Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.08.1989, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 24.08.1989, Blaðsíða 12
\>iKun 12 Fimmtudagur 24. ágúst 1989 BÍLEIGENDUR ATHUGIÐ! Er bíllinn skítugur eða lakkið orðið matt? Viðþrífumbílinn,jafntað utan sem innan, ásamt mössun á lakki. Fljót og góð þjónusta. BÓNHÚSIÐ Fitjabakka 1-D Sími 16071 (Við hliðina á Víkurtrc) ATVINNA Starfskraftur óskast í laxeldisstöð sem stað- sett er rétt utan við Hafnir. Þarf að hafa bíl til umráða. Upplýsingar í vinnusíma 16922 milli kl. 8 og 18. GJALDHEIMTA SUÐURNESJA LÖGTAKSÚRSKURÐUR Að kröfu gjaldheimtustjórans f.h. Gjald- heimtu Suðurnesja og samkvæmt fógetaúr- skurði, uppkveðnum 21. þ.m., verðalögtök látin fara fram fyrir vangoldnum opinber- um gjöldum utan staðgreiðslu álögðum 1989 í Keílavík, Njarðvík, Grindavík, Mið- neshreppi, Gerðahreppi, Vatnsleysu- strandarhreppi og Hafnahreppi, skv. 98. gr., sbr. 109.' gr. og 110. gr. laga nr. 75/1981, sbr. einnig 8. kafla laga nr. 45/1987. Gjöldin eru þessi: Tekjuskattur, verðbætur á ógreiddan tekjuskatt, eignarskattur, líf- eyristryggingagjald á atvr. skv. 20. gr., slysatryggingagjald atvr. skv. 36. gr., kirkjugarðsgjald, vinnueftirlitsgjald, út- svar, verðbætur á ógreitt útsvar, iðnlána- sjóðsgjald og iðnaðarmálagj., sérst. skattur á skrifst. og verslunarhúsn., slysatrygg- ingagjald v/heimilisstarfa og sérstakur eignarskattur. Ennfremur nær úrskurðurinn til hverskon- ar gjaldhækkana. Lögtök fyrir framangreindum sköttum og gjöldum, ásamt dráttarvöxtum og kostn- aði, verða látin fram fara að 8 dögum liðn- um frá birtingu þessarar auglýsingar, verði þau eigi að fullu greidd innan þess tíma. Keflavík, 21. ágúst 1989. Bæjarfógetinn í Keflavík, Njarðvík og Grindavík. Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu. Jón Eysteinsson (sign.) Veitingahusið Glóðin: 4uMt Breyttur bar og betri efri salur Fyrir nokkru var lokið við miklar breytingar á efri sal veitingahússins Glóðarinnar. Hefur salurinn verið minnkað- ur en þrátt fyrir það er hægt að taka allt að 120 manns í sæti. „Við höfum lagt nokkra áherslu á fundi en hjá okkur eru fundir alla daga og öll virk kvöld,“ sagði Kristinn Jakobsson, veitingamaður á Glóðinni, í samtali við blaðið. Sagði Kristinn að vinsælt væri að vera með hádegisverðar- fundi. Býður Glóðin upp á hentugan 10-15 manna sal fyrir þá fundi og er hann not- aður vel. -Það hafa orðið breytingar á barnum. „Já, jafnframt því að láta breyta fyrir okkur efri salnum létum við gera breytingar á barnum og er hann nú orðinn meiri pöbb. Það hefur orðið töluverð aukning á sölu áfeng- is frá því að bjórinn kom. Hér koma menn saman og ræða málin,“ sagði Kristinn. -Fer fólk mikið út fyrir svæðið til að koma saman á veitingahúsi og borða? „Það er þó nokkuð um að fólk fari út fyrir svæðið til að skemmta sér og borða á góðum veitingahúsum. Oft er það að fólk kaupir svonefndar pakkaferðir, sem eru gisting á hóteli, leikhúsferð og slíkt. Hér á Suðurnesjum vantar fjölbreyttara mannlíf. Hug- myndin hjá okkur á Glóðinni er að vera með fjölbreyttar uppákomur nú fyrripart vetr- ar, því okkar markmið er að fólk skemmti sér á Suðurnesj- um. um.