Morgunblaðið - 03.02.2016, Page 4

Morgunblaðið - 03.02.2016, Page 4
4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 2016 Þá er Alfreð Finnbogason kominn í þýsku 1. deildina og þarnæsta sunnudag gæti hann fengið það verkefni að reyna að koma boltanum framhjá Manuel Neuer í marki Bayern München. Það er ekki beinlínis auðvelt verk en eins ótrúlegt og það nú er þá hefur aðeins níu leikmönnum (!) tekist að skora hjá Neuer í 19 umferðum þýsku deildarinnar í vetur, og engum oftar en einu sinni. Alfreð flytur nú til sjötta landsins síðan hann yfirgaf her- búðir Breiðabliks fyrir sex árum. Svona er líklega heimur atvinnu- manns í knattspyrnu í dag. Menn eru minna í því að festa rætur en áður. Alfreð hefur hins vegar allt- af sýnt nýjum vinnuveitendum og stuðningsmönnum virðingu og var til að mynda farinn að tjá sig á basknesku við fréttamenn eftir örfáar vikur hjá Real Socie- dad! Auðvitað fannst manni að hann hefði átt að fá betra tæki- færi til að sanna sig á Spáni, og svo sannarlega á Grikklandi einnig. Alfreð var hins vegar svo óheppinn að meiðast við upphaf dvalar sinnar á Spáni og það setti stórt strik í reikninginn. Á nýjum slóðum þarf maður að fá tækifæri og tíma til að sanna sig, en sá tími er ekki alltaf í boði. Alfreð bauðst einnig að flytj- ast til Kanada og spila í MLS- deildinni en hafnaði því. Það hefði mér líka þótt rangt val á þessum tímapunkti. Hann á frek- ar heima í einni af bestu deildum heims og vonandi fær hann að festa sig þar í sessi. Nái hann sér vel á strik í Þýskalandi aukast líkurnar á að hann taki sér stöðu við hlið Kolbeins Sigþórssonar í framlínu Íslands gegn Portúgal í fyrsta leik á EM, en í dag virðist sú staða einna „opnust“ í byrj- unarliði Íslands. BAKVÖRÐUR Sindri Sverrisson sindris@mbl.is 17. UMFERÐ Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Þrátt fyrir að úrslit leikja í Olís-deild kvenna hafi ansi mörg verið ófyrir- sjáanleg þennan veturinn og keppni hörð, voru líklega engin úrslit eins óvænt og þegar liðið í næstneðsta sæti, FH, lagði eitt af toppliðunum, Val, að velli í Kaplakrika síðastliðið föstudagskvöld, 26:24. Heiðdís Rún Guðmundsdóttir átti stóran þátt í því en þessi 23 ára gamla, rétthenta skytta skoraði sjö mörk gegn sínu gamla liði. „Hún átti toppleik og stóð sig rosalega vel. Þetta var með betri leikjum í vetur hjá henni. Þetta er búinn að vera frekar erfiður vetur hjá okkur en það hefur verið smá- stígandi í þessu og sérstaklega hjá henni. Hún er búin að eiga nokkra góða leiki í röð núna eftir áramótin,“ sagði Ingibjörg Pálmadóttir, liðs- félagi Heiðdísar, sem Morgunblaðið leitaði álits hjá varðandi Heiðdísi. Martraðarárið 2012 Heiðdís steig fram á sjónarsviðið í efstu deild með FH, sem er hennar uppeldisfélag. Hún er dóttir Bjargar Gilsdóttur, fyrrverandi landsliðs- konu í handbolta, og Guðmundar Karlssonar, fyrrverandi hand- boltaþjálfara og sleggjukastara. Heiðdís gekk til liðs við Val árið 2011 og elti þangað eldri systur sína, Ragnhildi Rósu. Dvölin hjá Val, sem þá var besta lið landsins og vann flesta titla