Morgunblaðið - 22.12.2015, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.12.2015, Blaðsíða 3
með Tyrkisk Peber brjóstsykri INNIHALD 300 gr. Tyrkisk Peber *original* (2 pokar) 2 dl. vatn 4 stk. egg 1 dl. strásykur 1/2 l. rjómi (léttþeyttur) TYRKISK PEBER ÍSSÓSA 150 gr. Tyrkisk Peber *original* 1 dl. vatn 1 bolli mjólkursúkkulaði (saxað) AÐFERÐ VIÐ ÍSGERÐINA Sjóðið vatn og Tyrkisk Peber þar til brjóstsykurinn er alveg leystur upp (ca 5 mín). Þeytið egg og sykur í hrærivél þar til blandan verður létt og ljós. Hellið Tyrkisk Peber blöndunni varlega í mjórri bunu saman við eggjablönduna og hrærið á meðan. Léttþeytið rjómann og blandið varlega saman við Tyrkisk Peber eggjablönduna sem þarf að vera við stofuhita (má ekki vera heit þegar rjómanum er blandað saman við). Sett í form og fryst í minnst 5 klst. TYRKISK PEBER ÍSSÓSA Sjóðið 1 dl vatni og 150 gr. Tyrkisk Peber *original* þar til brjóstsykurinn er uppleystur. Hellið yfir 1 bolla af söxuðumjólkursúkkulaði og hrærið vel í á meðan. Kælið og hellið svo yfir ísinn eða notið sem sósu. www.gerumdaginngirnilegan.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.