Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.08.1988, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 11.08.1988, Blaðsíða 18
\)iKun 18 Fimmtudagur 11. ágúst 1988 ^Húsnæðisstofnun ríkisins TÆKNIDEILD Simi 696900 Útboð Hundur beit barn Stjórn verkamannabústaða Hafnahrepps, Gullbringusýslu, óskar eftir tilboðum í byggingu tveggja íbúða í einnar hæðar parhúsi byggðu úr steinsteypu. Verk nr. V.20.06 úr teikningasafni tæknideildar Húsnæðisstofnunar ríkisins. Brúttóflatarmál húss 194 m2. Brúttórúmmál húss 695 m3. Húsið verður byggt við götuna Djúpavog 7-9, Höfnum og skal skila fullfrágengnu, sbr. útboðsgögn. Afhending útboðsgagna er á skrifstofu Hafnahrepps, Djúpavogi 1, Höfnum, og hjá tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkis- ins, frá fimmtudeginum 11. ágúst 1988 gegn kr. 10.000 - skilatryggingu. Tilboðum skal skilað á sömu staði eigi síð- ar en þriðjudaginn 23. ágúst 1988 kl. 11:00 og verða þau opnuð að viðstöddum bjóð- endum. F.h. stjórnar verkamannabústaða Hafna- hrepps, Tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins. íþrótta- og leikjaskóli fyrir börn Lögreglunni í Keflavík barst síðasta laugardag til- kynning þess efnis að hund- ur hefði í tvígang bitið í dreng í Njarðvík svo á hon- unt sá. Er síðast fréttist var beðið áverkavottorðs frá lækni svo hægt væri að að- hafast eitthvað í máli þessu. Ha... ha... 35 María Ragnars- dóttir, velkomin í hópinn. SJ. HB. Nú standa yfir íþrótta- og leikjanámskeið fyrir 6-12 ára, allan ágúst- mánuð. Nóg pláss og hægt er að taka V2 mánuð. Heilt námskeið kr. 1.200- Hálft námskeið kr. 600- Körfuboltaskóli verður starfræktur 15.-26. ágúst fyrir börn á aldrinum 8-12 ára. Kennd verða öll helstu undirstöðuatriði í körfuknattleik. Námskeiðið er haldið kl. 9-12 og þátt- tökugjald er 600 kr. Innritanir standa yfir frá kl. 9 til 16 alla virka daga í íþróttahúsinu við Sunnubraut. íþróttaráð Keflavíkur Hluti þátttakenda í gönguferðinni á síðasta ári. Messa í Kirkjuvogs- kirkju og gönguferð Á sunnudaginn kemur, 14. ágúst, verður messað í Kirkju- vogskirkju í Höfnum. Þar er messað að jafnaði einu sinni í mánuði árið um kring. Kirkju- vogur er forn kirkjustaður og er vitað að kirkja í Kirkjuvogi var helguð Maríu guðsmóður í kaþólskum sið. Þar hafa vænt- anlega staðið mörg guðshús í gegnum aldirnar en í illviðri miklu í ársbyrjun 1799 skemmdist þáverandi kirkju- hús mikið. Ný kirkja var síðan byggð 1861 og stendur enn. Bygginguna kostaði Vilhjálm- ur Kristinn Hákonarson sem fæddur var í Kirkjuvogi 1812. Sagt er að kirkjan hafi kostað 1800 ríkisdali og altaristaflan 134 ríkisdali. Hann bætti um betur síðar og lét byggja for- dyri sem kostaði 605 ríkisdali og 80 skildinga. Þetta fagra guðshús var endurnýjað fyrir nokkrum árum í samráði við þjóðminjavörð. Um líkt leyti á síðasta ári var farið í gönguferð eftir messu í Kirkjuvogskirkju og þá geng- inn svonefndur prestastígur sem liggur úr Höfnum, nánar tiltekið frá Kalmanstjörn (Junkaragerði) og í Staðar- hverfi í Grindavík, en þar sátu prestar forðum er þjónuðu Höfnum. Þessi ganga tókst vel og nú er í ráði að fara aðra ferð og ganga fyrir Ósabotna, um Básenda, i Stafnes og enda við Hvalsneskirkju. Fólk er því hvatt til að koma ferðbúið til kirkju, í góðum fatnaði, með nesti og góða skó. Lagt verður af stað strax að lokinni mess- unni og gengið eftir leiðsögn kunnugs heimamanns, As- björns Eggertssonar, hrepps- stjóra. Ymislegt fróðlegt er að sjá á þessari leið og verður án efa gaman að ganga hana. Gönguferðir eru góðar fyrir sál og líkama. Maður kynnist landinu sínu, samferðamönn- um og sjálfum sérá nýjan hátt. Gönguferðir geta líka verið einskonar guðsþjónustur, því Guð vitjar okkar í náttúrunni og birtir kraft sinn og vísdóm. Margir verða því fyrirhughrif- um úti í náttúrunni og skynja þannig nálægð Guðs. En næst- ur er Guð okkur í kirkjunni þar sem orð hans heyrist og við fáum að kynnast honum sem persónu í Jesú Kristi. Þess vegna hvet ég fólk, bæði heim- amenn og burtflutta Hafna- menn svo og alla aðra sem áhuga hafa, að slást í hópinn, koma til messu og taka þátt í göngunni. Hafnamaðurinn séra Jón Thorarensen talar m.a. um trúrækni í bók sinni, Litla skinnið, og segir:,,.... á þessari blómaöld stórútgerðarHafna- manna (19. öldinni) kom það aldrei fyrir á helgum degi, eða hátíðum, að þeir reru til fiskj- ar. I þau 40 ár, sem Vilhjálmur Hákonarson var formaður, var það aðeins einu sinni, að hann fór á sjó á sunnudegi. Það var til þess að „lóðsa“ danskt kaupskip inn á Þórs- höfn. Hins vegar gættu þessir yfirmenn þess stranglega, að ekki félli úr einn einasti dagur alla föstuna, svo að ekki væri lesinn húslesturinn og Passíu- sálmarnir sungnir, og varð hver maður að hlýða á lestur og söng. Sama mátti segja þeg- ar messudagar voru. Þá gættu formenn þess, að allir sjó- menn, bæði heimamenn ogað- komumenn, færu í kirkju og hlýddu heigum tíðum. Kirkju- vogskirkja var þá svo troðfull á messudögum á vertíðum, að sæti rúmuðu ekki alla kirkju- gesti.“ Vonandi verða kirkjubekkir jafn þéttsetnir n.k. sunnudag og forðum og gönguferðin fjölmenn. Hittumst hress! Sr. Örn Bárður Jónsson, sóknarprestur. TILBOÐ Óska eftir tilboði í viðgerðir og smíð- ar, svo sem skipti á þakrennum og smíðum á anddyri, Hjallavegi 5. Nánari uppl. í síma 14354 á kvöldin og um helgar (Bergþór).

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.