Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.09.1988, Síða 8

Víkurfréttir - 08.09.1988, Síða 8
\>iKun 8 Fimmtudagur 8. september 1988 | (titu* molar Brúðkaupsmót í Leirunni Þess er vænst að um helg- ina takist Ásdísi Pálmadótt- ur, hárgreiðslumær, loks að draga Pál Ketilsson, annan ritstjóra Víkurfrétta, í hnapphelduna, eftir fimm ára undirbúning. Af þessu tilefni verður haldin mikil veisla á unaðsreit golfaranna í Leirunni; hvort hún verður við holu 18 er þó ekki vitað. Aður fer fram smá athöfn í Ytri-Njarðvíkurkirkju. Pressan á villigötum Nýjasta vikublaðið, Press- an, greindi frá því um an, greindi fráþví um síðustu helgi að íslenskir aðalverk- takar hefðu byggt Flughótel- ið í Ketlavik. Hætt er við að þessi fuliyrðing í 1. tölublaði Aðalfundur Þingey- ingafélags Suðurnesja verður haldinn í Karlakórshúsinu, uppi, sunnudaginn 11. september kl. 14.00. Venjuleg aðalí'undarstörf, vetr- arstarfið rætt. Sýnd verða video frá síðustu þorrablótum, kaffi. Mætum vel og stundvíslega. Stjórnin Geymsluhús- næði óskast Bæjarbókasafn Keflavíkur óskar eft- ir geymsluhúsnæði til leigu. Heppi- legast sem næst bókasafninu. Uppl. gefur bæjarbókavörður í síma 15155. Gæsluvellir í Njarðvík Foreldrar athugið að frá og með 15. september næstkomandi verður gæsluvöllurinn við Brekkustíg í Ytri Njarðvík opinn frá 13 til 16. Frá sama tíma lokar völlurinn við Stapagötu í Innri Njarðvík. Foreldrum í Innri Njarðvík er bent á að nota völlinn við Brekkustíg í vetur. Félagsmálastjóri Pressunnar fái ekki góðan hljómgrunn á Suðurnesjum, því samkvæmt okkar vitn- eskju komu aðalverktakar þar hvergi nærri. Hús þetta er hins vegar í eigu Bygg- ingaverktaka Keflavíkur h.f. og það er álíka fáránlegt að blanda þessum tveim fyrir- tækjum saman og að stað- hæfa að Þjóðviljinn og Mogginn séu eitt og sama blaðið. Tók pokann sinn Erfiðleikar Skipasmiðj- unnar Harðar hafa ekki ver- ið í sviðsljósinu nú siðustu vikurnar en í vetur var nokk- ur uniræða um ntáiið. Þó hef- ur að undanförnu borið á því að erfiðiega gangi að greiða laun starfsmanna. Það hefur síðan haft það i för með sér að menn eru farnir að leita annað eftir atvinnu. Nú síð- ustu daga hefur Þórarinn Reynisson, skrifstofustjóri, tekið pokann sinn og horfið á braut. Er lónið hættulegt? Fyrir þá, er hlustuðu á fréttaflutning Stjörnunnar í síðustu viku af slysi í Bláa lóninu, væri hægt að álykta að lónið væri stórhættulegt; þrír hefðu látist þar, auk þess sem stúlka væri nú meðvit- undarlaus eftir slys í lóninu. Hið rétta er að í engu þessara fjögurra tiivika má kenna lóninu um. Tvö dauðsfall- anna stöfuðu af ölvun og í því þriðja var um aldraðan mann að ræða, sem gekk ekki heill til skógar. I síðasta slysinu féll 25 ára gömjul frönsk stúlka niður, skamrnt frá bakkanum, þar sem dýpi var aðeins upp undir hné. ■ Er gagnrýni á SBK ástæðulaus? Eftirfarandi bókun var gerð á fundi stjórnar SBK lyrr í sumar: , ,A ð gefnu tilefni vill stjórn- in taka fram að hún harmar þá neikvœðu umfjöllun um fyrirtœkið sem átt hefur sér stað að undanförnu, og er henni ekki Ijóst hvaðan tilefni þessarar ástœðulausu umræðu er komið, stjórnin gerir ekki lítið úr þeim erfiðleikum I rekstrinum sem við er að etja, en telur hinsvegar að viðþeim hafi verið brugðist á eðlilegan hátt, enda virðist árangur þeirra aðgerða vera að koma í Ijós." Undir þessa bókun skrifa Ásgeir Einarsson, Vilhjálm- ur Ketilsson, Jón Stígsson, Sigurður Albertsson, Sveinn Guðnason og Guðjón Stef- ánsson. Molunt er ekki kunnugt um neina neikvæða umfjöllun að undanförnu. Hins vegar hefur mikil gagn- rýni birst uni fyrirtækiðogef það er það sem stjórnin kall- ar neikvætt, þá er eitthvað rnikið að í stjórnarherbúðun- um. Eiga Keflvíkingar að greiða fyrir aðra? Mikil barátta hefur að undanförnu verið um akstur hópferðabifreiða svo og skólaakstur hér á Suðurnesj- um. Hefur þessi barátta m.a. orðið til þess að aðilar undir- bjóða hvern annan og jafnvel út fyrir skynsemismörk að ætla mætti. Dæmi um slíkt ráðslag átti sér stað nú nýver- ið er SBK tók að sér skóla- akstur með 9. bekk Holta- skóla til Garðs og Sandgerð- is fyrir tæpar 5.000 kr. á dag, en Steindór Sigurðsson hafði þessar ferðir áður fyrir 8.400 kr. á dag. Samkvæmt upp- lýsingum Mola eru farnar 3 ferðir á dag og því fást aðeins greiddar kr. 1.660 fyrir hverja ferð, sem varla er mik- ið umfram mannakaup, ef kalla þarf mann út á auka- vakt. Er því spurning hvort rétt sé að Keflvíkingar, sem eiga og reka SBK, eigi að taka á sig niðurgreiðslur.fyrir önnur sveitarfélög og ríkið á þennan hátt? Umsjón: Emil Páll Kjartan Már gerir það gott Kjartan Már Kjartansson, skólastjóri Tónlistarskólans i Keflavík, lætur ckki duga starf sitt við þann skóla. Hann hefur nú einnig tekið við formennsku í samtökum tónlistarskólastjóra á Is- landi og það seni meira er, þá er hann orðinn formaður norrænna samtaka tónlistar- skólastjóra. Það er alltaf gantan að vita um unga dug- mikla menn, - betra að við ættum fleiri slíka. Ógeðfelldar ' auglýsingar Þó auglýsing sú, sem Skriðjöklar hengdu upp víða um svæðið fyrir síðustu helgi, veki eftirtekt, og skili þar með vissum árangri, er ekki hægt að gefa henni góða einkun. Enda er hér unr rnjög klúra auglýsingu að ræða. Eins og sést á meðfylgjandi * mynd. Notuð er mynd af naktri konu, mjög feitri, sem grunnur bak við auglýsinga- textann. Með þessu móti var unglingadansleikur auglýst- ur í Stapa síðasta föstudag. Stórstreymi Höfuðdagur var næst síðasta mánudag, en þá er stærsti straumur ársins, þ.e. mesti ntunurá sjávarföll- um. Meðfylgjandi mynd var tekin í höfninni í Keflavík tveimur dögum fyrir höfuðdag, þ.e. á laugardegi. Þegar myndin var tekin voru liðnir tveir tímar frá flóði, en litla bryggjan með krönunum er enn í kafi. Ljósm.: epj.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.