Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.08.1988, Qupperneq 16

Víkurfréttir - 18.08.1988, Qupperneq 16
16 Fimmtudagur 18. ágúst 1988 ViKurt NORÐURLANDAMÖTIGOLFI A HÖLMSVELU ILEIRU: „Raunhæfur möguleiki á Norðurlanda-meistaratitli" -segir Jóhann R. Benediktsson, landsliðseinvaldur í golfi. Tómas Árnason, seðlabankastjóri, slær fyrsta höggið í par 3 holu mótinu sem hefst í dag. juíUt GOLF Starfsmenn Hólmsvallar hafa unnið hörðum höndum undanfarna daga, svo völlurinn skarti sínu fegursta á Norðurlandamótinu um helgina. Hér má sjá Hólmgeir Guðmundsson, vallarstjóra, með nokkrum starfsmönnum sínum í „aksjón“ fyrr í vikunni. Ljósm.: pket. „Það er alll tilhóið, skipu- lagningu er lokið, völlurinn aldrei verið hetri og |)ví aðcins eftir að taka á móti keppendun- um. Nú er bara að vona að veð- urguðirnir verði okkur hliðholl- ir,“ sagði Logi Þormóðsson, mótsstjóri Norðurlandamóts- ins í golfi, sem fram fer á Hólmsvclli í Leiru næstu daga. Finnarnir mættir F i n n s k u k e p p e n d u r n i r mættu í gær og leika æfinga- hring í dag. Danir og Svíar koma ekki fyrr en í kvöld en norska liðið mætirseinni part- inn í dag. „Forkeppni móts- ins, par 3 holu mótið er í dag og hefst kl. 15. Öllum fyrrum Islandsmeisturum er boðin þátttaka, auk fjölda annarra kylfinga úr flestum klúbbum landsins. Auk þess hafa allir kylfingar í Golfklúbbi Suðttr- nesja þátttökurétt. Það er Hilda hf. sem gefur öll verð- laun í mótið, sem verða alls ell- efu. Þeir sem slá kúlu sinni næst holu á þeim níu brautum sem leiknar verða, fá glæsileg- ar ullarvörur frá Hildu hf. Það er því líklegt að einhverjir er- lendu keppendanna fari heim ullarpeysu ríkari en allir kepp- endur mótsins eru boðnir í mótið. Þetta mót er fyrst og fremst til gamans og í leiðinni til að minna á Norðurlandamótið. Landsþekktir kylfingar víðs- vegar úr þjóðlífinu mæta til leiks. Seðlabankastjórinn Tómas Arnason, frægasti skemmtikraftur landsins, Laddi, og íleiri kunn nöfn verða þátttakendur í mótinu sem hefst eins og áður segir kl. 15 í dag.“ Mótsmerki - aðgangseyrir Hannað hefur verið sérstakt mótsmerki. Verður það selt á 300 kr. og gildir sem aðgöngu- miði að mótinu alla dagana. Logi sagði að kostnaður við mótshaldið væri talsverður og því yrði reynt að selja inn á svæðið. „Hér verðurleikiðgolf eins og það gerist best á Norð- urlöndum og því þess virði að koma í Leiruna og fylgjast með bestu kylfingum landsins etja kappi við frændur sína á Norðurlöndunum. Við hvetj- um alla til að kaupa af okkur merkið; það verður selt á morgun við stórmarkaðina og einnig út á golfvelli.“ Mótsblað Golfklúbbur Suðurnesja gefur út sérstakt mótsblað, 40 síðna veglegt blað með grein- um og viðtölum um golf, frá- sagnir frá Norðurlandamót- unum 1974 og 1984, sem hald- in voru í Reykjavík og mörgu fleira. Þetta er í annað sinn sem klúbburinn stendur að út- gáfu blaðs. Fyrir landsmót í golfi I986gaf G.S. út myndar- legt blað. Norðurlandamóts- blaðið mun liggja frammi í helstu verslunum og mörkuð- um á Suðurnesjum og í golf- skálanum I Leiru. Þrír Suðurnesja- menn á NM Þrír kylfingar úr Golfklúbbi Suðurnesja eru þátttakendur á Norðurlandamótinu 1988. Þctta eru þeir Sigurður Sig- urðsson, Hilmar Björgvins- son og Karen Sævarsdóttir. Þau hafa, ásamt öðrum kylf- ingum íslensku liðanna, æft af krafti undanfarið fyrir þetta mót. Alls verða keppendur 54frá fimm þjóðum. Sex kylfingar eru í karlasveitunum en fjórir í kvennaliðunum. Einnig er leikin einstaklingskeppni. Góðir möguleikar? Jóhann R. Benediktsson, landsliðseinvaldur, tilkynnti lið sitt fyrir viku síðan. Hann sagðist vongóður um árangur íslenska karlaliðsins. „Viðtelj- um að bæði Ulfar og Sigurður geti blandað sér í toppbarátt- una.