Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.02.1989, Qupperneq 8

Víkurfréttir - 16.02.1989, Qupperneq 8
8 Fimmtudagur 16. febrúar 1989 molar Grín - Gagnrýni - Vangaveltur Umsjón: Emil Páll Öryggisbók - Trompbók Tvær í öruggum vexti Sparisjúðurinn býður t\ o góða kosti sent henla mismunaiuii þörium spariijáreigenda. TROMPB0K er nýll og betra Tromp - alltai lausl og án últeklai gjalda. Vaxtaauki reiknasl um áramót áóhreylða innstæðu, (>7 áraogeldri iá bærri \ axlaauka en aðrir viðskipta\ inir. ÖRYGGISBOK er bundinn 12 mánaða reikn- ingur með sligbækkandi \öxtum á allri upp- hæðinni eilir |)\ i sem innstæðan hækkar. Á báðum bókunt er ávöxtun þeirra borin saman \ ið \ erðtryggð kjör og vexti tvisvar á ári og sú ávöxtun látin ráða sem hagstæðari er i'yrir spariijáreigendur bverju sinni. WMPBll* tSPARISJ ÓÐURINN -fyrir þig og þína hrepparígur kom upp og því gátu sumir bæjarfulltrúanna alls ekki hugsað sér að í sveit Keflvíkinga væru kannski Njarðvíkingar. Lognaðist umræðan þá útaf án ákvarð- anatöku, enda málið í hönd- um íþróttaráðs Keflavíkur. Einn Ijós punktur Margir hafa bent á einn Ijósan punkt í þessu raf- magnsleysi, sem hrjáð hefur Suðurnesjamenn að undan- förnu. Það er að allflestir bæjarfulltrúarnir í Keflavik búa í þeim hluta bæjarins sem hvað mest hefur verið myrkvaður. Hvers vegna yfirkokkurinn? Við niðurskurð á óunninni yfirvinnu hjá sameiginlega reknum stofnunum á Suður- nesjum hefur skapast þó nokkur óánægja. Er hún að- allega hjá því fólki sem und- anfarin ár hefur fengið greidda þessa yfirtíð og síðan til viðbótar hvern klukku- tíma sem það hefur sannan- lega unnið. Þetta fólk hefur haft horn í síðu ýmissa for- stöðumanna, sem ekki þurfa að þola niðurskurð þennan. Hjá þeim er hinsvegar aldrei skrifuð yfirtíð utan þessarar föstu yfirtíðar, án tillits til þess hvenærþeirvinna. Ann- að virðist hinsvegar vera uppi varðandi yfirkokkinn á sjúkrahúsinu, þar er eldhúsinu lokað á ákveðnum tíma og því getur fólk ekki skilið hvers vegna hann fær greidda yfirvinnu. Lítið fyrirhyggju- vit skólamanna Á þessum vikum, þegar umhleypingar hafa verið hvað mestir í veðurfarinu, berast fréttir af skólaferða- lögum yngri sem eldri nem- enda í skíðalönd. Stór hluti ferðalagsins er farinn í ófærð eða óveðri, eins og búast má við. Þau skólayfirvöld, sem bera ábyrgð á slíkum ferð- um, virðast ekki hyggja mik- ið að veðurfari þegar slíkar ferðir eru ákveðnar. Það er miður, því það er ekki þeim að þakka að allir hafa, sem betur fer, komist heilu og höldnu aftur heim. Gerðu þarfir sínar í bílunum Það var vel sloppið hjá þeim jeppakörlum, sem ætl- uðu í Mörkina á dögunum, en urðu að láta fyrir berast í bílunum í 14 vindstigum. Voru hryðjurnar svo slæmar að mannskapurinn bjóst við að rúðurnar myndu þjóta úr bílunum þá og þegar og svo mikið gekk á, að ferðalang- arnir þorðu ekki fyrir sitt litla líf að fara út úr bílunum, svo mikið sem til að gera þarfir sínar. Hefur veran í bílunum því án efa verið mjög minnisstæð, þá loks er þeir komust til byggða á ný, eftir að veðrinu slotaði. Hræringar í atvinnurekstri Þrátt fyrir allt tal um kreppu, þá líður vart dagur án þess að fréttist um ný þjónutufyrirtæki í Keflavík eða breytingar á þeim sem fyrir eru. Café STOP er nýr skyndibitastaður sem Sigur- jón Guðbjörnsson, kenndur við Quelle, hefur sett á stofn að Hafnargötu 27. Þá hefur snyrtivöruverslun opnað í verslunarmiðstöðinni Hólm- garði 2 undir nafninu Smart. Tískuverslunin Tipp-Topp, sem endurvakin var í jóla- mánuðinum, hefur verið seld aftur og Sólhúsið hefur flutt sig úr Ungó og að Hafnar- götu 35. Allt bensínlaust Það er skrítið, í þessu sjálf- virka þjóðfélagi, að um leið og rafmagnið fer, er nánast hvergi hægt að fá afgreitt eldsneyti á bifreiðar. Stafar þetta af því að á nánast öll- um bensínafgreiðslum eru komnir alsjálfvirkir tölvu- bensíntankar, en þeir hand- snúnu, eða þeir sem einnig má snúa, eru horfnir úr um- ferð. Er því ljóst að þrátt fyrir tæknina er nánast allt lamað um leið og rafmagnið fer. Ral'magnsklúður Kalmagnsleysi þaö sem hrjáð helur Suðurnesjamenn undanlarnar vikur, og þá sér i lagi ibúa Grindavíkur, Garðs, Sandgerðis og elri hluta Klelavíkur, virðist mega rekja til lélegs búnaðar sem llitaveilan keypli á sín- um lima al RARÍK. Er þá ekki verið að tala um ral- magnsleysið á sunnudags- kvöld. Vonandi verður RARIK gert skaðabótaskyll, þó þelta hali ;iö visu i lór með sér einn Ijósan punkt, en það er að ibúarnir þurlá væntanlega að greiða minna ralmagn, þar sem það sást varla . . . Undarleg umræða um UMFN All undarleg untræða fór fram á síðasta fundi bæjar- stjórnar Keflavíkur urn fyrir- hugaða keppnisferð Keflvík- inga á vinabæjarmót í Hjörr- ing í sumar. Fyrir lá að UMFN yrði þarna úti á þess- um tíma og bauðst því til að keppa í nafni Kefivíkinga, enda væru Keflvíkingar 70% af sundfólki félagsins, svo og fjölmennir í forystu þess og foreldrafélaginu. Einhver

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.