Morgunblaðið - 22.12.2015, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 22.12.2015, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 2015 BÍLAR 7 Þ riðja árið í röð eru Mazda-bílar þeir skil- virkustu í notkun elds- neytis af öllum bílum sem prýða bandaríska vegi, að sögn Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna (EPA). Um er að ræða bíla af árgerð- inni 2014 en að sögn EPA er Mazda ennfremur í fylking- arbrjósti bíla af ágerðinni 2015, samkvæmt bráðabirgðanið- urstöðum stofnunarinnar fyrir árið í ár. Reyndust bílar Mazda af ár- gerðunum 2012 og 2013 einnig þeir skilvirkustu á vegum Bandaríkjanna, samkvæmt mæl- ingum og útreikningum EPA. Þetta er að þakka einstakri nálgun Mazda í að auka spar- neytni bíla sinna og eldsneyt- isnýtni, með svokallaðri Skyac- tiv-tækni. Fyrir öll bílamódel Mazda af árgerðinni 2014 sem seld eru í Bandaríkjunum reyndist með- aleyðslan vera 8,0 lítrar elds- neytis á hundrað kílómetra. Er það 5% bæting frá módelárinu 2013. Losun koltvíildis nam 188 g/km sem er 9% lækkun milli ára. Til samanburðar var meðal eldsneytisnotkun allra bíla á bandarískum vegum 9,7 lítrar á hundraðið og losun koltvíildis 227 g/km. Það fylgir fréttum, að tölur EPA um eldsneytisnotkun bíla endurspegli betur raunveruleik- ann en NEDC-tölur sem brúk- aðar eru í Evrópu. agas@mbl.is Mazda-bílar þeir skilvirkustu Mazda 3 af árgerðinni 2014 nýtir dropann vel. B estu bílkaupin árið 2016 eru í nýliðanum Fiat Tipo, samkvæmt nið- urstöðum dómnefndar Autobest-verðlaunanna. Tipo hafði betur í harðri keppni við Opel Astra hinn nýja en aðeins munaði sjö stigum á bílum þess- um þegar upp var staðið. Tipo fékk samtals 1.492 stig hjá 26 manna dómnefndinni og Astra 1.485 stig. Í þriðja sæti varð svo Hyundai Tucson með 1.145 stig, næst á undan Honda HR-V (1.067) og Mazda CX-3 (1.051). Sigurinn er sá þriðji sem Fiat hampar í sögu verðlaunanna ár- legu sem fyrst voru veitt 2002. Samtökin Autobest voru stofnuð árið 2001 í þeim tilgangi að út- nefna árlega bíl sem að mati dóm- nefndar felur í sér bestu bílkaupin í Evrópu. Í dómnefndinni að þessu sinni sátu 26 bílablaðamenn frá jafnmörgum Evrópulöndum, sem í býr 91% íbúa álfunnar. agas@mbl.is Bestu kaupin í Fiat Tipo Bestu bílkaupin eru í Fiat Tipo, að mati Autobest. stig og varð til að mynda ofar Mercedes B250e (154 stig) og Belgísku bíleigendasamtökin VAB hafa valið Renault Zoe R240 sem fjölskyldubíl ársins 2016 í flokki rafbíla. Þetta er 29. árið í röð sem viðurkenningin er veitt en í dómnefnd sitja 25 blaðamenn og 78 venjulegar fjölskyldur. Í umsögn VAB segir að lág- marksdrægi Zoe hafi aukist um 30 kílómetra. Fyrir utan sigur í flokki hreinna rafbíla var bíln- um einnig teflt fram gegn tvinnbílum og bílum með dræg- isauka. Þar hlaut Zoe R240 159 Kia Soul (147 stig). Í niðurstöðum blaðamann- anna var „rúmgott innanrými, djörf hönnun og óskákanlegt verð“ bílsins tiltekið sér- staklega. Fjölskyldudómurinn sagði Zoe á afar viðráðanlegu verði og hann væri praktísk lausn sem fjölskyldubíll númer