Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.08.1988, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 11.08.1988, Blaðsíða 2
Vinurt 2 Fimmtudagur 11. ágúst 1988 4*am Lögreglunni: Gefin öflug björgunartæki Þórir Maronsson, vfirlögregluþjónn, við kassa þann sem geymir björgunartækin góðu. Laust starf Óskum eftir að ráða starfsmann til starfa nú þegar. Umsóknir sendist útibús- stjóra er veitir allar nánari upplýsingar um starfið fyrir 25. ágúst n.k. Landsbanki íslands, útibú, Sandgerði. (j/auw o SKEMMTISTAÐUR UM HELGINA Föstudagskvöld: Diskótek frá kl. 22-03. Frítt inn frá kl. 22-23. 18 ára aldurstakmark. Laugardagskvöld: Dúndurdansleikur með hljómsveitinni KAKTUS. Stuðið hefst kl. 22 og stend- ur til 03 eftir miðnætti. Snyrti- legur klæðnaður og 20 ára aldurstakmark. Fyrr á þessu ári var iögregl- unni í Keflavík afhent öflugt björgunartæki til þess m.a. að bjarga fólki úr bílum eftir árekstra. Það var Sigurður Gissur Baldursson (Diddi bíló), málari úr Keflavík, en nú búsettur í Bandaríkjunum sem gaf lögreglunni tækið. Tilefni gjafarinnar var, að sögn Þóris Maronssonar, yfir- lögregluþjóns, að fyrir mörgum árum lenti Sigurður í stórslysi á Hafnargötunni í Keflavík. í fyrra kom hann í heimsókn til lögreglunnar og rifjaði upp slysið og ákvað að færa lögreglunni þessi tæki að gjöf, þannig að hún væri sem best búin til slíkra verka. Björgunartækin eru mjög fullkomin og fjölhæf. Standa þau saman af bæði klippum og tjökkum til þess að spenna út. Er klippi- og tjakkgetan 9000 pund og til skýringar, þá væri hægt að klippa götuljósastaur í sundur eins og að skera smjör. Sagði Þórir Maronsson að gjöfin væri einstaklega höfð- ingleg og væri lögreglan gef- andanum afar þakklát. Frá því gjöfin var afhent fyrr á árinu hefur staðið yfir þjálfun lögregluliðsins á tæk- in. Hefur Karl Taylor séð al- farið um þá þjálfun. Að sögn Þóris hefur enn sem komið er ekkert tilfelli komið upp, þar sem til tækjanna hefur þurft að grípa en tækin eru ekki ein- göngu til þess að losa fólk úr eða undan bílum, þar sem þau geta klippt og brotið sig í gegn- um næstum allt mögulegt. Karl Taylor hjá Slökkvitækjaþjónustu Suðurnesja sá um þjálfun lögregluliðsins á tækin. Hér sést hann lciðbeina Gunnari Björnssyni, lögregluþjóni. Ljósm.: hbb Ölvaður ökumaður velti á Fitjum Um klukkan hálf níu á mið- vikudagskvöld í síðustu viku varð bílvelta við gatnamót Víknavegar og Reykjanes- brautar. Ökumaður SAAB- bifreiðar kom suður Víkna- veg, á leið til Reykjavíkur, á þokkalegri ferð og virðist ekki liafa áttað sig á beygjunni sem er áður en kontið er inn á Reykjanesbrautina, með þeim afleiðingum að bifreiðin fór fram af ræsi sem liggur undir veginn. Engin slys urðu á öku- manninum en hann ergrunað- ur um ölvun við akstur. Ekið á kyrr- stæða bifreið Ekið var á kyrrstæða bifreið á Hafnargötunni í Kellavík um kl. 9:40 á mánudagsmorg- un. Lögregla tók ekki skýrslu vegna slyssins en aðstoðaði ökumenn bifreiðanna við gerð tjónaskýrslu. Engin slys urðu á fólki við aftanáaksturinn en bifreiðin á myndinni skemmd- ist mikið.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.