sem í boði voru, snerist hins vegar upp í hálfgerða martröð. Heiðdís sleit krossband í hné í mars 2012 og á fyrstu æfingu eftir að hún hafði jafnað sig sleit hún hásin. Heiðdís vann sig upp úr þessum meiðslum, skipti aftur yfir til FH og hefur leikið stórt og sístækkandi hlutverk þar síðustu þrjú ár. Hún er markahæst hjá FH í vetur með 71 mark í 17 leikjum, skoraði 73 mörk í 22 leikjum á síðustu leiktíð og 47 mörk í 21 leik þar áður. „Hún er mjög flott í vörn og svo er afar erfitt að stoppa hana þegar hún leggur af stað í sókninni. Hún fer þetta á hörkunni en spilar líka vel með öðrum,“ sagði Ingibjörg um samherja sinn. Spilaði hún nefbrotin? „Utan vallar er hún voðalega blíð en það á kannski ekki alveg við inn- an vallar. Hún er ákveðin og hörð þegar það á við. Hún er mjög mikil- vægur partur af liðinu og getur svo- lítið stýrt liðsorkunni. Það er mikil- vægt að hún sé í góðu standi,“ sagði Ingibjörg, og bætti við að vonandi yrði Heiðdís leikfær þegar FH færi til Vestmannaeyja um helgina og mætti þar ÍBV á laugardag. Heiðdís fékk nefnilega vænt högg á andlitið frá Kristínu Guðmundsdóttur í leiknum á föstudaginn, og var óttast að hún hefði jafnvel nefbrotnað. At- vikið átti sér stað tiltölulega snemma í seinni hálfleik en Heiðdís sneri aftur inn á völlinn og kláraði leikinn engu að síður. „Vonandi er hún ekki nefbrotin, en hún fékk ansi vel á kjammann. Það átti að koma í ljós í vikunni hvort hún væri brotin,“ sagði Ingi- björg, en ekki náðist í Heiðdísi í gær. Getur stýrt liðsorkunni  Heiðdís Rún fór á kostum í afar óvæntum sigri FH á Val  Sleit hásin á fyrstu æfingu eftir krossbandsslit  Góð „handboltagen“ frá báðum foreldrum Morgunblaðið/Árni Sæberg Óvænt Heiðdís Rún Guðmundsdóttir lék mjög vel þegar FH vann óvæntan sigur á Val. Hún er markahæst í Hafnarfjarðarliðinu í deildinni í vetur. Handbolti kvenna: Leikmaður umferðarinnar Körfubolti kvenna: Leikmaður umferðarinnar 19. UMFERÐ Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Bryndís Guðmundsdóttir er leik- maður 19. umferðar í Dominos-deild kvenna í körfubolta eftir frammi- stöðu sína í sigri Íslandsmeistara Snæfells á Keflavík, 61:52, þar sem hún meðal annars skoraði 17 stig og tók 10 fráköst. Segja má að Bryndís hafi verið á heimavelli í leiknum í Keflavík því hún er uppalin í bænum og lék með Keflavík þar til í upphafi þessarar leiktíðar (utan eins veturs í KR 2011-2012), þegar hún fór óvænt fram á riftun samnings síns við Keflavík vegna ósættis við þjálf- arann Margréti Sturlaugsdóttur. Ekki nóg með það heldur býr Bryndís enn í Keflavík og ferðast þaðan í leiki með Snæfelli og á stöku æfingar í Stykkishólmi, en æfir þess utan hjá Breiðabliki ásamt öðrum leikmönnum Snæfells sem búsettir eru á höfuðborgarsvæðinu eða nærri því. Bryndís er 27 ára gömul og hefur um árabil verið meðal fremstu leik- manna landsins, en hún á að baki 36 A-landsleiki. Hún hefur verið sig- ursæl á ferlinum og meðal annars orðið Íslands- og bikarmeistari bæði árið 2011 og árið 2013. „Hún er frábær leikmaður og liðs- maður, sem kann þetta