tvö. Sérstök dómnefnd barna hrósaði bílnum fyrir netta yf- irbyggingu, aksturseiginleika, þægindi aftursæta og „falleg ljós“. agas@mbl.is Þessi Zoe rafbíll er eins og sprott- inn út úr stjörnustríðsmynd. Zoe fjölskyldubíll ársins meðal rafbíla S koda er um þessar mundir að þróa nýjan sjö manna jeppa sem verður stærðinni fyrir ofan jepplinginn Yeti. Áætlað er að frumsýna nýja jeppann í Par- ís næsta haust. Komnar eru á kreik sögur af því hvað bíll þessi muni heita og hefur því meðal annars verið fleygt að nafnið verði annað hvort Skoda Snowman eða Skoda Polar. Hvort tveggja væri sennilega við hæfi, en samkvæmt heim- ildum þýska bílaritsins Autobild hefur Skoda nú nýverið ákveðið nafnið. Muni hinn nýi jeppi heita Skoda Kodiak. Hann er byggður upp af MQB- undirvagninum frá Volkswagen. Hann verður með drifi á fram- hjólum sem staðalbúnað en bíll með drifi á öllum fjórum mun einnig verða í boði. Lítið hefur verið látið uppi um tæknilega hlið jeppans. Búist er við að Skoda brúki í honum sama vélaval og á við um Oc- tavia og Superb-bílana. Þar á meðal eru 2ja lítra dísilvél og 1,8 lítra bensínvél sem tengjast annað hvort sex hraða hand- skiptingu eða sjö hraða DSG- skiptingu. Kodiak mun byrja að renna af færiböndum bílsmiðjunnar í Kvasyni í Tékklandi undir árslok og koma þá á markað í Evrópu. Hann kemur til með að keppa um hylli kaupenda við annan bíl úr stalli Volkswagensamsteyp- unnar, Tiguan. agas@mbl.is Kodiak heitir nýr jeppi Skoda Skoda Kodiak verður stærðinni yfir Yeti. Hinn splunkunýi Honda Civic, árgerð 2016, bætti á sig tveim- ur blómum er hann var valinn bíll ársins í tvígang í síðustu viku. Fyrst var bíllinn útnefndur „AutoGuide.com bíll ársins“ sl. miðvikudag. Það var ekki nóg því daginn eftir hreppti Civic viðurkenninguna „besti smá- stallbakur ársins“ af hálfu sam- taka spænskumælandi bílafjöl- miðla í Bandaríkjunum. Um er að ræða fyrsta liðs- mann tíundu kynslóðar Honda Civic. Hermt er að í hönnun hans og þróun hafi verið lagt miklu meira púður en í nokkurn annan ættlið Civic og reyndar meiri kraftur en settur hefur verið í nokkurn annan Honda- bíl. Hönnun og þróun nýjasta Honda Civic átti sér stað í starfsstöðvum Honda í Banda- ríkjunum, en það mun vera í fyrsta sinn í sögu bílsins að hann er hannaður utan Banda- ríkjanna. agas@mbl.is Honda Civic landar tvennum verðlaunum Honda Civic hefur löngum verið hátt skrifaður. Ýmislegt Smáauglýsingar Bílar L200 til sölu Mjög góður pallbíll með krómgrind á palli og pallhús fylgir með. Rafmagns loftdæla, 35 tommu dekk. Óryðgaður að norðan. Sími 8933185. Volvo S80 2.0 turbo árgerð 2000 til sölu Ekinn 208 þ. km, 2 eigendur frá upphafi. Góð þjónustubók fylgir með. Skoðaður 2016. Vetrar- og sumardekk fylgja. Gott eintak. Verð 750 þ. kr.- Uppls. 663-4584 YRSA - veglegt og mjög vandað armbandsúr YRSA Reykjavík er sjálfvinda með 2ja ára ábyrgð á frábæru verði, 48.700 kr. Jólagjöf karlsins! Póstsendum, ERNA, Skipholti 3, s. 552 0775, nánar á: www.erna.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.