Morgunblaðið - 03.02.2016, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.02.2016, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR 3 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 2016 Landsliðs-maðurinn Emil Hall- freðsson verður í leikmannahópi ítalska knatt- spyrnuliðsins Udinese í fyrsta sinn í kvöld þeg- ar liðið sækir Empoli heim í ítölsku A-deildinni. Emil skrifaði undir samning við Ud- inese á laugardaginn en var í leik- mannahópi liðsins í markalausu jafn- tefli gegn Lazio. Emil mun spila í treyju með númerinu 55.    Þýski handknattleiksmaðurinnPascal Hens er genginn í raðir danska liðsins Midtjylland og verður þar samherji Vignis Svavarssonar til vors en Vignir mun síðan ganga í raðir Tvis Holstebro. Hens er 35 ára gamall og var án félags eftir að þýska liðið Hamburg var tekið til gjaldþrotaskipta í síðasta mánuði en hann lék með liðinu frá 2003. Hens lék 199 leiki með þýska landsliðinu en hann hætti að spila með því fyrir fjórum árum.    Rússneski knattspyrnumaðurinnAndrei Arshavin sem gerði garðinn frægan með liði Arsenal íhugar nú að leggja knattspyrnu- skóna á hilluna eftir að félag hans í Rússlandi, Kuban Krasnodar, rifti samningi sínum við hann en hann gekk í raðir þess í júlí á síðasta ári. Arshavin, sem er 35 ára gamall, lék engan mótsleik með liðinu. Hann lék í fimm ár með Arsenal frá 2009 til 2013 og skoraði 23 mörk í 105 deild- arleikjum með Lundúnaliðinu.    Talant Dujs-hebaev hef- ur verið rekinn úr starfi landsliðs- þjálfara Ung- verjalands í handknattleik karla eftir stuttan tíma í starfi. Ung- verska landsliðið náði sér ekki á strik á Evrópumeist- aramótinu í Póllandi og var langt í sæti í forkeppni ÓL.    Íslenska karlalandsliðið í bandýmætir í dag Rússlandi í fyrsta leik sínum í undankeppni heims- meistaramótsins í Nitra í Slóvakíu. Þetta er fyrsta stórmót liðsins frá upphafi. Þjálfari er Elmar Guð- brandsson en Andreas Stefansson, leikmaður Järfälla í Svíþjóð og mik- ill markaskorari í næstefstu deild þar í landi, er lykilmaður liðsins. Einnig er leikið við Slóvakíu, heims- meistaralið Svíþjóðar, Frakkland og Belgíu en tvö efstu liðin komast í lokakeppni HM.    Málfríður Erna Sigurðardóttirúr Breiðabliki hefur verið val- in í 27 manna æfingahóp A-landsliðs kvenna í knattspyrnu fyrir vináttu- leik í Póllandi 14. febrúar. Tæp fimm ár eru síðan Málfríður lék síðast með landsliðinu en hún á 22 landsleiki að baki. Fjórtán nýliðar eru í hópnum sem sjá má í heild á mbl.is/sport/ fotbolti. Fólk folk@mbl.is SUND Kristján Jónsson kris@mbl.is Á Ólympíuleikunum í London árið 2012 tefldi Ísland fram sveit í boð- sundi í fyrsta skipti á Ólympíuleikum. Þá syntu þær Eygló Ósk Gústafs- dóttir, Eva Hannesdóttir, Hrafnhild- ur Lúthersdóttir og Sarah Blake Bateman 4x100 metra fjórsund. Ís- lenska sveitin vann sér keppnisrétt á leikunum með góðum árangri á EM sumarið 2012. Ísland kemur einnig til með að reyna að koma sveit á leikana í Ríó í sumar. Sextán sveitir komast í boð- sundskeppni leikanna og tólf eru þeg- ar öruggar um sæti. Fyrirkomulagið er í raun þannig að sextán bestu sveit- um heims er boðið á leikana en ein- ungis einni frá hverju landi. Ísland kemur til með að reyna að koma sér í hóp sextán bestu með þátttöku í greininni á EM í 50 metra laug í maí. Eva og Sarah hættar Íslendingar munu ekki tefla fram sömu sveit og fyrir fjórum árum því nú verða þær Eva og Sarah ekki með þar sem þær eru hættar keppni. Eva synti skriðsundið og Sarah flug- sundið. Báðar þóttu þær synda vel í London. Eva synti hraðar en hún hafði gert á EM og Sarah var í góðu formi á leikunum en hún komst næst því að komast í undanúrslit af íslenska sundfólkinu. Eygló og Hrafnhildur hafa báðar bætt sig mjög frá því í London. Sést það til dæmis á því að þær komust ekki í undanúrslit á Ólympíuleikunum en fóru alla leið í úrslitasund á HM í fyrra. Á þessu er gríðarlega mikill munur. Í boðsundinu fá þær vænt- anlega að synda sínar uppáhalds- greinar, Eygló í baksundi og Hrafn- hildur í bringusundi. Íslenska sveitin er að þessu leytinu til sterkari því þær synda nú mun hraðar en árið 2012. Hverjar skipa sveitina? Spurningin er hvaða sundkonur gætu verið með þeim í sveitinni. Fjög- ur nöfn koma fyrst upp í hugann: Bryndís Rún Hansen, Inga Elín Cryer, Ingibjörg Kristín Jónsdóttir og Jóhanna Gerða Gústafsdóttir. Bryndís