“ Aðspurður um liða- keppnina sagði Jóhann að óneitanlega væru Svíar og Danir sigurstranglegastir. All- ir kylfingar Svía í karlaliðinu eru með núll í forgjöf. Hjá ís- lenska liðinu er Úlfar lægstur, með núll, en Sigurður er næst- lægstur með 1 í forgjöf. Meðal- talsforgjöf íslenska karlaliðs- ins er 2 og hefur aldrei verið lægri. Kvennaliðið spurningarmerki Islensku kvenkylfingarnir standa hinum þjóðunum, alla- vega Dönum, Svium og Norð- mönnum, talsvert að baki. Þó má ætla að sá munur sé minni, þar sem stúlkurnar leika nú á heimavelli. Karen Sævarsdótt- ir er yngsti keppandinn í mót- inu en hún er aðeins 15 ára gömul. Meðaltalsforgjöf kvennaliðs íslands er 9. For- gjöf sænska liðsins er lægst eða 4. Völlurinn í toppformi Hólmsvöllur er í mjöggóðu standi og verður í „topp- formi“ á NM. Vallarstarfs- menn undir stjórn Hólmgeirs Guðmundssonar hafa unnið hörðum höndum síðustu daga og vikur við snyrtingu og fegr- un vallarins fyrir þennan stór- viðburð. Mótsstjórn Logi Þorntóðsson er móts- stjóri Norðurlandamótsins í golfi 1988 en auk hans eru frá G.S. í mótsstjórn þeir Flörður Guðmundsson, formaður G.S., Hafsteinn Sigurvinsson og Páll Ketilsson. Frá GSI eru þeir Konráð R. Bjarnason, forseti sambandsins, Frímann Gunnlaugsson, framkvæmda- stjóri, Hannes Valdimarsson, Guðmundur S. Guðmundsson og Kristján Einarsson verður yfirdómari, en hann kemur einnig frá G.S. Engir kylfuberar Keppendur leika 36 holur á laugardag og sunnudag, sam- tals 72 holur. Það vekur at- hygli að þeim er ekki heimilt að hafa kylfubera. Þetta er regla sem sett var á fyrir nokkrum árum og þykir ntörgum hún skrítin. Það er því eins gott að kylfingarnir séu í góðri þjálfun því Hólms- völlur hefur aldrei verið erfið- ari viðfangs en nú. Brautir hafa verið þrengdar og grasið utan þeirra, „karginn“, hærri og erfiðari en þekkst hefur í sögu klúbbsins. Stórviðburður Norðurlandamót í golfi 1988 er án efa stærsti íþrótta- viðburður sem haldinn hefur verið á Suðurnesjum. Við hvetjum því alla Suðurnesja- menn að missa ekki af þessu tækifæri til aðsjáfrábæra kylf- inga og golf, eins og það gerist best á Norðurlöndum, um helgina í Leirunni. G0LFKLUB8UR SUÐURNESJA HÚLMSVOUUR LEIRU OB Norðurlandamót 88 i golfi 1988 Forsíða Norðurlandamóts- hlaðsins. íslensku keppendurnir á NM '88. Efri röð f.v.: Gunnar Sigurðsson, Hilmar Björgvinsson, Úlfar Jóns- son, Sigurjón Arnarson, Jóhann R. Benediktsson, landsliðseinvaldur. Miðröð f.v.: Hannes Eyvindsson, Sveinn Sigurbergsson, Sigurður Sigurðsson, Björn Knútsson, Tryggvi Traustason. Fremsta röð f.v.: Asgerður Sverrisdóttir, Steinunn Sæmundsdóttir, Alda Sigurðardóttir, Karen Sævarsdóttir og Kristín Pálsdóttir, landsliðseinvaldur. Ljósm.: pket.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.