Morgunblaðið - 28.01.2016, Síða 3
ÍÞRÓTTIR 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 2016
Kvennalið Keflavíkur í körfu-knattleik hefur tryggt sér
þjónustu afar öflugs leikmanns, en
leikmaðurinn sem um ræðir heitir
Monica Wright. Monica hefur tví-
vegis verið í meistaraliði í WNBA og
því ljóst að um sterkan leikmann er
að ræða. Það er karfan.is sem grein-
ir frá þessu. Monica er margverð-
launaður WNBA-leikmaður sem er
á mála hjá liði Seattle Storm. Koma
Monicu er liður í endurhæfingu
hennar þar sem að hún er að koma
til baka úr erfiðum hnémeiðslum og
þarf að komast í leikform. Jenny
Boucek sem lék með Keflavík hér
forðum daga er þjálfari liðs Seattle
Storm og er koma Monica í gegnum
tengsl Boucek við Keflavík. Ekki er
vitað hversu mikið Monica mun
koma til með að spila með Keflavík
eða hversu mikið hún má spila með
liðinu þar sem hún er undir ströngu
eftirliti læknateymis Seattle Storm.
Norrköpinghafði áhuga
á að skoða Hólm-
bert betur og að
hann færi með
þeim í æfingaferð
á næstunni. Við
ákváðum hins
vegar að hafna
því og Hólmbert
er á leiðinni til Íslands á næstu dög-
um,“ sagði Bjarni Guðjónsson, þjálf-
ari karlaliðs KR í knattspyrnu, um
stöðu mála hjá Hólmberti Aroni
Friðjónssyni, leikmanni liðsins við
mbl.is í gær. „Forráðamenn Norr-
köping verða einfaldlega að leggja
fram tilboð hafi þeir jafn mikinn
áhuga og virðist vera á Hólmberti.
Við sjáum bara til hvernig fram-
haldið þróast í þessum málum,“
sagði Bjarni enn fremur.
Hólmbert Aron gekk til liðs við
KR frá skoska liðinu Glasgow Celtic
síðastliðið sumar, en hann hafði ver-
ið á láni hjá danska liðinu Bröndby á
árunum 2014 til 2015. Hólmbert Ar-
on lék 12 leik með KR í deild og bik-
ar síðastliðið sumar og skoraði í
þeim leikjum fimm mörk.
Fólk folk@mbl.is
myndi fylgja þeim. Gestgjöfunum
Pólverjum nægði stig á móti Króatíu
í gærkvöldi til að komast einnig
áfram. Lið Króata hefur verið óút-
reiknanlegt í mótinu og tók sig til og
rótburstaði Pólland 37:23. Órúlegar
tölur sem gerðu það að verkum að
Króatía, Frakkland og Pólland voru
öll jöfn með 6 stig en Noregur fékk 9
stig. Innbyrðisviðureignir skera úr
um hvaða lið kemst áfram. En í inn-
byrðisviðureignum þessara þriggja
liða voru þau öll jöfn með einn sigur.
Staðan var því orðin nokkuð flókin
og markatala í innbyrðisviðureign-
unum skar þess vegna úr um hvaða
lið fylgdi Norðmönnum. Eftir út-
reikninga færustu stærðfræðinga í
Póllandi varð niðurstaðan sú að Kró-
atía fer áfram með 6 mörk í plús.
Frakkar eru með 2 mörk í plús og
Pólverjar með átta mörk í mínus.
Króatar töpuðu sem sagt með átta
marka mun fyrir Frökkum en óvænt-
ur stórsigur þeirra á gestgjöfunum í
kvöld kemur þeim yfir hjallann. Pól-
land vann svo Frakkland með sex
marka mun í riðlakeppninni.
Sæti í forkeppni til Svía
Þá er einn vinkill á gærdeginum
enn eftir og sá er hvaða tvær þjóðir
náðu í sætin tvö sem eftir voru í for-
keppni Ólympíuleikanna í vor. Var
það yfirlýst markmið íslenska liðsins
að ná öðru þeirra. Norðmenn tryggðu
sér annað þessara sæta og voru raun-
ar búnir að því fyrir nokkrum leikj-
um. Hitt sætið fellur einnig Norð-
urlandaþjóð í skaut en það eru Svíar.
