Morgunblaðið - 28.01.2016, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 28.01.2016, Qupperneq 4
4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 2016 Jákvæðar fréttir berast af nokkrum leikmönnum íslenska landsliðsins í knattspyrnu sem að óbreyttu verða í landsliðs- hópnum sem leikur á Evr- ópumótinu í Frakklandi sem hefst eftir rúma fjóra mánuði. Gylfi Þór Sigurðsson hef- ur átt góðu gengi að fagna með Swansea á nýju ári. Kolbeinn Sig- þórsson er loksins byrjaður að skora með Nantes í Frakklandi. Aron Einar Gunnarsson er aftur orðinn lykilmaður hjá Cardiff. Markvörðurinn Hannes Þór Hall- dórsson er byrjaður að æfa með Nijmegen eftir að hafa verið skorinn upp í öxl fyrir þremur mánuðum og Viðar Örn Kjart- ansson er kominn með fast land undir fótum eftir að hann samdi við sænska liðið Malmö í gær. En það er enn óvissa hjá nokkrum leikmönnum og mik- ilvægt að þeirra mál komist á hreint sem allra fyrst. Alfreð Finnbogason á til að mynda erf- itt uppdráttar hjá Olympiacos og þarf að komast að hjá nýju liði sem allra fyrst og Eiður Smári Guðjohnsen er án félags. Und- irritaður hefur verið í sambandi við umrædda leikmenn á síðustu dögum og báðir eru þeir bjart- sýnir á að finna sér ný lið áður en langt um líður. Það verður fróðlegt að fylgjast með framvindu mála hjá besta handboltamanni þjóð- arinnar, Aroni Pálmarssyni, en við á Mogganum höfum áreið- anlegir heimildir fyrir því að Al- freð Gíslason, þjálfari þýska meistaraliðsins Kiel, vilji fá strákinn sinn til baka frá Vezsp- rém í Ungverjalandi. Sjálfur myndi ég fagna því að fá Aron aftur í þýsku Bundesliguna en það kæmi mér samt ekki á óvart ef lið á borð við Barcelona og Paris SG væru líka með Aron í sigtinu ef Ungverjarnir eru til- kippilegir að selja leikmanninn. BAKVÖRÐUR Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is skrifa fyrir sig skýrslu um hvaða rannsóknir væru í gangi er varða af- reksíþróttir. Upp frá því urðu til námskeið og fyrirlestrar fyrir íþróttaþjálfara sem ekki hafði verið boðið upp á áður. Vegna þessa hefur orðið mikil breyting hvað varðar styrktarþjálfun barna en íþrótta- félög spá þó misjafnlega mikið í þessu. Sum hafa skoðað málið gaum- gæfilega á meðan önnur eru ef til vill rétt að byrja að þreifa fyrir sér. Bakgrunnur minn er úr Sovétríkj- unum og ég gat því borið saman tvö mismunandi kerfi. Annars vegar það sem var í gömlu Sovétríkjunum og hins vegar það sem var í Svíþjóð. Í Sovétríkjunum var markmiðið að búa til íþróttafólk og það er einfald- lega ekki hægt ef horft er framhjá jafn mikilvægum þætti og lík- amlegum styrk. Þegar Sovétríkin hrundu þá fluttu vísindamenn þaðan til bæði Bandaríkjanna og Kanada. Þá má segja að þekkingin sem til var í Sovétríkjunum hafi færst yfir á enska tungu og er nú að skila sér til Evrópu. Allt tekur þetta tíma.“ Spáir verri árangri Svía Við Íslendingar erum mikil íþróttaþjóð, sérstaklega þegar mið- að er við hina frægu höfðatölu. Ár- angur okkar fólks er farinn að vekja töluverða athygli í íþróttaheiminum erlendis. Segja má að Svíar hafi af- rekað enn meira en við jafnvel þótt höfðatalan sé tekin með. Svíar eru ekki fjölmennir ef horft er til íbúa heimsins en hafa átt ótrúlegan fjölda af íþróttafólki í allra fremstu röð. Og það sem meira er þá hafa Svíar skarað fram úr í fjölmörgum greinum. Annika Sörenstam er einn albesti kvenkylfingur sögunnar, Ingmar Stenmark einn sá albesti í alpa- greinum, Björn Borg í tennis og Jan-Ove Waldner í borðtennis. Fjöl- margir aðrir Svíar hafa verið bestir í heimi í sinni grein um tíma til dæmis í frjálsum og sundi. Einnig í vetr- aríþróttum eins