Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.06.1989, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 22.06.1989, Blaðsíða 1
Aldraðir í KK-húsið? Eftirfarandi tillaga var lögð fyrir bæjarstjórn Keíla- víkur á þriðjudag og vísað til bæjarráðs með öllum greidd- um atkvæðum: „Bæjarstjórn Keflavíkur samþykkir, að stofna fram- kvæmdasjóð aldraðra í Keflavík sbr. bókun í bæjar- stjórn þann 15. maí 1986 og leggur fram meðfylgjandi drög að skipulagsskrá. Greinargerð: Um nokkurra ára skeið hefur Athvarf aldraðra verið starfrækt að Suðurgötu 15- 17 og hefur í alla staði gefist mjög vel og verið vel sótt. Með stofnun Fram- kvæmdasjóðs aldraðra og ráðstöfun eignarhluta Kefla- víkurbæjar í húseigninni Vesturbraut 17 (Karlakórs- húsinu) til sjóðsins, gefst tækifæri til að efla þá starf- semi, sem er hér í bæ með öldruðum og auka fjöl- breytni hennar.“ Kom fram í umræðum manna á fundinum að nota mætti húsið sem menningar- miðstöð fyrir aldraða borg- ara hér í bæ, a.m.k. alla daga og þá hugsanlega leigja sali undir dansleiki á kvöldin. Þá mætti einnig nota sökkul sem er við húsið undir meiri starfsemi í þágu aldraðra, en bæði húsið og sökkullinn eru í eigu bæjarsjóðs. Keflavíkurbær: Ársreiknmgurinn sam- þykktur samhljóða Síðari umræða um reikn- inga Keflavíkurbæjar fyrir árið 1988 fór fram á þriðju- dag. Urðu þar miklar og heiftugar umræður sem end- uðu þó með því að bæjar- reikningarnir voru sam- þykktir með öllum greiddum atkvæðum, sömuleiðis reikn- ingar S.B.K. Er kom að reikningum Rafveitu Keflavíkur sátu þau Drífa Sigfúsdóttir og Magnús Haraldsson hjá og vísuðu í bókun, þar sem fram kemur óeðlilega hár endur- skoðunarkostnaður hjá fyr- irtæki sem engan rekstur hafði, eða á 4ða hundrað þúsunda króna. Annars staðar í blaðinu er birt bókun minnihlutans en umræður fundarins snerust mikið um hana. Tuttugu íbúðir fyrir aldraða byggðar í Keflavík Uppi eru áform um að reisa tuttugu íbúðir fyrir aldraða í Keflavík á næst- unni. Var þetta upplýst á fundi Dvalarheimila aldr- aðra Suðurnesjum meðsveit- arstjórnarmönnum, sem haldinn var í Garði sl. fimmtudag. Er það húsbyggingarfyrir- tæki eitt í Keflavík sem hyggst reisa íbúðirnar á besta stað í bænum, nálægt allri helstu þjónustu. Sam- kvæmt heimildum blaðsins er hér verið að ræða um hús á horni Tjarnargötu og Kirkjuvegar og mun þurfa að fjarlægja tvö hús, sem nú standa þar fyrir. Heiðursborgari dró upp þjóðfánann Einn af föstum liðum þjóðhátíðarinnar í Keflavík er fánahylling í skrúðgarðinum, þar sem einhver mektarmaður dregur sérstakan þjóðhátíðarfána að húni. Hér erþað nýkjörinn heiðursborgari Kefl- víkinga, Valtýr Guðjónsson, sem framkvæmirþað verk með aðstoð Jakobs Árnasonar, skátaforingja. í miðopnu í dag er myndasyrpa frá hátíðarhöldunum á Suðurnesjum. Ljósm.: mad. Hið nýja skip Njarðar hf. eftir sjósetningu. Ljósm.: Fiskifréttir tm * i Skip Njarðar hf. sjösett Daginn fyrir sjómanna-^ dag var sjósett nýtt skip sem fer til Sandgerðis. Um er að ræða 140 tonna togskip sem er í smíðum á ísalirði fyrir Njörð h.f. í Sandgerði. Samningur um smíðina var iindirritaður í janúar 1988 og hófst smíðin í júní á síðasta ári. Er ráðgert að skipið verði fullsmíðað í ágúst næstkomandi. Talið er að skipið muni kosta um 120 milljónir króna. Skipið er 25,99 metra langt og í því verður 1000 hestafla aðalvél af Caterpill- ar-gerð. Söluskattsskuldír á Suðurnesjum: Lokað á tíu aðila i herferð þeirri, sem farin var gegn þeim aðilum er skulda söluskatt, voru um 10 aðilar á Suðurnesjum stöðv- aðir á mánudag. Voru hurð- ir fyrirtækjanna innsiglaðar eftir að starfsfólki hafði verið vísað út. Að sögn Barkar Eiríks- sonar, skrifstofustjóra hjá embætti bæjarfógeta og sýslumanns, þá voru skuldir viðkomandi ýmist stórar eða litlar, þó engar verulega stór- ar. Sagði hann að innsiglið hefði ekki verið rofið nema greitt hafi verið upp að fullu og slíkt hefði nokkrum tek- ist þegar á mánudag. Grindavík: Fá tvö fyrirtæki erlent áhættufé? Svo gæti farið að Hrað- frystihús Grihdavíkur og Lagmetisiðjan Garði h.f. í Grindavík fái erlent hlutafé eða áhættufé inn í rekstur- inn. Er þetta þó háð því að nauðasamningar náist við lánadrottna fyrirtækjanna. Nauðasamningarnir verða að vera þannig, að innan við helmingur af kröfum verði greiddur, að þriðjungi í pen- ingum og að tveimur þriðju hlutum í skuldabréfum At- vinnuleysistryggingasjóðs en afgangurinn afskrifist. Bjarni forseti Bjarni Andrésson var kjörinn forseti bæjarstjórn- ar Grindavíkur á fundi stjórnarinnar í.síðustu viku. Tekur hann við sæti Eðvarðs Júlíussonar, en þeir hafa skipt því bróðurlega á milli sin út kjörtímabilið sam- kvæmt ákvæðum í málefna- samningi meirihlþtans í Grindavík. Þá urðu breytingar á sama fundi í bæjarráði Grindavík- ur. Er það nú skipað Bjarna Andréssyni, Guðmundi Kristjánssyni og Jóni Grön- dal. Þeir Bjarni og Guð- mundur komu inn í stað Halldórs Ingvarssonar og Eðvarðs Júlíussonar.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.