Morgunblaðið - 22.12.2015, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 2015
6 BÍLAR
Þ
að mun reyna á þolrif
Norðmanna sem eru að
spá í kaup á nýja Merce-
des GLC jeppanum. Séu
þeir að tvístíga um þessar mund-
ir þurfa þeir að bíða fram í mars
2017 að minnsta kosti eftir ein-
taki af slíkum bíl.
Öðru hverju kemur upp sú
staða að áætlanir bílaumboða
um pantanir í nýja bíla eru ekki í
samræmi við væntingar mark-
aðarins til sömu bíla. Getur af því
skapast viss ringulreið er sólgnir
kaupendur eru á ferðinni.
Óhætt er að segja að þetta eigi
á við um Mercedes-umboðið í
Noregi hvað GLC-jeppann varðar.
Sá kvóti sem það hefur fengið af
bílunum, að eigin óskum, dugar
hvergi.
Norðmenn bíða í röðum eftir
nýja bílnum og munu reyndar
ekki vera þeir einu. Kvóti norska
umboðsins 2016 hljóðar upp á
1.100 bíla sem mun vera langtum
minna en markaður er fyrir. Býst
umboðið meira að segja við að
hafa selt alla þessa jeppa áður en
næsta ár rennur upp! Er svo
komið að þeir sem panta eintak í
dag verða að bíða fram í vetr-
arlok 2017 eftir sínum bíl.
Vegna hinnar miklu eftir-
spurnar í Noregi og víðar hefur
Mercedes-Benz hert á fram-
leiðslu GLC-jeppans, sem komið
hefur eins og stormsveipur inn á
bílamarkaðinn. Er hann nú smíð-
aður í samsetningarsmiðju í
Þýskalandi á þremur vöktum, all-
an sólarhringinn. Segja má að
hér sé um „lúxusvandamál“ að
ræða fyrir Mercedes-fyrirtækið
en neikvæða hliðin á því er sú að
verulegar líkur eru á að kaup-
endur snúi annað vegna hins
langa afgreiðslufrests.
Um helmingur af pöntunum í
GLC-jeppann í Noregi er í tvinn-
bílinn GLC 350e. Fyrstu eintökin
af honum eru væntanleg þangað
á öðrum ársfjórðungi 2016. Slíkur
bíll kostar í Noregi tæpar
600.000 krónur, jafnvirði tæpra
níu milljóna íslenskra króna. Um
er að ræða 320 hestafla jeppa
sem uppgefið brúkar aðeins 2,6
lítra á hundraðið með samspili
vélar og rafmótors við bestu að-
stæður. Á rafmótornum einum
dregur hann um 40 kílómetra.
agas@mbl.is
Pantaðu bílinn í dag og fáð’ann í mars 2017
GLC-jeppinn frá Mercedes-Benz hefur komið sem stormsveipur inn á bílamarkaðinn.
B
ílsmiðurinn NEVS, móð-
urfélag Saab-verksmiðj-
anna sænsku, hefur
fengið pöntun í smíði
150.000 rafbíla af gerðinni Saab
9-3.
Það er kín-
verska fyrir-
tækið Panda
New Energy
sem samið hef-
ur við NEVS um
smíðina miklu.
Um er að ræða
samning að
verðmæti um
8,5 milljarða
enskra sterl-
ingspunda.
Saab hefur
ekki átt sjö dag-
ana sæla og eft-
ir að kínverskir aðilar tóku það yfir
hefur staðið á fjármögnun starf-
seminnar til að koma fjöldafram-
leiðslu að nýju í gang.
Með samningnum við Panda
New Energy eru horfurnar í
rekstrinum mun betri. Auk Saab
9-3 bílanna hefur fyrirtækið pant-
að 100.000 aðra rafbíla hjá NEVS
en þeir og fyrrnefndir 150.000
bílar eiga koma til afhendingar á
næstu fimm árum, fyrir árslok
2020.
Panda New Energy er nýtt fyr-
irtæki er leigir út rafbíla í sam-
starfi við félög bílstjóra. Tilgang-
urinn er að bjóða upp á
mengunarfríar samgöngur um
gjörvalla Kína, en gríðarlegur
markaður er talin fyrir hendi þar í
landi vegna gríðarlegrar loftmeng-
unar.
agas@mbl.is
Panta 150.000
Saab-rafbíla
Kínverjar vilja sporna við gríðarlegri loftmengun þar í
landi og 150.000 Saab-rafbílar eiga að hjálpa þar til.
Á Saab sér loksins viðreisnar von?
AFP
N
issan Leaf fagnar fimm
ára afmæli um þessar
mundir. Heldur Nissan
því fram að á þessum
tíma hafi eigendur Leaf lagt að
baki meira en tvo milljarða kíló-
metra.
Samsvarar þessi mengunar-
lausi akstur 2.600 ferðum til
tunglsins og til baka. Leaf er
hreinn rafbíll og sá mest seldi í
veröldinni.
Að sögn Nissan hefur Leaf á
þessu tímabili sparað jarðarbúum
328.482 tonn af gróðurhúsalofti,
koltvíildi, miðað við bíl sömu
stærðar með vél er gengur fyrir
jarðefnaeldsneyti.
Í janúar næstkomandi mun
Nissan svo fagna öðrum áfanga,
en þá verður 200.000 Leaf-bíllinn
afhentur. Bílnum hefur verið vel
tekið en að sögn Nissan er hann í
stöðugri þróun og endurnýjun.
Nýleg uppfærsla hefur aukið
drægi Leaf í 250 kílómetra.
Forstjóri Nissan, Carlos Ghosn,
segir að frekari betrumbætur eigi
eftir að eiga sér stað á Nissan
Leaf. „Rafbílatækni verður áfram
lykilþáttur í þróunarstarfi okkar.
Með tækni sem við erum að skapa
verða ferðalög öruggari, hreinni
og meira spennandi, slíkur er
kraftur nýjunganna. Og það er það
sem menn eiga að vænta frá Niss-
an,“ segir Ghosn.
agas@mbl.is
Nissan Leaf fagnar fimm ára afmæli
Nissan Leaf hefur sparað andrúmsloftinu mikið gróðurhúsaloft, samtals um 330.000 tonn af koltvíildi.
M
inna er meira“ sagði þýski arkitektinn og
húsgagnahönnuðurinn Ludwig Mies van
der Rohe. Honum myndi því eflaust
þykja þetta hjól frá Bandit9 heill hell-
ingur þar sem það er ekki neitt neitt!
Bandit9 eru vanir að smíða mótorhjól sem tekið
er eftir og nægir í því sambandi að nefna módel á
borð við Nero MKII, The Bishop og núna þetta silf-
urlitaða listaverk sem nefnist Ava. Hún sver sig í
ættina því hjólin frá fyrirtækinu eru iðulega list sem
má hjóla á.
Aðeins níu stykki smíðuð
Eflaust munu færri komast að en vilja þegar hjól-
in verða sett á sölu því aðeins níu eintök voru
smíðuð í það heila.
Grunnurinn er 125cc Honda Supersport en
boddíið er handsmíðað úr hápóleruðu stáli, eins og
sjá má, enda geta sællegir og stálheppnir eigendur
speglað sig um leið og þeir dást að nýja hjólinu
sínu.
jonagnar@mbl.is
Það verður ekki minna – eða eigum við að segja meira – af öllu þegar mótorhjól eru annars vegar.
Minna er svo miklu meira
Bandit9 smíða hjól í knöppum stíl