Morgunblaðið - 28.01.2016, Qupperneq 2
2 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 2016
Á ÁSVÖLLUM
Benedikt Grétarsson
bgretarsson@gmail.com
Haukar og Snæfell virðast vera með
yfirburðarlið í Dominos-deild kvenna
í körfuknattleik þennan veturinn.
Haukar tóku á móti Keflavík á Ás-
völlum í gær og unnu öruggan 16
stiga sigur, 76:54.
Þar með eru Hafnfirðingar jafnir
Íslandsmeisturum Snæfells á toppi
deildarinnar með 26 stig en Keflavík
situr áfram í þriðja sæti.
Helena í sérflokki
Besta körfuknattleikskona lands-
ins, Helena Sverrisdóttir skoraði
fyrstu sjö stig Hauka í leiknum og gaf
tóninn. Helena virðist nánast geta
gert hvað sem hún vill inni á vellinum
og eftir 11 stig í fyrsta leikhluta, fór
hún að einbeita sér meira að því að
spila uppi liðsfélaga sína. Þessi frá-
bæri leikmaður endaði með 19 stig, 14
fráköst og 9 stoðsendingar.
Staðan í hálfleik var 47:28 fyrir
heimakonur og þar munaði mikið um
hversu margir leikmenn Hauka skil-
uðu framlagi til liðsins. Að loknum
fyrri hálfleik höfðu varamenn Hauka
skorað samtals 17 stig en varamenn
Keflavíkur ekki eitt einasta stig.
Til að bæta gráu ofan á svart, var
erlendur leikmaður Keflavíkur, Mel-
issa Zornig gjörsamlega heillum horf-
in og endaði fyrri hálfleik stigalaus.
Þrátt fyrir ágætan sprett Keflavík-
ur í upphafi seinni hálfleiks var í raun
aldrei spurning hvort liðið færi með
sigur af hólmi.
Haukar héldu Keflvíkingum í þægi-
legri fjarlægð og það var ekki síst
vegna góðrar frammistöðu Chelsie
Alexa Schweers, sem gekk nýlega til
liðs við Hauka.
WNBA-stjarna á
leið til Keflavíkur
Keflavík lék á köflum ágætlega en
mátti illa við því að helsti stigaskorari
liðsins, Melissa Zornig væri að leika
undir pari.
Keflvíkingar fengu reyndar gleði-
fréttir skömmu fyrir leik en þá var
staðfest að Monica Wright muni leika
með liðinu til vors.
Wright þessi hefur gert garðinn
frægan í WNBA-deildinni í Banda-
ríkjunum og hefur tvisvar sinnum
orðið meistari með liði Minnesota
Lynx en Wright er nú samnings-
bundin Seattle Storm.
Fyrir hjá Keflavík er Melissa Zor-
nig en reglum samkvæmt má aðeins
einn erlendur leikmaður vera inni á
vellinum í einu.
Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari
Keflavíkur, segir þó að Zornig sé ekki
á leiðinni frá Keflavík.
„Nei, við ætlum ekki að senda Mel-
issu heim. Við vitum að Wright kem-
ur í slöku leikformi og það á eftir að
taka hana einhvern tíma að komast
inn í hlutina, bæði innan vallar sem
utan. Það verður hlé á deildinni innan
skamms og mér finnst líklegt að hún
verði ekki með okkur fyrr en eftir
pásuna,“ sagði Sverrir.
Öruggir útisigrar
Tveir aðrir leikir fóru fram í deild-
inni í gærkvöldi. Stjarnan fékk
Grindavík í heimsókn og þá tók Ham-
ar á móti Val í Hveragerði.
Báðir þessir leikir unnust á útivelli
og um nokkuð örugga sigra var að
ræða.
