda áfram í skóla og koma mér áfram, en ég hef ekki hugmynd um hvað ég ætla að verða þegar ég verð eldri.“ Þrátt fyrir tíðar fæðingar á fæðingardeildinni í Keflavík fæddist ekkert barn þar á hlaupársdag í ár og því eru ekki miklar líkur til að fjölgun verði í þeim hópi sem fæddir eru 29. febrúar og búa á Suð- urnesjum. Nema þeir flytji annars staðar frá. SNYRTING OG FÖRÐUN Hand- og fótsnyrting. W ■ jj Förðun, litun, plokkun. Fótavax og andlitsvax. x. Wm Húðhreinsun. - Andlitsbað. Þú þarft ekki endilega að vera stressaður eða með vöðvabólgu . . . Nudd er þægilegt og afslappandi. SNYRTI- OG NUDDSTOFA Hafnargötu 35 - Keflavik - Simi 14108 íþróttafélög og hópar geta fengið einkatíma á kvöldin. Góður hópafsláttur. Opið mánud., þriðjud. og fimmtud. 9-17, miðvikud. og föstud. 9-19. Engin fæðing á hlaupársdag

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.