og Ingibjörg synda báðir skriðsund en Jóhanna og Inga synda báðar flugsund. Ef til vill stendur bar- áttan á milli þeirra í þessum tveimur greinum. Á HM í Rússlandi í fyrra voru þær Bryndís og Jóhanna með þeim Eygló og Hrafnhildi í boðsund- inu. Auk þess er sá möguleiki fyrir hendi að Eygló og Hrafnhildur verði færðar til og látnar synda annað en sínar uppáhaldsgreinar. Það væri þá gert ef menn telja að það skili sveit- inni hraðari tíma. Slíkar vangaveltur eru í raun bara reikningsdæmi eins og einn viðmælandi Morgunblaðsins komst að orði. Betri tími á HM en á ÓL Morgunblaðið ræddi lítillega við landsliðsþjálfara Íslands, Jacky Pell- erin, um boðsundið á dögunum. „Á HM í Rússlandi bætti sveitin Íslands- metið og tíminn var nærri tveimur sekúndum betri en á ÓL í London. Sem er býsna góður tími en aðrir eru einnig að bæta sig í sundheiminum. Við eigum möguleika og munum reyna að koma sveit á leikana í Ríó. Hrafnhildur er auðvitað miklu hraðari en fyrir fjórum árum og Eygló einnig. Eykur það möguleika okkar. Flug- sundsspretturinn þarf líklega að vera undir mínútu og skriðsundssprett- urinn í kringum 54 eða 55 sekúndur,“ útskýrði Pellerin og benti á að eftir EM í maí gæfust fá tækifæri til þess að ná góðum tíma í boðsundi á við- urkenndu móti. Sá á kvölina sem á völina Pellerin mun væntanlega standa frammi fyrir því að velja sveitina, með hliðsjón af árangri þessara kvenna sem hér hefur verið minnst á, næstu vikur og mánuði. Til dæmis mun Ís- landsmótið í 50 metra laug í apríl væntanlega hafa töluvert að segja. „Jú jú, þetta er skylda mín sem landsliðsþjálfara. Við óskum eftir upplýsingum um frammistöðu okkar fólks í Bandaríkjunum en gerð er krafa um að þau mæti á Íslandsmótið. Þar sjáum við betur hversu raunhæf- ur möguleiki það er að komast aftur á Ólympíuleika með boðsundssveit,“ sagði Pellerin við Morgunblaðið en á leikum þar sem karlalandsliðið í hand- bolta er ekki með, eins og í Ríó, þá munar um hvern einstakling í hópnum sem fer frá Íslandi á leikana. Boðsundssveitin mun reyna við Ríó í sumar Morgunblaðið/Golli ÓL í London Boðsundssveitin sem keppti á Ólympíuleikunum árið 2012. Eva Hannesdóttir, Hrafnhildur Lúthersdóttir, Sarah Blake Bateman og Eygló Ósk Gústafsdóttir í Aquatics Centre-sundhöllinni.  Talsverð samkeppni um tvær stöður í sveitinni  Synda 4x100 metra fjórsund Boðsund » Ísland átti sveit í boðsundi í fyrsta skipti á Ólympíuleikum þegar þeir fóru fram í London fyrir fjórum árum. » Íslenska sveitin synti 4x100 metra fjórsund á 4:07,09 mín- útum í London. » Stendur nú til að reyna að komast aftur inn á leikana í Ríó í sumar í sömu grein. » Íslenska sveitin setti Ís- landsmet í greininni á HM í Rússlandi í fyrra á tímanum 4:04,43 mínútur. Ísland vann Skotland, 3:0, í fyrri vin- áttulandsleik landsliða í knattspyrnu, skipaðra stúlkum 17 ára og yngri, í Egilshöll í gærkvöldi. Ásdís Karen Halldórsdóttir skor- aði eina mark fyrri hálfleiks á sjöttu mínútu. Hlín Eiríksdóttir skoraði annað mark íslenska liðsins á 52. mínútu áður en Sólveig Jóhann- esdóttir Larsen innsiglaði sigurinn, 3:0, á 75. mínútu. Eins og tölurnar gefa til kynna þá hafði íslenska liðið tögl og hagldir í leiknum frá upphafi til enda. Liðin mætast aftur í Egilshöllinni á morgun, fimmtudag, og þá verður flautað til leiks klukkan 13. Leikirnir eru liðir í undirbúningi beggja liða fyrir milliriðlakeppni EM sem fram fer í Serbíu í lok mars. Þar leikur Ísland við Belgíu, England og Serbíu um eitt sæti í lokakeppninni. Þjálfari íslenska landsliðsins er Freyr Alexandersson, sem jafnframt er þjálfari A-landsliðs kvenna. sport@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Skoraði Ásdís Karen Halldórsdóttir skoraði fyrsta mark íslenska landsliðsins í leiknum við Skota. Þriggja marka sigur á þeim skosku Austur-Evrópudeildin Veszprém – Nexe................................. 39:21  Aron Pálmarsson skoraði 2 mörk fyrir Veszprém.  Veszprém frá Ungverjalandi er með 34 stig eftir 12 leiki, Vardar Skopje frá Make- dóníu er með 34 stig eftir 14 leiki og Zagreb frá Króatíu er með 30 stig eftir 13 leiki í toppsætum deildarinnar. Gefin eru þrjú stig fyrir sigur í deildinni. Svíþjóð Malmö – Aranäs................................... 33:11  Leó Snær Pétursson skoraði ekki mark fyrir Malmö. HANDBOLTI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.