Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.09.1988, Síða 13

Víkurfréttir - 08.09.1988, Síða 13
mur< j%UU% Fimmtudagur 8. september 1988 13 Tíð rúðubrot í miðbænum Mikil umferð unglinga í miðbæ Keflavíkur hefur haft í för með sér slæman fylgifisk, sem er rúðubrot. Nú líður vart sú helgi að ekki eru bortnar rúður í verslunum við Hafnar- götuna. Ein þeirra verslana sem hvað mest hefur orðið fyrir barðinu á skemmdarfýsn ungl- inganna er Stapafell. Þar eru brotnar rúður svo til um hverja helgi, en einnig verða önnur fyrirtæki fyrir barðinu á skemmdarvörgunum og oft hafa verið brotnar rúður í yfir tveim fyrirtækjum eða versl- unum yfir helgi. Fjölbrautaskóli Suðurnesja: Breytingar á busavígslu Rúða í varahlutaverslun Stapafells var tvívegis brotin um síðustu helgi. Vtra glerið var brotið á föstu- dagskvöldinu, en innri rúðan á laugardagskvöldinu og þar með gatið komið í gegn. Ljósm.: hbb. Strákslegt orðbragð Rann- sóknarnefndar sjóslysa Hr. ritstjóri! Vegna fréttar blaðsins um skýrslu Rannsóknarnefndar sjóslysa vil ég koma eftirfar- andi athugasemdum á fram- færi. Rannsóknarnefnd sjóslysa ætti að vera kunnugt um að niðurstaða sjóprófs, vegna áreksturs Hafsteins og Fagra- ness, hefur verið véfengd og óskað hefur verið eftir frekari rannsókn, sem nú stenduryfir hjá Sakadómi Gullbringu- sýslu. Það er ekki til mikils mælst að hún sýni dómstólum landsins þá kurteisi að bíða með að birta fljótfærnislegar ályktanir sínar þar til dóms- rannsókn lýkur. Mér er þvert um geð að reifa þetta mál í fjölmiðlum, en sé mig knúinn til að benda á að atburðalýsing nefndarinnar er ekki sannleikanum samkvæm og varðar þar mestu að sleppt er þeim atriðum, sem benda til annarrar niðurstöðu en fram kemur í áliti nefndarinnar. Einnig er framburður vitnis oftúlkaður. Ummæli höfðeftir mér eru slitin úr samhengi í þeim tilgangi að sýna fram á „vanþekkingu mína á sigl- ingareglum". Til dæmis er reynt að láta svo að ég telji af- stöðu bátanna, þegar árekst- urinn varð, upphefja ákvæði 13. reglu, en mínar forsendur eru allt aðrar. Dagbók mín er sú eina sem fram kemur í sjóprófinu og ætla ég ekki að bera á móti því, að ámælisvert sé að hún skuli ekki vera skrifuð á réttan pappír, en það verður að telj- ast einkennilegt, miðað við þá áherslu sem nefndin leggur á færslu dagbóka, að hún skuli ekki lesa það sem í þeim stend- ur. Nefndin virðist álíta að það að fylgja ákvæði 17. reglu a) 1. sé að hliðra til og beita sérstök- um stjórntökum, en það mun dómari skera úr um. Öll rannsókn málsins mið- aði að því að komast að fyrir- fram ákveðinni niðurstöðu. Framburður minn er fram kominn undir miklu álagi af spurningahríð frá mjög fjand- samlegum rannsóknarmanni og þess vegna ekki nógu mark- viss, en það hefði ekki átt að koma að sök ef ályktunar- hæfni rannsóknarmanna væri i réttu hlutfalli við hvatvísina. Sem dæmi um offorsið má nefna að fyrrnefndur rann- sóknarmaður, sem á óbeina aðild að málinu, gekk svo langt í því að laða fram nei- kvæð viðbrögð gagnvart mér, að hann gaf í skyn við eitt vitn- ið að ég hafi logið því til að ég hafi gefið hljóðmerki, sem allir vissu að ég gerði ekki. Eg hef tæpt hér á örfáum at- riðum en fleiri hliðar eru á þessu máli, sem ég ætla ekki að upplýsa hér, af velsæmisástæð- um, enda er tilgangur minn með þessu skrifi ekki sá að skemmta lesendum Víkur- frétta heldur að andmæla ómaklegum og ósönnuðum áburði á mig sem hér hefur birst. Fákunnandi, kærulaus og tillitslaus trassi og þar á ofan lélegur sjómaður er sú einkunn sem nefndin gefur mér. Þeir, sem þekkja mig á lýsingunni, eru hér með vin- samlegast beðnir að hringja eða skrifa. Rannsóknarncfnd sjóslysa er ætlað ábyrgðarmikið hlutverk og er það ntiður að ályktanir liennar cinkennast oftar en ekki af hroka, belgingi, sleggjudóm- um og strákslegu orðbragði. Garðhúsum, 4. september 1988. Sigurður Trausti Þórðarson. Hi.n árlega busavígsla Fjölbrautaskóla Suðurnesja fer fram á morgun, föstudag. Að sögn skólameistara hafa verið gerðar róttækar breyt- ingar á busavígslunni. „Við ætlum að hafa hana skemmtilegri og þægilegri," sagði skólameistaq, Hjálm- ar Arnason. Hvað gert yrði vildi Hjálmar ekki gefa upp en þaðskýrist allt á morgun. Frá Stóru- Vogaskóla Skólinn verður settur í Kálfatjarnar- kirkju sunnudaginn 11. september kl. 14.00. Tónlistarskóli Njarðvíkur Innritun Innritun fer fram í skólanum að Þóru- stíg 7, frá kl. 12-19, fimmtudaginn 8. og föstudaginn 9. september. Innritað verður í allar deildir skólans og þeir sem eiga inni umsóknir frá því s.l. vor, þurfa að staðfesta þær. Framhaldsskólanemendur þurfa að koma með stundaskrár. Ekki er innritað í gegnum síma, þar sem ganga þarf frá greiðslu skóla- gjalda við innritun. Greiðsla skólagjalda: Staðgreiðsla við innritun með 10% afslætti eða Vz hluti greiddur við innritun og eftir- stöðvar með 2-3 jöfnum greiðslum. Að venju verður svo fjölskylduaf- slátturinn og afslátturinn vegna lúðrasveitanna í fullu gildi, óháð greiðslumáta. Kennsla hefst svo samkvæmt stunda- skrá mánudaginn 19. september. P.S. Áhugasamir nemendur á TÚBU og ALTO-SAXOFÓN fá 50% afslátt á skólagjöldum. Aðeins 2-3nemendurá þessi hljóðfæri munu komast að. Skólastjóri

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.