Þeir náðu í stig á móti Dönum á
þriðjudag og í gær unnu þeir Ung-
verja 22:14. Þrjár Norðurlandaþjóðir
eiga þá enn möguleika á því að kom-
ast á Ólympíuleikana í karlaflokki:
Noregur, Svíþjóð og Danmörk en þau
mál skýrast með vorinu.
Norðmenn geta ennþá tryggt sér
sæti á leikunum með góðum árangri í
Póllandi því Evrópumeistararnir fara
á leikana og sleppa við forkeppnina.
Norðmenn eiga nú 25% möguleika á
sigri í keppninni þótt líklega enginn
hafi spáð því fyrir mótið.
Dagur fór með Þjóðverja
í undanúrslitin á EM
AFP
Úlfurinn Andreas Wolff fagnar sigrinum í gærkvöldi en hann stóð fyrir sínu í marki Þjóðverja gegn Dönum.
Norðmenn í undanúrslit í fyrsta skipti í karlakeppnunum Hvorki Frakkar né
Danir spila um verðlaun Króatar rótburstuðu gestgjafana með fjórtán mörkum
EM
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Lokadagur milliriðlanna á EM í
handbolta í Póllandi var stórmerki-
legur fyrir margra hluta sakir. Nið-
urstaðan varð sú að Noregur og
Spánn sigruðu í riðlunum. Með þeim
komust áfram Króatía og Þýskaland.
Noregur og Þýskaland mætast í und-
anúrslitum en einnig Spánn og Kró-
atía.
Ríkjandi Evrópumeistarar Frakka,
sem auk þess eru heims- og ólympíu-
meistarar, spila ekki um verðlaun á
mótinu. Gerðist það síðast á HM á
Spáni árið 2013. Guðmundur Þ. Guð-
mundsson þarf einnig að sætta sig
við sömu niðurstöðu og Frakkar því
Danmörk situr eftir.
Íslensku þjálfararnir Dagur og
Guðmundur mættust í gær í milliriðli
2. Hvorugt liðið í sínu besta formi í
rauninni. Meiðsli hafa herjað á þýska
leikmannahópinn og Danir fengu
tuttugu tíma á milli leikja, eftir dýrt
jafntefli við Svía daginn áður. Þýska-
land hafði betur 25:23 eftir jafnan og
spennandi leik þar sem Danir höfðu
tveggja marka forskot þegar innan
við tíu mínútur voru eftir. Með sigr-
inum smelltu Þjóðverjar sér einu
stigi upp fyrir Dani. Luku þeir leik í
milliriðlinum með átta stig eins og
Spánverjar sem unnu Rússa með
sömu markatölu 25:23. Til að auka
aðeins á flækjustigið var leið Spán-
verja ekki greið í gegnum Rússana
því Rússland barðist við Svíþjóð um
sæti í forkeppni Ólympíuleikana.
Leikurinn hafði því einnig mikið vægi
fyrir þá.
Spútnikliðið stóð undir nafni
Spútniklið keppeninnar hélt áfram
að koma á óvart í gær. Gerðu Norð-
menn sér lítið fyrir og unnu Frakka
29:24 sem varð til þess að Frakkland
kemst ekki í undanúrslit. Magnaður
árangur Norðmanna sem töpuðu fyr-
ir Íslandi í fyrsta leik mótsins. Er
þetta í fyrsta skipti sem karlalið
þeirra leikur um verðlaun á stórmóti
í handbolta. Kvennalið Noregs er
hins vegar það besta í heimi eins og
Íslendingar þekkja vel þar sem Þórir
Hergeirsson heldur þar um þræðina.
Noregur hefur unnið þrjár stórþjóðir
í handboltanum í mótinu, Frakkland,
Króatíu og Pólland. Sigurinn á
Frökkum kom þó á vissan hátt á
óvart því Norðmenn misstigu sig
gegn Makedóníu og gerði jafntefli í
næstasíðasta leik sínum í milliriðl-
inum.