Grindavík bar sigurorð af Stjörn-
unni í Ásgarði, en lokatölur í þeim
leik urðu 81:62 Grindavík í vil en
Grindavík er komið í bikarúrslitaleik-
inn eftir rúmar tvær vikur. Grindavík
er með 16 stig í 3. - 5. sæti en Stjarn-
an er í 6. og næstneðsta sæti með 6
stig.
Valur fór svo með afar öruggan sig-
ur af hólmi gegn Hamar í Hveragerði,
en lokatölur þar urðu 83:47 Val í vil.
Karisma Chapman var stigahæst í
liði Vals með 21 stig á meðan Íris Ás-
geirsdóttir var atkvæðamest í liði
Hamars með 16 stig.
Tveggja turna tal
Morgunblaðið / Styrmir Kári
Frákast Pálína Gunnlaugsdóttir, leikmaður Hauka í baráttu við Guðlaugu
Björt Júlíusdóttur, leikmann Keflavíkur, í leik liðanna í gærkvöldi.
Öruggt hjá Haukum í Keflavík
WNBA-stjarna til Keflavíkur
Lyftingasamband Íslands og Kraftlyftingasamband Íslands
standa saman að þátttöku síns fólks í Reykjavíkurleikunum
en keppt verður í frjálsíþróttahúsi Laugardalshallarinnar á
laugardaginn í báðum greinum.
Lyftingamótið hefst klukkan 10 og stendur til kl. 13 en þar
keppa tíu karlar og tíu konur í snörun og jafnhendingu.
Klukkan 14 hefst svo kraftlyftingamótið sem er á móta-
skrá Alþjóða kraftlyftingasambandsins, og þar með hægt að
setja heimsmet. Fjölmargir erlendir keppendur mæta til
leiks, þar af fjórir Bandaríkjamenn og þrír Finnar. Í þeim
hópi eru tveir ríkjandi heimsmeistarar í sínum þyngd-
arflokkum, Kimberley Walford frá Bandaríkjunum í 72 kg
flokki kvenna og og Bonica Lough frá Bandaríkjunum í +84 kg flokki kvenna.
Þá er Timo Hokkanen frá Finnlandi ríkjandi heimsmethafi í bekkpressu.
Keppt er í klassískum kraftlyftingum, án búnaðar, í hnébeygju, bekkpressu
og réttstöðulyftu.
Falla heimsmet í Höllinni?
Bonica
Lough
Badmintonsamband Íslands heldur alþjóðlega mótið Iceland
International í nítjánda sinn en það hefst í TBR-húsunum í
dag. Þriðja árið í röð er það hluti af Reykjavíkurleikunum.
Undankeppnin hefst klukkan 10 í dag en aðalkeppnin hefst í
fyrramálið.
Flestallt besta badmintonfólk Íslands er með á mótinu en
langflestir keppendur koma erlendis frá. Þeir eru nú 124 af
þeim 163 sem skráð hafa sig til leiks og koma frá 29 löndum
en í fyrra komu 107 erlendir keppendur, sem þá var met.
Mótið gefur stig á styrkleikalista og fjölmargir keppenda eru
að safna stigum til að freista þess að komast á Ólympíu-
leikana í Ríó í ágúst.
Í einliðaleik karla er Íslandsmeistarinn Kári Gunnarsson sá eini íslensku
keppendanna sem fer beint í 1. umferðina, 32ja manna úrslitin, á morgun. Í ein-
liðaleik kvenna eru það Sara Högnadóttir, Harpa Hilmisdóttir og Margrét Jó-
hannsdóttir sem fara beint í 1. umferð og sleppa við undankeppnina. vs@mbl.is
Badmintonið byrjar í dag
Kári
Gunnarsson
England
Deildabikar, undanúrslit, seinni leikur:
Manchester City – Everton..................... 3:1
City áfram, 4:3 samanlagt, og mætir Liver-
pool í úrslitaleik 28. febrúar.
