Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.11.1989, Blaðsíða 19

Víkurfréttir - 16.11.1989, Blaðsíða 19
ÍÞRÓTTIR _________19 Víkurfréttir 16. nóv. 1989 Pílutitillinn áfram á Suðurnesjum Nk. laugardag verður leikið til úrslita á íslandsmótinu í pílukasti og við Suðurnesjamenn munum eignast Islandsmeistara í karla- flokknum en þar eru 4héðan eftir í undanúrslitum, og jafnvel einnig í kvennaflokknum en Kolbrún Tóbíasdóttir, Grindavík, leikur þar til úrslita við Önnu Kristínu Bjarnadóttur, Reykjavík. I undanúrslitunum hjá körlun- um munu Grindvíkingarnir Guð- jón Hauksson og Ægir Agústsson (eiginmaður Kolbrúnar) leiða saman hesta sína í öðrum leiknum en Óskar Þórmundsson, Keflavík, og Kristinn Þór Kristinsson, Sandgerði, i hinum, en síðan verð- ur úrslitaleikurinn sýndur beint í íþróttaþættinum í ríkissjónvarp- inu á laugardag úr Sportklúbbn- um nýja í Reykjavík. Við skorum hér með á alla Suð- urnesjamenn að fylgjast meðokk- ar fólki og sjá hvort okkur takist ekki að vinna tvöfalt i einmenn- ingnum 1989. Júlíus Ólafsson Opið hús í Leiru Golfáhugamenn ætla að hittast í golfskálanum í Leiru um helgina. Golfklúbbur Suðurnesja er nýbú- inn að festa kaup á gervihnatta- móttakara og ætla félagar m.a. að fylgjast með beinum útsendingum frá hcimsmeistarakeppninni í gotfi sem fram fer á spænska vellinum Las Brisas um helgina. Útsending- ar verða frá kl. 20 á föstudags- kvöld ogfrákl. 12áhádegilaugar- dag og siwtnudag. Kylfingar geta einnig tekið pútterinn með til að halda púttunum við i vetur. Veit- ingar verða á boðstólum. Ársþing og aðalfundir Ársþing ÍBK verður haldið á Glóðinni laugardaginn 25. nóvember nk. og hefst kl. 10. Aðalfundur knattspyrnudeild- ar UMFG verður í félagsheim- ilinu Austurvegi 3 sunnudag- inn 19. nóv. oghefst kl. 16. Þá verður Knattspyrnufélag Kefl- avíkur, KFK, með aðalfund sinníkvöld. 16. nóv.,ííþrótta- vallarhúsinu. Gunnar Vilbergsson hefur jafnað met Júlíusar Baldvins- sonar, Getraunaspekings Vík- urfrétta 1989, og tippar nú í áttunda skiptið í röð. And- stæðingur hans, Olafur Jóns- son, er nú með í þriðja skipti, eftir tvö jafntefli við Gunnar. „Nú er mér óhætt að tapa, er það ekki?“ sagði Gunni. „Þó hef ég aldrei getað hugsað svona, þannig að ég held auð- vitað ótrauður áfram og stefni á níunda skiptið." „Ur því Gunni er búinn með þessi átta skipti þá er best að afgreiða hann. Þetta er orðið ágætt hjá honum,“ sagði Olafur. Annað skiptið í röð eru að- eins fjórir leikir ekki eins hjá þeim félögum. Þeir voru báðirl með 4 rétta i síðustu leikviku' og reyna nú með sér í þriðja skipti... G. Ó. M’Gladbach-B.Uerding. X 1 Arsenal-Q.P.R. 1 1 Aston Villa-Coventry 1 1 Chelsea-Southampton 1 1 C.Palace-Tottenham 2 2 Derby-Sheff.Wed. 1 1 Everton-Wimbledon 1 1 Luton-Man.Utd. 1 2 Man.City-Nott.For. 2 2 Norwich-Charlton 1 1 Portsmouth-W.B.A. X 1 Wolves-Blackburn 1 X Jónas Sævarsson, Jótlands- meistari í knattspyrnu. Sandy sveif yfir 4 stóla Það var mikið húllumhæ í íþróttahúsi Njarðvíkur sl. þriðjudags- kvöld. Þá fór fram körfuknattleiksviðureign milli tveggja úrvalsliða, skipuðum erlendu leikmönnunum og nokkrum leikmönnum i ÍBK og UMFN. Troðslukeppni var í hálfleik og sýndi þá Sandy Anderson, kcflvíski leikmaðurinn, tilþrif sem ekki hafa sést hér á landi áður. Hann stökk yfir 4 stóla og tróð cins og ekkert værj og varð Troð- kóngur kvöldsins. Falur Harðarson stóð, sig best íslendinganna í troðslunni og sýndi skemmtilega takta. Á myndunum hér að ofan sjáum við tilþrifin hjá Sandy. Ljósm.: pket. Ólafur Ungur Keflvíkingur, Jónas Sævarsson, sem er aðeins 6 ára varð sl. sumar Jótlandsmeist- ari í knattspyrnu með liði sínu FC Horsens. Jónas hefur æft knattspyrnu með þessu liði og hefur faðir hans, Sævar Pét- ursson, sem stundar nám í byggingaverkfræði í Dan- mörku, farið með honum áæf- ingar hjá danska liðinu. Kefl- víkingurinn ungi var í byrjun í b-liðinu en var svo daginn fyr- ir mótið tekinn í a-liðið sem síðan sigraði í mótinu. FC Horsens, Jótlandsmeistarar i 6 ára flokki. Jónas er lengst t.h. í neðri söð. vi krnrnr Gunnar Verða ÍBK og ÍS sameinuð? Á aðalfundi íþróttabandalags Suðurnesja í golfskálanum i Leiru sl. laugardag bentu fundarmenn á að timabært væri að liuga að sam- einingu 1S og Iþróttabandalags Keflavíkur. Ekki væri um að ræða sameiningu félaganna innanbanda- laganna 'heldur fyrst og fremst bandalaganna sjálfra. Þó myndi þessi sameining ýta undir aðrar hjá ýmsum deildum. Má nefna að þegar hafa sunddeildir ÍBK og UMFN vcrið sameinaðar undir nafninu Suðurnes og þá hafa tveir flokkar í hundknattleiksdcildum ÍBK og UMFN verið sameinaðir. Á næsta ári stefna forráðamenn handbolt- ans í Keflavík og Njarðvík að því að sameina alla flokka undir einu nufni. v Ungur Keflvíkingur Jótlandsmeistari

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.