Með sigrinum á Frökkum tryggðu
Norðmenn sér efsta sætið í Milliriðli
I. Þá stóð eftir sú spurning hvaða lið
„Ef þú horfir á austurrískan fótbolta í dag, ekki bara landsliðið, heldur
leikmenn sem eru að spila í Þýskalandi, Englandi og fleiri stórum deildum
í Evrópu þá höfum við verið vanmetnir,“ segir Sebastian Prödl, miðvörður
austurríska landsliðsins og leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Watford,
í viðtali á vef evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA.
Íslendingar leika sem kunnugt er í riðli með Austurríkismönnum á
Evrópumótinu í Frakklandi í sumar og mæta þeim í þriðja og síðasta leik
sínum í riðlinum á Stade de France leikvanginum glæsilega í París þann
22. júní.
Austurríkismenn gerðu frábæra hluti í undankeppninni þar sem þeir
innbyrtu 28 stig af 30 mögulegum. Aðeins Englendingar náðu betri árangi
en þeir fengu fullt hús. Í fyrsta sinn í 25 ára sögu heimslista FIFA komust
Austurríkismenn á topp tíu listann en þeir komust í 10. sæti á listanum í
október og eru enn í því sæti.
Í sumar leika Austurríkismenn í úrslitakeppni EM í fyrsta sinn frá því
keppnin var haldin þar árið 2008.
„Ég á frábærar minningar frá mótinu 2008 vegna
þess að það var haldið í heimalandi okkar og and-
rúmsloftið var hreint magnað í landinu meðan á
mótinu stóð. Því miður tókst okkur ekki að komast
upp úr riðlinum en ég öðlaðist mikla reynslu sem
nýliði í landsliðinu.
Þetta er erfiður riðill
Auk Austurríkismanna og Íslendinga eru Portú-
galar og Ungverjar í F-riðlinum á EM í sumar.
„Þetta er erfiður riðill en ég var ánægður með rið-
ilinn og ég reikna með að Portúgal, Ísland og Ung-
verjaland hafi líka verið það. Portúgal með Cristiano Ronaldo er sig-
urstranglegast en það er mikið sjálfstraust í okkar liði og ég er bjartsýnn
á að við komust upp úr riðlinum,“ segir hinn 28 ára gamli Sebastian Prodl.
gummih@mbl.is
Austurríska liðið hefur verið vanmetið
Sebastian
Prödl
Sören Frederiksen sem lék
með KR á síðasta keppnis-
tímabili í Pepsi-deild karla í
knattspyrnu hefur verið
seldur til danska 1. deildar
félagsins Viborg.
Sören lék 24 leiki með KR
í deild og bikar og skoraði í
þeim leikum fimm mörk.
„Við fengum gott tilboð í
Sören og við ákváðum að
taka því. Okkur fannst við
ekki geta hafnað tilboðinu, tilboðið var gott og
svo vildum við leyfa Sören að spreyta sig í Dan-
mörku á nýjan leik,“ sagði Kristinn Kjærnested
í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi.
Sören til Viborg
Sören
Fredriksen
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin:
Njarðvík: Njarðvík – KR ..................... 19.15
IG-höllin: Þór Þ. – FSu ........................ 19.15
Ásgarður: Stjarnan – ÍR...................... 19.15
Stykkishólmur: Snæfell – Grindavík .. 19.15
HANDKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild kvenna, Olís-deildin:
KA-heimilið: KA/Þór – Grótta ............ 18.30
Framhús: Fram – Fjölnir .................... 19.30
KNATTSPYRNA
Reykjavíkurmót karla:
Egilshöll: Þróttur R. – Valur.................... 19
Egilshöll: Fjölnir – Fram ......................... 21
Faxaflóamót kvenna:
Kórinn: Selfoss – Stjarnan .................. 20.15
REYKJAVÍKURLEIKAR
Iceland International, alþjóðlega badmin-
tonmótið, hefst í TBR-húsunum og er spil-
að frá kl. 10 til 14.30.
Keppt er í keilu í Egilshöll frá kl. 17 til 21.
Í KVÖLD!