Ítalía
Bikarinn, undanúrslit, fyrri leikur:
Juventus – Inter Mílanó .......................... 3:0
Spánn
Bikarinn, 8 liða úrslit, seinni leikir:
Atlético Madrid – Celta Vigo................... 2:3
Celta áfram, 3:2 samanlagt.
Barcelona – Athletic Bilbao..................... 3:1
Barcelona áfram, 5:2 samanlagt.
Holland
NEC Nijmegen – Twente........................ 2:0
Hannes Þór Halldórsson hjá NEC er frá
keppni vegna meiðsla.
Excelsior – PSV Eindhoven ................... 1:3
Hjörtur Hermannsson var ekki í leik-
mannahópi PSV.
Grikkland
Bikarinn, 8 liða úrslit, fyrri leikur
Olympiacos – Asteras Tripolis............... 5:0
Alfreð Finnbogason var ekki í leik-
mannahópi Olympiacos.
KNATTSPYRNA
Dominos-deild kvenna
Haukar – Keflavík ................................ 89:69
Stjarnan – Grindavík............................ 62:81
Hamar – Valur ...................................... 47:83
Staðan:
Snæfell 15 13 2 1196:893 26
Haukar 15 13 2 1196:971 26
Valur 15 8 7 1120:1097 16
Keflavík 16 8 8 1123:1128 16
Grindavík 15 8 7 1086:1026 16
Stjarnan 16 3 13 1096:1257 6
Hamar 16 1 15 904:1349 2
Danmörk
Svendborg – Horsens.......................... 72:85
Axel Kárason skoraði fjögur stig, tók
fimm fráköst og gaf tvær stoðsendingar.
FIBA-Europe-bikarinn
Turk Telekom – Borås........................ 92:72
Jakob Örn Sigurðarson komst ekki á
blað, en sendi eina stoðsendingu og tók
fimm fráköst.
Staðan: Oostende 10, Turk Telekom 9,
Borås 6, Slask Wroclaw 5.
NBA-deildin
Indiana – LA Clippers ......................... 89:91
Philadelphia – Phoenix .................... 113:103
Brooklyn – Miami............................... 98:102
New York – Oklahoma City.... (frl.) 122:128
Toronto – Washington ....................... 106:89
Milwaukee – Orlando ....................... 107:100
Portland – Sacramento ...................... 112:97
LA Lakers – Dallas .............................. 90:92
KÖRFUBOLTI
Ásgarður, Dominos-deild kvenna, mið-
vikudag 27. janúar 2016.
Stjarnan: Adrienne Godbold 22, Bryn-
dís Hanna Hreinsdóttir 13, Margrét
Kara Sturludóttir 7, Heiðrún Krist-
mundsdóttir 4, Hafrún Hálfdánardóttir
4, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 4,
Helena Mikaelsdóttir 3, Kristín Fjóla
Reynisdóttir 3, Erla Dís Þórsdóttir 2.
Grindavík: Whitney Michelle Frazier
28, Björg Guðrún Einarsdóttir 14, Sig-
rún Sjöfn Ámundadóttir 13, Íris Sverr-
isdóttir 8, Ingunn Embla Krist-
ínardóttir 6, Ingibjörg Jakobsdóttir 5,
Petrúnella Skúladóttir 4, Hrund Skúla-
dóttir 3.
Stjarnan – Grindavík 62:81
Hveragerði, Dominos-deild kvenna,
miðvikudag 27. janúar 2016.
Gangur leiksins: 2:4, 7:9, 10:18, 14:26,
26:31, 27:39, 27:43, 32:49, 34:54,
41:56, 44:61, 46:66, 47:70, 47:72,
47:74, 47:83.
Hamar: Íris Ásgeirsdóttir 16/5 fráköst,
Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 9/9 frá-
köst, Alexandra Ford 9/8 stoðsend-
ingar, Heiða Björg Valdimarsdóttir 5/4
fráköst, Hrafnhildur Magnúsdóttir 3,
Karen Munda Jónsdóttir 3, Margrét
Hrund Arnarsdóttir 2.