allt mjög vel,“ sagði Gunnhildur Gunn- arsdóttir, liðsfélagi Bryndísar hjá Snæfelli og íslenska landsliðinu. „Hún kemur með mikla reynslu inn í liðið okkar, er mjög góð bæði í sókn og vörn og er klár leikmaður sem gerir aðra leikmenn í kringum sig betri. Það var mjög góð viðbót fyrir okkur að fá hana og ég held að henni líði líka bara vel að spila með okk- ur,“ sagði Gunnhildur, sem Morgun- blaðið fékk til að lýsa Bryndísi. Alhliða leikmaður „Hennar hlutverk er aðallega inni í teignum. Hún er fjarki eða fimma, sem getur samt dregið sig út og opnað leið inn í teiginn fyrir aðra, því það þarf að huga að henni fyrir utan þriggja stiga línuna þar sem hún getur vel skotið líka. Hún er al- hliða leikmaður,“ sagði Gunnhildur. Mikil læti voru í kringum brott- hvarf Bryndísar frá Keflavík og eft- ir að Bryndís hafði fengið nóg af samskiptum sínum við Margréti sagði þjálfarinn meðal annars eft- irfarandi í viðtali við Vísi: „Hún vildi láta koma fram við sig öðruvísi en aðra leikmenn. Hún vildi fá öruggar mínútur í liðinu og vera fyrirliði.“ Gunnhildur hlær hins vegar dátt, aðspurð hvort það geti verið að ein- hverjir svona „drottningarstælar“ einkenni Bryndísi: „Ekki fyrir mér. Hún er ekki nein „drottning“ í Snæfelli. Ég veit ekki hvernig hún er í öðrum liðum en mér finnst það mjög ólíklegt miðað við mín kynni af henni. Hún er frá- bær týpa, ósköp venjuleg stelpa, yndisleg og góð. Hún er mikill húm- oristi og skemmtileg,“ sagði Gunn- hildur. „Ég kynntist henni fyrst í gegnum landsliðið og hún er virki- lega góður liðsmaður og ein- staklingur. Það er gaman að spila með henni og ennþá betra núna þeg- ar við erum saman í félagsliðinu,“ bætti Gunnhildur við. Er ekki nein „drottning“ Liðsauki Bryndís Guðmundsdóttir kom til Snæfells eftir að tímabilið var byrjað í haust. Hún er með 13 stig og 6 fráköst að meðaltali í leik í vetur.  Bryndís býr í Keflavík, æfir í Kópa- vogi og spilar með Snæfelli Morgunblaðið/Eggert Stoke City, félag- ið sem um skeið var í eigu Íslend- inga, keypti dýr- asta leikmanninn af öllum félögum ensku úrvals- deildarinnar á meðan opið var fyrir félagaskiptin frá 1. janúar til 1. febrúar. Á síðustu stundu, áður en lokað var fyrir félagaskiptin seint í fyrrakvöld, gekk Stoke frá kaupum á franska varnartengiliðnum Giannelli Imbula frá Porto í Portúgal og greiddi fyrir hann 18,3 milljónir punda. Imbula er 23 ára gamall og lék með yngri lands- liðum Frakka en hefur fengið heimild til að spila með A-landsliði Belgíu. Hann fæddist í Belgíu en flutti korn- ungur til Frakklands. Everton kom næst í röðinni og greiddi Lokomotiv frá Moskvu 13,5 milljónir punda fyrir Oumar Niasse, 25 ára kantmann eða framherja frá Senegal. Newcastle keypti Andros Towns- end af Tottenham og Jonjo Shelvey af Swansea og greiddi 12 milljónir punda fyrir hvorn um sig. Stærstu viðskipti ensks liðs átti þó Chelsea sem seldi Ramires til Ji- angsu Suning í Kína fyrir 25 milljónir punda. vs@mbl.is Stoke keypti dýrasta leik- manninn Giannelli Imbula

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.