og Gunde Svan í skíðagöngu. Þá hafa Svíar átt eitt besta lið í heimi í íshokkí árum sam- an, farið í úrslit og undanúrslit á HM í fótbolta og unnið marga titla í handbolta. Þegar málið er skoðað er með ólíkindum hversu miklum árangri Svíar hafa náð. Því varð ekki hjá því komist að spyrja dr. Tonkonogi hvert leyndarmál Svía sé, fyrst hann starfar í Svíþjóð. Leikir krakka skiluðu Svíum frábæru íþróttafólki „Svíar gerðu auðvitað margt rétt og ýmislegt spilaði inn í frábæran árangur þeirra. Stuðningur hins op- inbera við íþróttir og afreksíþróttir var mikill og ennþá er mikið fjárfest í íþróttum í Svíþjóð. Ef við förum tvo áratugi aftur í tímann þá var mikið um alls kyns íþróttaiðkun að ræða sem ekki var skipulögð. Krakkar léku sér úti í garði að eigin frumkvæði og þótti mjög eðlilegt. Þessi hegðun krakka skilaði sér í frábæru íþróttafólki seinna meir. Því miður breyttist þessi hegðun og krakkar leika sér ekki út í garði í íþróttum. Nú sækja þau eingöngu skipulagðar íþróttaæfingar. Af þeim sökum er ég ekki viss um að árangur Svía verði áfram jafn góður á heims- mælikvarða. Við sjáum núna ýmis vandamál. Fremur lítið hlutfall krakka er mjög virkt þegar kemur að hreyfingu. Talsvert hlutfall krakka eru nánast óvirkt hvað hreyfingu varðar. Áður og fyrr voru nánast allir krakkar virkir í einhvers konar hreyfingu. Í þessu tel ég velgengni Svía í íþróttum hafa falist. Breytist þetta ekki þá efast ég um að við náum jafn miklum árangri eftir tutt- ugu ár,“ sagði dr. Michail Tonkonogi ennfremur þegar Morgunblaðið ræddi við hann á ráðstefnunni í HR. Styrktarþjálfun á að gera börnum og unglingum gott  Prófessor í Svíþjóð ræðst gegn útbreiddri mýtu um að börn og unglingar megi ekki lyfta lóðum  Slík þjálfun virkar vel á meðan þau hafa gaman af henni Ljósmynd/sportmyndir.is Í ræðustól Dr. Michail Tonkonogi flytur erindi sitt í HR síðasta fimmtudag. Hann er upphaflega frá Sovétríkjunum og segir að þekkingin sem þar varð til á sínum tíma sé smám saman að skila sér, með viðkomu vestanhafs. Dr. Michail Tonkonogi » 47 ára gamall prófessor í íþróttalífeðlisfræði við Dal- arna-háskóla í Svíþjóð. » Er frá gömlu Sovétríkjunum en hefur búið og starfað í Sví- þjóð um árabil. » Hélt fyrirlestur á ráðstefnu um afreksíþróttir á vegum HR og ÍBR í aðdraganda Reykjavík- urleikanna. BAKSVIÐ Kristján Jónsson kris@mbl.is Dr. Michail Tonkonogi, prófessor í íþróttalífeðlisfræði við Dalarna- háskóla í Svíþjóð, hélt fróðlegan fyr- irlestur um styrktarþjálfun barna á ráðstefnu á vegum Háskólans í Reykjavík og Íþróttabandalags Reykjavíkur í síðustu viku. Þar kom ýmislegt fram um hvernig æfingum skal háttað til dæmis varðandi þyngdir og endurtekningar í lyft- ingum. Dr. Tonkonogi réðst í erindi sínu að þeirri mýtu að börn og unglingar megi ekki lyfta lóðum. Sá sem þetta ritar var til dæmis alinn upp við slíka umræðu og þá var talið að lyft- ingar og styrktarþjálfun gætu haml- að vexti barna og unglinga svo dæmi sé tekið. Tonkonogi segir þvert á móti að styrktarþjálfun ætti að gera börnum og unglingum gott en hér er vitaskuld sleginn sá varnagli að ekki er sama hvernig slík þjálfun er stunduð. Æskilegt er að fagmenn hafi umsjón með slíku. Skiljanlegt þegar upplýsingar lágu ekki fyrir „Þessi umræða var skiljanleg á sínum tíma þegar ekki lágu fyrir jafnmiklar upplýsingar og færri rannsóknir höfðu verið gerðar. Þá var skiljanlegt að fólk vildi fara var- lega í stað þess að valda mögulega skaða. Vísindin hafa vaxið hratt á þessu sviði og nú höfum við aðgang að miklu magni af gögnum og töl- fræði. Þrátt fyrir að þekkingin sé til staðar, hjá vísindamönnum og