“ Um hálfs árs skeið hefur Guðmundur A. Jóhannsson verið yfirveitingastjóri á Glóð- inni og hefur hann umsjón með fjjónustuhliðinni. Sagði hann Suðurnesjamenn vera fólk sem gerir kröfur um góða þjónustu. Sagði hann að skipt væri um matseðla á þriggja mánaða fresti. Jafnframt sagði Guðmundur að vínseðillinn hefði fengið gott orð og sú ný- breytni sem þar hefur verið tekin upp. „A seðlinum eru gefnar helstu lýsingar á öllum vínum og kann fólk að meta það og einnig er auðveldara fyrir fólk að leita að víni fyrir sinn smekk,“ sögðu Guð- mundur A. Jóhannsson, yfir- veitingastjóri, og Kristinn Jakobsson, veitingamaður, að endingu. Kristinn Jakobsson (t.v.) og Guðmundur A. Jóhannsson í efri sal Glóðarinnar, sem fengið hefur mikla andlitslyftingu. Ljósm.: hbb. Nýi íþróttas Hin nýja viðbygging iþróttahússins við Sunnu- braut í Keflavík verður form- lega tekin i notkun nk. laugar- dag, 26. ágúst. Bygginga- nefnd hússins hefur í tilefni þess undirbúið íþróttadagskrá sem hefst kl. 16 og stendur til ;alurinn teki kl. 17.30. Að henni iokinni mun unglingakór frá mun unglingakór frá Svens- trup í Danmörku halda tón- leika í „stóra“ salnum. Viðbygging íþróttahúss- ins hefur aðeins verið rúmt ár í byggingu. íþróttabandalag Keflavíkur og bæjaryfirvöld nn í notkun stóðu saman að byggingunni og er það í fyrsta skipti sem slíkt gerist. Með opnun hins nýja salar breytist aðstaða íþróttafólks í Keflavík enn til hins betra en íþróttahúsið annaði engan veginn þeirri eftirspurn og þörf sem orðin var. Danskur< Níutíu barna söngkór frá Svenstrup í Danmörku kemur til Keflavíkur á morgun og mun halda þrenna tónleika á fimm dögum. Kórinn er í boði æsku- lýðsnefndar Rótarýklúbbs Keflavíkur, sem hefur skipulagt heimsóknina ásamt Tónlistar- skóla Keflavíkur. Kórinn held- ur sína fyrstu tónleika á laugar- stórkör í h dag þegar nýi íþróttasalurinn í Keflavík verður formlega tek- inn i notkun. Síðan heldur kór- inn tónleika í Skálholti á sunnu- dag og síðast kemur hann fram í Langholtskirkju á þriðjudag. Með kórnum syngja Olöf Einarsdóttir (Júlíussonar) úr Keflavík og Jón Már Guð- mundsson úr Garðabæ, en þau eimsókn hafa undanfarnar 3 vikur dvalið í Danmörku og æft með kórn- um. Krakkarnir níutíu munu gista í Holtaskóla en með þeim koma 16 fullorðnir. Verður farið með hópinn um svæðið í skoðunar- ferðir, um Suðurnes, til Reykja- víkur og austur fyrir fjall að Gullfossi og Geysi. Afmæli Sigurjón Ólafsson, Austur- götu 19, Keflavík, fyrrver- andi vitavörður á Rey kjanes- vita, verður áttræður þann 29. ágúst nk. Hann tekur á móti gestum í húsi Verka- lýðs- og sjómannafélags Keflavíkur þann dag eftir kl. 20. u( lÆÍL V y/ £í 1 jHr'’ Bifhjólaslys Umferðarslys varð á Reykjanesi sl. laugardag. Ökumaður bifhjóls lenti í lausamöl rétt austan Reykja- nesvita með þeim afleiðing- um að hann lenti útaf vegiri- um og slasaðist. Var lögregl- an í Grindavík og sjúkra- flutningsbifreið kölluð til og var farið með hinn slasaða á Borgarspítalann en meiðsli reyndust minniháttar.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.