Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.11.1989, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 16.11.1989, Blaðsíða 1
Grindavik: Lyfjastuldur og bílvelta Lyfjum var stolið úr Sig- rúnu GK 380, þar sem hún lá í Grindavíkurhöfn á dögunum. Þurfti lyfjaþjófurinn að brjót- ast að lyfjakassanom og hafði síðan á brott með sér nokkurt magn af lyfjum. Hefur Sigrún GK legið í höfninni um nokk- urn tíma og því ekki vitað h ve- nær þjófnaðurinn átti sér stað. Jeppabifreið valt á Nesvegi við Grindavík á sunnudags- morgun. Engin slys urðu á fólki en bíllinn er skemmdur. Nokkrar annir voru hjá Grindavíkurlögregíunni um helgina vegna ölvunar. Keflavík: Hafnargatan verði einstefnugata? Hafnargatan í Keflavík verður einstefnugata í þrjá mánuði í tilraunaskyni frá I. desember n.k. Var þetta tillaga umferðamefndar Keflavíkur á mánudagsmorgun. Verður einstefnan til suðurs. Jafnframt var samþykkt í nefndinni að einstefna skildi sett á Suðurgötu milli Faxa- brautar og Vatnsnesvegar til norðurs. Þá var ennfremur ítrekuð ósk á fundinunt um að settarverði einstefnuráGreni- og Birkiteig. Sandgerði - Njarðvík Tvö lítil brunaútköll Tvö smá brunaútköll urðu á Suðurnesjum í síðustu viku. Hið fyrra varð í bát í Sandgerðis- liöfn en hið siðara í bilskrjóð í Njarðvík. Slökkvilið Miðneshrepps var kvatt út að m.b. Bolla KE 46, þar sem báturinn lá í Sand- gerðishöfn. Ekki reyndist hér um alvarlegan bruna að ræða. Þá var slökkvilið Brunavarna Suðumesja kallað út vegna elds í bílflaki, sem búið var að setja á vagn til að fara með á haugana. Var eldurinn fljótt slökktur. rgangur Fimmtudagur 16. nóvember 1989 Hreppsnefnd Hafnahrepps tók fyrir á síðasta fundi sínum, sem haldinn var 7. nóvember, álit sérstakrar nefndar sem starfaði á vegum sveitarfélags- ins að sameiningu við Njarð- vík. Samþykkti hreppsnefndin álit nefnarinnar sem var svo- hljóðandi: „Með tilliti til þess að bæjar- stjórn Keflavíkur hefur nýver- ið samþykkt að hefja athugun á sameiningu sveitarfélaga á Suðurnesjum og kosið nefnd til að vinna að verkefninu, jafnframt var þeim tilmælum beint til annarra sveitarfélaga á Suðurnesjum að gera slíkt hið sama. Því ályktar nefnd sem hefur starfað á vegum hreppsnefnd- ar Hafnahrepps að könnun á sameiningu Hafnahrepps og Njarðvíkur að leggja til við hreppsnefndina að fresta um sinn viðræðum við fulltrúa Njarðvíkurbæjar um samein- ingu tveggja sveitarfélaga." Á fundinum var jafnframt samþykkt að skipa þriggja manna nefnd til að vinna að könnun meðal íbúa sveitarfél- agsins um kosti og galla á sam- einingu sveitarfélagsins við annað eða önnur sveitarfélög. Ennfremur var nefndinni falið að kanna hvort rétt væri að láta fara fram skoðanakönnun um málið um leið og kosið verður til sveitarstjórnar að vori. VOGAR: Atvinnu- ástand með besta móti „Atvinnuástand hér er með besta móti og fólk vantar til fiskvinnslustarfa. Að vísu er einn á atvinnuleysisskrá,“ sagði Vilhjálmur Grímsson, sveitarstjóri Vatnsleysu- strandarhrepps, í samtali við blaðið. I dag eru fjögurfiskvinnslu- hús í gangi í Vogum, þ.e. Vog- ar h.f., Valdimar h.f., Hafgull og einnig er hafin fiskvinnsla í húsi því sem Flugfiskur hafði áður starfsemi sína í. Þó virð- ast vera einhverjar blendnar horfur varðandi það fólk sem nú starfar við fiskeldisstöðvar í sveitarfélaginu. Erfiðleikar fiskeldisfyrirtækja: Mestir hjá Suðurnesjastöðvum Talið er að heildarskuldir fiskeldisfyrirtækja hér á landi séu um sex milljarðar. Þar af skulda fimm til sex fyrirtæki um þrjá milljarða að sögn DV, sem er um helmingur skuldanna. Þau fyrirtæki sem skulda mest eru Suðurnesjafyrirtækin Is- landslax og Lindarlax. Mest virðist bera á erfiðleik- um fiskeldisfyrirtækja á Suð- urnesjum. Auk Islandslax, sem er til gjaldþrotaskipta, og Lindarlax, sem er með greiðsl- ustöðvun, er Atlantslax einnig með greiðslustöðvun. Er talið að skuldir Lindarlax séu um einn milljarður króna og hjá íslandslaxi er talan um 1100 milljónir króna. Þær stöðvar sem taldar eru þær stærstu á landinu eru m.a. Lindarlax á Vatnsleysuströnd og íslandslax við Grindavík. Grindavík: Drengur skarst illa Ungur grindvískur drengur skarst illa seinnipart sunnu- dags. Hafði drengurinn, sem er 12 ára, verið að brýna vasa- hníf er hann hafði í fórum sín- um. Missti drengurinn hnífinn þegar brýningin stóð sem hæst og féll vasahnífurinn í læri drengsins með þeim afleiðing- um að stór skurður kom. Mikið blæddi úr sárinu og var drengurinn fluttur á sjúkrahúsið í Keflavík til að- gerðar. Þurfti að sauraa ellefu spor. Lögreglan 1 Grindavík vill koma þeirri beiðni til foreldra barna, að ef þeir taka eftir hnífum eða öðrum vopnum í fórum barna sinna, þá vin- samlega að gera viðkomandi hluti upptæka. I rá \innu \ið flísalögnina nú í \ikunni. I.jósin.: hhh Nýja sundmiðstöðin vígð eftir mánuð Nú um holginu xorður lokið við að flísaloggja í nýju sund- iniðstöð Koflvíkinga, að sögn llafstoins (luðmundssonar. I'.r \orkið um mánuði áoftiráætlun \ogna þoss að flísarnar komu soinna að utan on \on var á. Lru l'ramkvæmdir langt komniir á öðrum þáttum og því reikmið með iið hægt verði að tak;i manmirkið i notkun um miðjan næsta mánuð. Að- eins stendur nú á tengingu hreinsilækjii og uppsetningu innréttinga. Verður útilaugin 25X12.5 metrar með 5 keppnisbraut- um. Þá verða þarna barnalaug og fjórir heitir pottar. I n nán- ar um það siðiir. Sameining sveitarfélaga: HAFNAMENN TAKA AF SKARID

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.