fræðimönnum, þá tekur alltaf tíma að miðla vitneskjunni til þjálfara og kennara. Þekking er fyrirbæri sem tekur breytingum en stundum geta tuttugu ára gamlar skoðanir verið góðar og gildar og stundum ekki,“ sagði Dr. Tonkonogi og bætti við: „Það er einfaldlega gott fyrir börn og unglinga að auka líkamlegan styrk. Aldrei er þó gott að þvinga þau til þess en um leið og þeim þykir styrktarþjálfun skemmtileg þá virk- ar hún vel. Ég sé það hjá 11-12 ára krökkum að þegar þau komast í slíka aðstöðu þá hafa þau gaman að því að lyfta, toga og klifra sem dæmi. Er það bara í góðu lagi á meðan þau hafa gaman af því.“ Þekking úr gömlu Sovétríkj- unum breiðist út um heiminn Síðastliðinn áratug hefur Dr. Tonkonogi verið nokkuð upptekinn af styrktarþjálfun barna og ung- linga. Sænska íþróttasambandið kom að máli við hann og fékk hann til liðs við sig. „Fyrir um tíu árum síðan fékk sænska sambandið mig til þess að Í fyrsta sinn í 39 ár eiga Bretar tvo tennisleikara í undanúrslitum á risamóti í tennis eftir að Jo- hanna Konta og Andy Murray tryggðu sér farseðlana í undan- úrslitin á opna ástralska meist- aramótinu. Konta hafði betur á móti hinni kínversku Zhang Shuai, 6:4 og 6:1, og andstæðingur hennar í undan- úrslitunum verður Angelique Ker- ber frá Þýskalandi. Murray bar sigurorð af Spán- verjanum David Ferrer í fjórum settum, 6:3, 6:7, 6:2 og 6:3 og í sjötta sinn á ferlinum er hann kominn í undanúrslit. Leikur þeirra stóð yfir í næstum fjóra klukkutíma. Murray hefur aldrei farið með sigur af hólmi á opna ástralska meistaramótinu en hann hefur fagnað sigri á Wimbledon mótinu, opna bandaríska meist- aramótinu og á Ólympíuleikunum. gummih@mbl.is Sögulegt hjá Bretum Johanna Konta Andy Murray Viðir Sigurðsson vs@mbl.is Lars Bohinen, þjálfari norska knatt- spyrnuliðsins Sandefjord, er afar ánægður með að vera kominn með markvörðinn Ingvar Jónsson í sínar raðir. Ingvar gekk í gær til liðs við Sandefjord eftir að hafa verið á mála hjá Start á síðasta ári og samdi við fé- lagið til þriggja ára. „Við fengum til okkar metn- aðarfullan markvörð sem berst um sæti í landsliðshópi Íslands. Ingvar er mjög heilsteyptur, góður maður gegn manni, kem- ur boltanum vel frá sér og er öfl- ugur á milli stanganna. Við erum ánægðir með að hafa feng- ið hann á þriggja ára samningi því það er mikilvægt fyrir okkur að vera með stöð- ugleika í markvarðarstöðunni,“ sagði Bohinen á vef félagsins en þjálfarinn lék 49 landsleiki fyrir Noreg og spil- aði m.a. með Nottingham Forest, Derby og Blackburn í ensku úrvals- deildinni. Hann hefur þjálfað Sande- fjord frá 2014. Ingvar er sem kunnugt er í bar- áttu við Hannes Þór Halldórsson, Ögmund Kristinsson, Harald Björns- son og Gunnleif Gunnleifsson en þrír af þessum fimm munu að óbreyttu skipa markvarðarstöðurnar í lands- liði Íslands á EM í Frakklandi í sum- ar. Hann kom til Start frá Stjörnunni fyrir síðasta tímabil en fékk aðeins tækifæri í einum leik í norsku úrvals- deildinni og var lánaður til Sandnes Ulf þar sem hann spilaði alla seinni umferðina, 15 leiki, í 1. deildinni. Sandefjord féll úr úrvalsdeildinni í haust en hefur styrkt sig umtalsvert og stefnir beint upp á ný. Félagið hefur lengi flakkað á milli tveggja efstu deildanna. Tveir Íslendingar hafa áður verið á mála hjá Sand- efjord. Guðmundur Pétursson spilaði 4 úrvalsdeildarleiki með liðinu haust- ið 2007, sem lánsmaður frá KR. Kjartan Henry Finnbogason lék með því í 1. deild 2008, skoraði 9 mörk og tók þátt í að koma liðinu aftur upp í úrvalsdeild. „Fengum metnaðarfullan markvörð“ Ingvar Jónsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.