Fráköst: 22 í vörn, 5 í sókn.
Valur: Karisma Chapman 21/17 fráköst,
Hallveig Jónsdóttir 18, Guðbjörg Sverr-
isdóttir 13/6 fráköst/6 stoðsendingar,
Bergþóra Holton Tómasdóttir 10, Dag-
björt Samúelsdóttir 5, Dagbjört Dögg
Karlsdóttir 5/4 fráköst, Ragnheiður Be-
nónísdóttir 4/4 fráköst, Margrét Ósk
Einarsdóttir 4/4 fráköst, Helga Þórs-
dóttir 2, Jónína Þórdís Karlsdóttir 1.
Fráköst: 34 í vörn, 10 í sókn.
Hamar – Valur 47:83
Schenker-höllin Ásvöllum, Dominos-
deild kvenna, miðvikudag 27. janúar
2016.
Gangur leiksins: 5:0, 11:6, 14:10,
23:15, 33:20, 37:20, 45:22, 47:28,
52:37, 58:42, 62:44, 67:50, 73:54,
78:64, 83:69, 89:69.
Haukar: Chelsie Alexa Schweers 27/7
fráköst, Helena Sverrisdóttir 19/14
fráköst/9 stoðsendingar/7 stolnir/4
varin skot, Sylvía Rún Hálfdanardóttir
12, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 9/5
fráköst/3 varin skot, María Lind Sig-
urðardóttir 8, Pálína María Gunnlaugs-
dóttir 5, Dýrfinna Arnardóttir 4, Sólrún
Inga Gísladóttir 3, Hanna Þráinsdóttir
2.
Fráköst: 25 í vörn, 10 í sókn.
Keflavík: Sandra Lind Þrastardóttir
18/7 fráköst, Guðlaug Björt Júl-
íusdóttir 14/6 fráköst/6 stoðsend-
ingar, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 9/3
varin skot, Melissa Zornig 8, Irena Sól
Jónsdóttir 5, Marín Laufey Davíðs-
dóttir 5/4 fráköst, Katla Rún Garð-
arsdóttir 5, Thelma Dís Ágústsdóttir
5/7 fráköst.
Fráköst: 25 í vörn, 6 í sókn.
Haukar – Keflavík 89:69
Frakkland
Deildabikarinn, 8 liða úrslit:
Nimes – Nice ....................................... 24:31
Karen Knútsdóttir skoraði 7 mörk fyrir
Nice og Arna Sif Pálsdóttir 4.
HANDBOLTI
Milliriðill 1:
Makedónía – Hvíta-Rússland.............. 29:30
Frakkland – Noregur........................... 24:29
Pólland – Króatía.................................. 23:37
Lokastaðan:
Noregur 5 4 1 0 153:141 9
Króatía 5 3 0 2 153:134 6
Frakkland 5 3 0 2 145:130 6
Pólland 5 3 0 2 138:142 6
Hvíta-Rússland 5 1 0 4 128:151 2
Makedónía 5 0 1 4 130:149 1
Milliriðill 2:
Svíþjóð – Ungverjaland ....................... 22:14
Þýskaland – Danmörk ......................... 25:23
Spánn – Rússland................................. 25:23
Lokastaðan:
Spánn 5 4 0 1 135:130 8
Þýskaland 5 4 0 1 140:129 8
Danmörk 5 3 1 1 139:123 7
Svíþjóð 5 1 2 2 126:121 4
Rússland 5 1 1 3 132:140 3
Ungverjaland 5 0 0 5 110:139 0
Undanúrslit:
29.1. Noregur – Þýskaland ............. kl. 17.30
29.1. Spánn – Króatía ...................... kl. 20.00
Leikur um 5. sæti:
29.1. Frakkland – Danmörk ........... kl. 17.30
Leikur um 7. sæti:
29.1. Pólland – Svíþjóð .................... kl. 15.00
EM 2016