Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.08.1989, Blaðsíða 3

Víkurfréttir - 24.08.1989, Blaðsíða 3
viKun Fimmtudagur 24. ágúst 1989 3 íutUt Helguvíkur- efni í bíla- stæði og tengigötu Þcgar umræðan um lagn- ingu sjávargötu neðan Hafn- argötu í Keilavík stóð sem hæst fékk Keflavíkurbær vil- yrði fyrir afgangsefni úr Helguvík, eða öllu heldur efni sem kom til þegarbergið var brotið niður. Undan- farna daga hefur bæjarfélag- ið notað efni þetta til að leggja í tengigötu sent verður milli Heiðarbyggðar og Garðyegar. Auk þess sem um leið er ekið el’ni i bíla- stæði neðan Hafnargötu. Að sögn HjartarZakarías- sonar, bæjarritara í Keíla- vík. sem gegnir stöðu bæjar- stjóra um þessar mundir, er enn óráðið hvenær ráðist verður í lagningu sjávargöt- unnar, sem verður utar en bílastæði þau sem nú erverið að leggja upp að húsunum til að nýta umrætt efni. Utan við vegarstæðið ntun síðan koma sérstök grjótvörn til að verja veginn ágangi sjávar. Um tengigötuna er það að segja að með he(tni mun létta mikið á umferð um Heiðar- braut, þar sem umferð inn og út úr Heiðarhverfi mun geta farið þar um. Er því hér fyrst og fremst um öryggisatriði að ræða. Grindavík: Dýrum misþyrmt Mikil sorg hvíldi yfir hjört- um tveggja drengja er eiga heima við Suðurvör í Grinda- vík. Astæðan er sú að ráðist var á tvær kanínur í eigu þeirra og þeim misþyrmt á hroðaleg- an hátt. Er komið var að dýrunum kvöld eitt í síðustu viku fund- ust þær í plastpoka sem búið var að binda fyrir með vír. Var greinilegt að þannig höfðu þær verið dregnar eftir hrauninu. Önnur kanínan var hryggbrot- in og þurfti strax, í samráði við lækni af Dýraspítalanum, að aflífa hana. Hin kanínan var í svo miklu losti að hún dó um nóttina. Köttur, sem var heimilisdýr í húsinu á móti, fékk lítið betri meðferð kvöldið eftir. Var þá spreyjað einhverju efni yfir feld kattarins. Vegna þess tætti kisa sig víða, sennilega sökum sviða, alveg inn að skinni. Hlaut hún af þessu mikinn hita, bólgnaði öll upp og varð mjög skökk. Hún er þó nú öll að koma til. „Það er ægilegt að hugsa til þess að nokkur skuli geta gert slíka hluti, svona ógeðfellda og samviskulausa hluti við saklaus dýrin,“ sagði móðir drengjanna tveggja, sem áttu kanínurnar, í samtali við blað- ið. „Hér hafa óvitar ekki verið á ferð, heldur krakkar sem vissu vel hvað þeir voru að gera,“ bætti hún við. Gangbrautarljósin sem tekin verða í notkun á morgun kl. 13. Ljósm.: hbb Hafnargatan í Keflavík: Kveikt á gangbraut- arljósum á morgun Á morgun, föstudag, kl. 13, verða nýju gangbrautar- ljósin á gatnamótum Hafn- argötu og Skólavegar tekin í notkun. Um er að ræða nýja gerð ljósa, a.m.k. hvað Keflavík varðar. Ljós þessi munu eflaust koma að góðum notum, bæði varðandi skólasundið í vetur og eins vegna þeirrar miklu umferðar sem orðin er um Hafnargötuna og þá sér- staklega á föstudögum. Heimilistæki fyrir 100 þúsund (eðameira) Þú greiðir 5000 kr. mánaðariega Við lánum þér í 24 mánuði - Engin útborgun Þú færð hvergi betri kjör! Komdu og verslaðu allan „pakkann“ í húsið á greiðslukjörum sem eiga sér ——~-^vart hlið- _______———stæðu. .. r c.CjC C C ÚTSÖLU Á ÚTILEGU- OG FERÐAVÖRUM ER AÐ LJÚKA Skólafatnaður á börnin Úlpur kr. 3.990 kr. 4.490 og 4.690 Buxur kr. 1.890 Bolir kr. 1.590 TILBOÐ: Bauchnect eldavél og vifta 49.900 kr. mMKm

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.