Morgunblaðið - 28.01.2016, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.01.2016, Blaðsíða 1
FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 2016 ÍÞRÓTTIR EM í Póllandi Mikkel Hansen, Nikola Karabatic og fleiri stjörnum hjá Dönum, Frökkum og Pólverjum mis- tókst í gærkvöldi að tryggja sér sæti í undanúrslitum Evrópumótsins í handbolta í Póllandi 3 Íþróttir mbl.is  Karl Þórðarson knattspyrnumaður frá Akranesi varð í sjöunda sæti í kjörinu á íþróttamanni ársins 1978.  Karl fæddist 1955 og lék fyrst með ÍA 1972 en síðast 1994, og lék alls 366 leiki með liðinu. Þá hafði hann tvívegis hætt og byrjað aftur að leika á ný. Hann varð fimm sinnum Íslandsmeistari og tvisvar bik- armeistari með liðinu. Karl, sem var fljótur og leikinn kantmaður, var at- vinnumaður hjá La Louviere í Belgíu og Laval í Frakklandi frá 1978 til 1984. Hann lék 16 landsleiki fyrir Ís- lands hönd. ÍÞRÓTTA- MAÐUR- DAGSINS HANDBOLTI Ívar Benediktsson iben@mbl.is Þýska meistaraliðið THW Kiel er reiðbúið að greiða allt að fimm millj- ónir evra, jafnvirði rúmlega 700 millj- óna króna, fyrir Aron Pálmarsson frá ungverska meistaraliðinu Veszprém. Þetta hefur Morgunblaðið eftir heim- ildum. Fyrsta tilboðið frá Kiel hljóð- aði upp á þrjár milljónir evra en því munu forráðamenn Veszprém hafa hafnað. Þá mun Kiel hafa hækkað til- boð sitt upp í fimm milljónir evra. Forráðamenn Veszprém velta tilboð- inu fyrir sér og svara af eða á fyrir vikulokin. Ljóst er að ef af kaupunum verður þá verður um metupphæð að ræða fyrir handknattleiksmann. Á liðnu sumri greiddi PSG tvær milljónir evra fyrir Nikola Karabatic frá Barcelona. Karabatic átti þá ár eftir af samningi sínum við Barcelona. Ar- on er samningsbundinn Veszprém fram til 30. júní 2018. Aron kom til ungverska liðsins frá Kiel á liðnu sumri eftir að samningur hans við þýsku meistarana rann út. „Ég kem af fjöllum,“ sagði Aron í samtali við Morgunblaðið í gær. Ef samkomulag næst á milli Kiel og Veszprém um kaupin vill þýska liðið fá Aron til sín strax þannig að hann verði gjaldgengur þegar keppni hefst á nýjan leik í þýsku 1. deildinni um aðra helgi. Kiel varð fyrir miklu áfalli á dög- unum þegar landsliðsmennirnir Steffan Weinhold og Christian Diss- inger meiddust. Þeir verða frá keppni vikum saman af þeim sökum. René Toft Hansen sleit krossband á milli jóla og nýárs og varnar- og línumað- urinn Patrick Wiencek er einnig frá vegna krossbandsslits. Forráðamenn félagsins, með Alfreð Gíslasonar þjálfara í broddi fylkingar, eru af þeim sökum tilbúnir að teygja sig langt til þess að fá liðsstyrk nú þegar. Reyndar hefur félagið tryggt sér línumann í stað Hansens. Helmingur af veltu Kiel Fimm milljónir evra eru há upp- hæð í heimi evrópsks handknattleiks. Samkvæmt tölum sem tímaritið Handball Inside birti í desemberhefti sínu þá er velta Kiel á núverandi keppnistímabili 9,5 milljónir evra, eða um 1.250 milljónir króna. Aðeins franska stórliðið PSG veltir meiru eða 16,5 milljónum króna og ber höf- uð og herðar yfir önnur félagslið í Evrópu. Næst á eftir Kiel eru Veszp- rém með 9 milljónir evra, Kielce 8,5 og Barcelona með 8. Ef af kaupunum verður er ljóst að fjársterkir aðilar aðstoða Kiel við kaupin. Kiel slær öll met með tilboði í Aron  Helmingur ársveltu í einn mann  Niðurstaða fyrir helgi Morgunblaðið/Árni Sæberg Dýrastur? Aron Pálmarsson yrði dýrasti handboltamaður heims ef af því verður að Kiel kaupi hann til baka frá Veszprém í Ungverjalandi. Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landsliðsins í handknattleik, gat ekki leynt gleði sinni eftir sig- urinn gegn Dönum á EM í gær- kvöldi en með sigrinum tryggðu Þjóðverjar sér farseðilinn í undan- úrslitin. „Við erum gríðarlega ánægðir. Fyrir utanaðkomandi kom þessi sigur kannski á óvart og við erum komnir í undanúrslit en þetta kemur okkur ekki á óvart,“ sagði Dagur sem hefur unnið mikið meistaraverk með þetta unga þýska lið sem hann er með í hönd- unum. hjorvaro@mbl.is Kom Degi ekki á óvart Fjölþrautarmaðurinn Einar Daði Lárusson, úr ÍR, heldur í dag út til Þýskalands þar sem hann tekur þátt í þýska meist- aramótinu í Hamborg um helgina. Einar Daði keppir í sjöþraut á mótinu en það er hans sérgrein ásamt tugþraut. Með í för verður Gísli Sigurðs- son sem á haustdögum tók við þjálfun Einars Daða. Hann á næst bestan árangur Íslend- ings í sjöþraut, 5.859 stig sem var 15. besti árang- ur í Evrópu á síðasta ári. Hann var talsvert frá á síðasta sumri vegna meiðsla. iben@mbl.is Einar Daði fer til keppni í Hamborg Einar Daði Lárusson Manchester City og Everton mættust í seinni leik liðanna í undanúrslitum enska deilda- bikarsins á Etihad Stadium í gærkvöldi. Everton hafði betur í fyrri leik liðanna með tveimur mörk- um gegn einu og Manchester City þurfti því að vinna upp eins marks forskot Everton til þess að komast í úrslitaleikinn. Lokatölur í leiknum urðu 3:1 Manchester City í vil sem bar þar af leiðandi sigur úr býtum í viðureigninni og mætir Liverpool í úr- slitaleiknum. Kevin de Bruyne kom til bjargar Kevin de Bruyne Díana Kristín Sigmarsdóttir, markahæsti leikmaður Fjölnis í Olís-deild kvenna, fór á dög- unum til reynslu til Molde í Noregi. Hafnaði hún tilboði Norðmanna um að ganga strax til liðs við félagið og mun leika með Fjölni út tímabilið. Ekki er hins vegar útilokað að hún gangi til liðs við Molde í sumar. „Hún er í samningaviðræðum við Fjölni um að framlengja en henni stendur einnig til boða að fara til Molde í sumar,“ sagði Andrés Gunnlaugsson, þjálfari Fjölnis, við Morgunblaðið. kris@mbl.is Molde hefur áhuga á Díönu Kristínu Díana Kristín Sigmarsdóttir Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Viðar Örn Kjartansson, landsliðsmaður í knattspyrnu, leikur í sínu fjórða landi á fjórum árum eftir að hann samdi í gær til þriggja ára við sænska félagið Malmö. Svíarnir keyptu hann af Jiangsu Sun- ing í Kína á 3 milljónir sænskra króna, um 46 milljónir ísl. króna, samkvæmt sænskum fjölmiðlum, og hann yfirgefur Kína eftir eitt ár þar en Viðar átti tvö ár eftir af samningi sínum. Hann er sagð- ur einn launahæsti leikmaðurinn í Svíþjóð eftir þessa samningsgerð. Viðar hefur verið markahæsti leik- maður sinna liða fimm ár í röð. Fyrst árin 2011 og 2012 með Selfyssingum, þá 2013 með Fylki, 2014 með Vålerenga þegar hann varð markakóngur norsku úrvalsdeildarinnar og 2015 með Jiangsu í Kína. Í Malmö er Viðar kominn í eitt stærsta félag Norðurlanda, sem spilaði í Meistaradeild Evrópu fyrir áramótin. Malmö varð sænskur meistari 2014 en varð að sætta sig við fimmta sætið á síð- asta ári. Viðar er þriðji leikmaðurinn sem Malmö fær í sínar raðir eftir að Daninn Allan Kuhn var ráðinn þjálfari liðsins fyrr í þessum mánuði og ljóst er að fé- lagið ætlar að nýta hagnaðinn af Meist- aradeildinni í vetur til að koma sér aftur á toppinn í Svíþjóð. Kári Árnason, félagi Viðars úr ís- lenska landsliðshópnum, er í liði Malmö og var af og til fyrirliði eftir að hann kom til félagsins frá Rotherham síðasta sumar. Áður hafa fjórir íslenskir leik- menn spilað með aðalliði Malmö en það eru Ólafur Örn Bjarnason, Sverrir Sverrisson, Guðmundur Viðar Mete og Emil Hallfreðsson. Ljósmynd/@Malmo_FF Blár Viðar Örn Kjartansson í bún- ingi Malmö eftir undirskriftina. Fjögur á fjórum árum  Viðar kominn í eitt stærsta félagið á Norðurlöndum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.